Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 10
staðnum, hér býr gott fólk í alla staði, en okkar hús var hér næst við vestan megin. Ég er því eiginlega komin á ná- kvæmlega sarna stað og ég bjó á áður. Mér er t.d. minnis- stætt að þegar við máttum koma hér og skoða fyrst, og ég var að skoða íbúð í vesturálmu hússins og varð litið út um eldhúsgluggann þar, þá var það nákævmlega sama útsýnið sem blasti við og var út um eldhúsgluggann á húsinu mínu. Ég dvel hins vegar í austurálmu hússins, þar sem bær gömlu nágranna minna var, og útsýnið hjá mér er alveg það sama og var út um baðstofugluggann hjá þeim. Hér er ég ásamt Karvel Ögmundssyni í Bókabúð Keflavík- ur árið 1985, en þarna vorum við að árita bcekur okkar. Ritstörf Sögur hef ég skrifað nánast alveg frá því ég var bam að aldri. Þetta var mér eitthvað svo í blóð borið og nauðsyn- legt, að ég var alltaf sískrifandi. Sem bam var ég þó reyndar meira að gera vísur heldur en sögur. Fólk hefur stundum verið að kalla mig rithöfund, og hefur mér eiginlega aldrei líkað það. Ef það er verið að kynna mig einhverstaðar þá er ég gjaman nefnd rithöfundur eða skáldkona, en ég ber það alltaf tilbaka. Mér finnst þessi skrif mín ekki þess verð að þau skapi mér þann titil að vera kölluð rithöfundur. En sögurnar byija ég að skrifa fljótlega eftir að ég flyt til Sandgerðis, það er að segja rétt upp úr tvítugu. Fyrsta sagan sem ég skrifaði hét Sigrún í Nesi, en hún var ekki þó ekki sú sem fyrst kom út á bók. Það var sagan um Flauk lækni, en Prentverk Odds Björnssonar gaf út bók- ina um Sigrúni í Nesi nokkrum árum síðar eða 1964. Áður hafði reyndar birst eftir mig sagan Bylgjur, í Nýju kvennablaði árið 1956, en ritstjóri þess var Guðrún Stef- ánsdóttir, systir Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagra- skógi. Reyndar held ég að ég hefði aldrei getað sjálf komið þessum sögum mínum á framfæri. Ég skrifaði á þessum tíma eingöngu fyrir skúffuna, eins og sagt er. En það er nú margt skrítið í henni veröld og málin þróuðust þannig að ég kynnist konu, Rannveigu Guðnadóttur að nafni, sem var að safna áskriftum að bókum fyrir Ragnar í Smára, sem var mikilvirkur útgefandi á þessum árum, svo sem flestum er kunnugt, og átti bókaútgáfuna Helgafell. Hún safnaði áskriftunum og kom svo aftur og færði fólk- inu bækurnar. Hún var ekki á bíl og fékk alltaf manninn minn, Óskar, til þess að sækja sig og keyra hingað suður eftir. Hún kemur einmitt í þessum erinda- gjörðum til okkar fýrsta haustið sem ég var hér. Við þekktumst ekkert en mér leist strax eitthvað svo ljómandi vel á þessa konu. Hún kemur svo off- ar og við kynntumst betur og þar kemur að hún fer að lofa mér að heyra vís- ur eftir sig. Einu sinni óskaði hún eftir að fá að Rannveig Guðnadóttir, sú sem gista. Og um kvöldið þeg- fyrst kom sögum mínum á ar við sátum í eldhúsinu framfœri. yfir kaffibolla, þá var hún alltaf að lofa mér að heyra vísur eftir sig. Ég var alveg í sjöunda himni yfir þessari skemmtun, því mér hefur alltaf þótt gaman að vísnakveðskap. Svo þegar hún er búin að tæma sinn sjóð að sinni, þá segir hún allt í einu: „Átt þú ekkert til þess að sýna mér?“ „Ég,“ hváði ég, „ég á ekkert, hvemig dettur þér það í hug?“ „Ja,“ segir hún, „ég þekkti nú hann pabba þinn, sem orti talsvert, svo þetta gat nú svo sem verið.“ Ég ætlaði í fyrstu ekki að gera neitt með þetta, en svo fór mér að þykja ég eitthvað svo óeinlæg við hana, ef ég lofaði henni ekki að heyra eða sjá eitthvað eftir mig. Hún var búin að sitja þarna hjá mér allt kvöldið og þylja yfir mér vísur sínar en ég hafði ekki látið neitt í móti. Ég fer því og næ í handritið að sögunni minni um Hauk lækni og sýni henni það. Hún hún grípur það tveim höndum og byijar strax að lesa. Svo vill hún endilega fá að fara með það og sýna einhveijum útgefanda, því hún þekkti marga í þeirri stétt. Ég gaf henni leyfi til þess á endanum, þó ég segði henni að það hefði áreiðanlega enginn áhuga á þessu. Einn af þeim sem hún sýndi handritið var Helgi Hjörvar, fyrrum útvarpsstjóri. Ég fékk skömmu seinna afskaplega vinsamlegt bréf ffá honum og sé ég mikið eftir því að hafa ekki varðveitt það, en það er því miður glatað. Útvarpið var náttúrlega ekki að hugsa um neina útgáfu en það var uppörvandi fýrir mig að fá þetta bréf. Svo erum við eitt sinn á ferð í Reykjavík nokkru síðar. Þá stansar hún allt í einu fyrir utan eitthvert hús þar og seg- ir: „Heyrðu, ég ætla að fara hér upp aðeins, komdu með mér.“ Ég hafði ekki hugmynd um hvaða erindi hún átti þarna inn. Við göngum upp einn eða tvo stiga, og komum að hurð sem hún bankar á. Þar kemur maður til dyra, sem ég reyndar þekkti strax í sjón, því ég hafði oft séð myndir af honum í blöðunum. Þama var kominn Sigurður ffá Vig- ur, ritstjóri Morgunblaðsins. Hún var að vestan eins og hann, svo þau voru kunningjar. Hann tók okkur afskaplega vel og bauð okkur inn á skrifstofu sína, sem þá var í gömlu húsi við Austurstræti. 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.