Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Page 6

Heima er bezt - 01.03.2003, Page 6
klettóttri strönd. Og hvergi hef ég séð fallegra sólarlag en heima við Húnaflóann. Foreldrar mínir voru Guðrún Oddsdóttir og Sigurður Óli Sigurðsson, sem bæði voru Vestfirðingar. Þau fluttu, þegar ég var 1 árs, frá Króki og út að Kálfs- hamarsnesi, á bæinn Klöpp. Foreldrar mínir slitu samvistum þegar ég var 4 ára gömul. Við vorum tvær alsysturnar, systir mín, Árnína Jenný, fylgdi móður minni en ég fór í fóstur til eldri hjóna, sem bjuggu í nágrenninu. Þau voru barnlaus og ég hafði hænst mjög að þeim áður. Föðuramma mín, sem var í hominu, eins og sagt er, hjá pabba og mömmu, var mikil vinkona þessara hjóna. Foreldrar mínir voru með lítilsháttar búskap eins og þá tíðkaðist, en slægjur voru litlar á Kálfshamarsnesi. Þau þurftu því að fá þær annars staðar og var stundum langt að sækja þær. Amma passaði okkur stelpurnar á meðan og þá fór hún gjarnan með okkur upp í Hátún, en það hét bær vinahjóna hennar, Jó- hanns Helgasonar og Margrétar Ferdinantsdóttur. í þeim heimsóknum hændist ég mjög að þeim, og þá öllu frekar gamla manninum í byrjun. Ég tolldi helst varla annars staðar orðið en hjá þeim. Átti það til að strjúka aftur til þeirra á kvöldin þegar amma var komin með okkur heim og við áttum að fara að sofa. Þurfti ég þá að skríða undir girðingar sem á þeirri leið voru, til þess að komast á leið- arenda. Mál æxluðust svo þannig að ég fór alfarið til þeirra eins og fyrr segir, þegar foreldrar mínir skildu. Fóstri minn deyr þegar ég var sex ára, og vorum við fóstra min einar í heimili eftir það. Við fylgdumst að öll þau ár sem hún átti ólifað, en hún lést 95 ára gömul hjá mér, eftir að við vorum fluttar hingað til Sandgerðis, en við fluttum þangað rétt eftir að ég varð tvítug að aldri. Fóstra mín hafði áður haft það að lifibrauði að selja að- komu sjómönnum á staðnum kost auk þess að þvo af þeim fötin, en hún var reyndar hætt því þegar við kynnt- umst, enda var útgerð þá að mestu hætt frá Kálfshamars- vík, nema af mönnum sem áttu heima á staðnum. Skólaganga Barnaskóla sótti ég á staðnum, sem var nánast á hlaðinu heima. Ég hafði ákaflega gaman af því að læra og öfunda unga fólkið í dag af því hvað það hefur mikil og góð tækifæri til þess. Ég hefði svo sannarlega viljað læra meira, ef efni og aðstæður hefðu leyft það. Kennt var á tveimur stöðum í sveitinni, 12 vikur á hvorum stað, en farskóli var á nokkrum sveitabæjum. Skólinn var 4 vetur og við vorum tvö saman í bekk, því ég átti bara einn jafnaldra á nesinu. Hann var duglegur að læra og vildi taka fullnaðarprófið 12 ára. Það þýddi að við þurftum ekkert að læra síðasta veturinn. Og þá fannst mér að ég yrði að gera eins og þessi jafnaldri minn, þar sem við vorum bara tvö, því ef ég gerði það ekki þá myndi fólk halda að ég væri svo löt aö læra að ég gæti ekki tekið fullnaðarprófið á sama tíma og hann. Ég sá nú eftir þessu síðar, því þá þurfti ég ekki að læra neinar bæk- Stjúpi minn, Ögmundur Björnsson. Faðir minn, Sigurður ÓIi Sigurðsson. Með móður minni Guðrúnu, og alsystur, Jennýju. Systurnar Guðrún Oddsdóttir, móðir mín, og Margrét Sigurðardóttir. ur síðasta veturinn og það þótt mér miður, því mig lang- aði að læra meira. Veturinn eftir hætti svo gamli kennarinn okkar, Páll Jónsson, er síðar gerðist skólastjóri á Skagaströnd, og í stað hans kom ungur kennari úr Reykjavík, nýútskrifaður afbragðs kennari, Ólafur S. Magnússon, og liann bauð 102 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.