Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Page 40

Heima er bezt - 01.03.2003, Page 40
seld til Austurlanda, þar sem hún lá í Colombo-höfn á Ceylon, hinni miklu þjóðbraut austurs og vesturs. Með þessari sölu er endanlega lokið all- merkilegum kafla í samgöngumálum Islendinga. Hér setjum við sem sagt punkt yfir lokakaflann í sögu Súðar- innar. Ýmsar hugleiðingar vakna með manni við þessa fregn, því að Súðin var einhvern veginn orðin svo samgróin íslenskum strandferðum, að maður á erfitt með að hugsa sér hana við Indlandsstrendur, undir miskunnarlausri hitabeltissólinni. Súðin var góðvinur margra. I vonskuveðrum hafði hún öslað sína braut umhverfis landið, í blíðu og stríðu, í svarta byl og særoki eða glampandi stillum á lygnum ijörðum austanlands eða vestan. I stað gamal- kunnra, íslenskra sjómanna, príla þar nú um alla stiga þeldökkir Asíu- menn, og hver veit nema Súðin eigi eftir að afla sér vinsælda og trausts þar ekki síður en hér norður við Is- haf. Nokkur styrr stóð um Súðina fyrst eftir að hún var keypt hingað til lands, og oft var stormasamt um hana í blöðum íyrri ára. Súðin var að vísu gömul en mönnum fannst ein- hvern veginn hún bera aldurinn virðulega og hún virtist vinna á við frekari viðkynningu. Svo fór um síð- ir að mönnum varð Súðin hjartfólgið fyrirbæri, enda þótt öllum hafi verið ljóst að með nýjum tímum þyrfti nýj- an farkost. Súðin gat ekki lengur annað því hlutverki, sem henni var í upphafi ætlað. Kvörn tím- ans malar hljóðlega en örugglega og miskunnarlaust. „Járnbraut smáhafn- anna“ (en svo var Súðin oft kölluð) mun ekki lengur verða til samgöngu- bóta við vogskornar, klettóttar strendur þessa lands, og aldrei fram- ar mun heyrast hást hljóð í eimpípu Súðarinnar í draugaheimi þokunnar á Húnaflóa eða á Vopnafirði. Aldrei framar leggst Súðin að bryggju á Búðareyri eða Patreksfirði. Leið hennar liggur nú um suðlægar og mildari slóðir, en vafalaust mun margur hugsa til þessa gamla skips með vinsemd og hlýhug. Sumir segja að skip hafi sál. Ætli Súðin hafi ekki haft góða sál?“ Thorolf Smith fór ungur til starfa á skipum Björgvinjarfélagsins norska. Árin 1936-38 var hann um borð í skemmtiferðaskipinu Stellu Polaris, og sagði greinarhöfundi að hann elskaði það skip. En líklega hefur Thorolf haft dálæti á fleiri skipum, eins og þankabrotin um Súðina í Vísi frá árinu 1952, bera með sér. Skipverjar Súðarinnar áttu völ á ýmsum far- kostum í Austurlöndum, eins og sést á meðfylgj- andi myndum, sem allar eru frá ferðalagi Súðar- innar. Þó ofangreind mynd sé nokkur óskýr, má sjá á henni hin frumstœðu stýristœki Súðarinnar. Myndin er tekin í 40° hita á Rauðahaji. 136 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.