Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 13
verð ég loks komin heim aftur úr því ferðalagi, sem ég
lagði upp í þaðan, árið 1946.
Og á þeim orðum lýkur spjalli okkar Ingibjargar. Það
leynir sér ekki að í huga hennar hafa æskuslóðimar alltaf
skipað veglegan sess, og þar hefði hún helst viljað lifa líf-
inu, hefði þess verið einhver kostur. En þannig er nú lífið
okkar á þessari jörð, að sjaldan ræður hver sínum nætur-
stað, og byr hlýtur að ráða þó kóngur vilji sigla, í þeirri
merkingu að aðstæður okkar séu byrinn, sem þar um ræðir.
Ljóðasafn Ingibjargar er verulegt, það varð mér ljóst í
þessari heimsókn til hennar, og ljóð hennar eru með þeim
hætti að auðvelt er að gleyma sér við lestur þeirra. Vonandi
eiga lesendur Heima er bezt eftir að sjá góðan part af þeim
í ffamtíðinni, því við höfum hugsað okkur að fara þess á
leit við hana að fá að taka upp lið í nokkrum næstu tölu-
blöðum, sem helgaður yrði ljóðum hennar sérstaklega.
En mér finnst fara vel á því að enda viðtalið við Ingi-
björgu á ljóði, sem hún orti til æskustöðva sinna, og lýsir
vel þrá hennar til þeirra, enda nefnir hún það
Heimþrá
Heimþráin gefur huganum vœngi,
hann heldur í norðurátt.
Suðurlandið hann sér í móðu,
hann svífur svo geysihátt.
Förinni er heitið á helgasta staðinn,
sem hjartað veit jörðu á,
lítið annes við ystu sundin,
auðug og fagurblá.
För míns hugar er fljót yfir landið,
hann flýgur í Húnaþing,
lœkkar flugið og lítur með gleði,
litauðgan fjallahring,
hlíðar og grundir, holt og móa,
hraunbreiður, gljúfrin há,
gróðursœl tún og bændabýli,
búsmala í grœnni lág.
Afram skal haldið útyjir Flóann,
út með ströndinni og „ heim “.
Nú sér hugur minn nóttlausa veröld,
fyrst náð er áfanga þeim.
Hann fellur að faðmi fóstrunnar góðu
og finnur vegmóður þar,
langþráða friðinn og hvíldina kæru,
í kvöld biðst ég gistingar.
Hljótt er um Nesið mitt, nú er þar enginn,
í nótt nema Guð og ég.
Til þess að hvílast í kyrrðinni djúpu,
ég komin er langan veg.
Lognaldan kveður jafn létt eins og forðum,
Ijóðin sín klettana við.
Hvergi, sem hér, hefur hjarta mitt fundið,
svo hugljúfan unað ogfrið.
Nesið mitt fegursta vorskrúði vafið,
Víkin mín slétt og blá,
sól er að hníga og gull hennar glóir
og glitrar um víðan sjá.
Litadýrð himinsins Ijómar í vestri,
í Ijósi kveðjandi dags.
Nú fœ ég ein að njóta í náðum,
míns norðlenska sólarlags.
Hér átti égforðum mín fyrstu sporin,
fyrsta Ijóðið á vör.
Hér lifði ég bernskunnar brosin og tárin,
hér blessuðust fátœkleg kjör.
Hér þekkti ég fyrst hve Guð er góður,
sú gjöfin var allra best.
Hér dreymdi migfegursta drauminn um lífið,
hér dýrust var gleðin og mest.
Hér vildi ég mega að síðustu sofna,
í sátt ogfriði við allt.
Gleyma öllu er hugann hrelldi,
þó heimur andaði kalt.
Eg vildi að hinsta líksöngslagið,
léki mér báran þín,
Víkin mín kœr, sem við klettana forðum,
kvað hér vögguljóð mín.
Hér vildi ég hvíla vígð þinni moldu,
vorfagra Nesið mitt.
Mig hefur fóstrað fegursta skeiðið,
friðsœla skautið þitt.
Þótt mér auðnaðist aðeins að njóta,
æskunnar björtu hér,
aldrei með rótum upp verð ég slitin,
á ævinni úr faðmi þér.
Nóttin er liðin, nú lít ég daginn,
Ijóma um fjöll og sund,
sólin er risin og sveitina faðmar
og sindrar á döggvotri grund.
En ég hlýt að kveðja og hverfa á brautu,
í kyrrðinni morgunsins hljótt,
því ég var í förum á vængjum míns hugar,
að vaka hér eina nótt.
Með mynd þína í hjarta og minninga gullið,
sem máir ei tímans sigð,
ég kveð eins og barn hina bestu móður
og blessa þig heimabyggð.
Nú frestur er enginn, mín för er hafin,
ég flýg á suðurslóð.
En þar verð ég aldrei annað en gestur,
þótt öll séu kynnin þar góð.
Heimaerbezt 109