Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 21
 Innviðir H2-klukkunnar. Betri úr og billegri Lengdarnefnd bar því meðal annars við að skipsklukkur Harrisons væru svo dýrar að þær yrðu seint raunhæf lausn á vanda sjófarenda. Fljótlega komu á markað ódýrari sjóúr, sem voru jafnframt betri en fyrirmyndirn- ar. Samt var sjóáttungurinn um hríð algengt tæki til staðarákvörðunar, enda ódýrari en nokkurt sjóúr, en að vísu aldrei eins nákvæmur og að- eins brúklegur þegar sást til tungls og stjarna. Breskur stjarnfræðingur, Ge- orge Biddell Airy, skilgreindi á 19. öld einkunnakvarða fyrir nákvæmni klukkna, og er ein- kunnin því lægri sem klukkan gengur jafnar. Ódýrt kvarsúr, keypt 1983 á sex Bandaríkja- dali, var mælt á þessum kvarða og hlaut einkunnina 3,1. A sama kvarða fékk H4-úr Harrisons 124,4, og vandað sjóúr, Kullberg 8472, mældist 1913 með einkunnina 9,9. átti hún að taka mið af þessu tvennu. Hún fól kunnum úrsmiði í Lundún- um, Larcum Kendall, að smíða sjóúr eftir H4-teikningum Harrisons. Fyrir það tók Kendall 450 pund (um 2 milljónir króna á nútímagengi). Sjálfur hafnaði Harrison tilboði frá Sardiníukonungi, sem vildi kaupa af honum sjóúr af H4-gerð á þúsund pund. Þverastur nefndarmanna reyndist Nevil Maskelyne, stjarnfræðingur, sem hafði ótrú á staðarákvörðun á sjó með klukkum. í þess stað lagði hann til að stuðst yrði við gang tungslins. Sjóáttungur eða sjóúr? Tunglið er það miklu nær jörðu en stjörnurnar að það fer eftir því hvað- an af jörðu er horft, við hvaða hluta himins það ber. Arið 1731 kom fram hornamælir, sjóáttungurinn, en með honum var hægt að ákvarða allná- kvæmlega breidd staðar út frá horn- inu á milli tungls og tiltekinnar stjörnu. Það stóð í fyrstu í vegi fyrir notkun þessa mælis að hvorki voru til nægi- lega nákvæmar töflur um gang stjarna né tungls, auk þess sem staðarákvörðunin kallaði á t flókna og tafsama útreikninga. sá Þýskur stærðfræðingur, Tobias Mayer, reiknaði nýjar töflur út frá fræðilegum forsendum læri- föður síns, Leonhards Eulers, sem var einn mesti stærðfræö- ingur allra tíma. Töflur Mayers komu út í Göttingen 1752 og ™ næstu árin voru þær kynntar sem hjálpartæki til staðarákvörðunar á sjó með sjóáttungi. Að tillögu Lengdarnefndar veitti breska þingið árið 1765 ekkju og börnum Mayers hluta verðlaunanna, 3000 pund, auk þess sem Euler fékk 300 pund fyrir fræðilegt framlag sitt. Töflur Mayers, í endurbættri útgáfu Maskelynes, komu út á latínu og ensku í Lundún- um árið 1770. Konungur skerst í málið Sonur Johns Harrisons, William, leit- aði loks ásjár konungs árið 1772. Faðir hans var þá 79 ára. Georg kon- Meistarasmíð Harrisons, H4. ungur 111. hét því að skerast í málið. Hann ákvað að prófa sjálfur nýjasta sjóúr Harrisons, H5, og fylgdist með gangi þess í tíu vikur ásamt einka- stjarnfræðingi sínum og Harrison yngri. Úrið gekk svo rétt að ekki skeikaði nerna þriðjungi úr sekúndu á sólarhring. Árið eftir, 1773, fékk Harrison launin loks að fullu greidd fyrir milligöngu konungs. Sjóúrið sem hjálpartæki við landkönnun Landkönnuðurinn James Cook kafteinn tók við H4-úrinu sem Kendall smíðaði eftir lýsingu Harri- sons. Hann notaði það í annarri sjó- ferð sinni um suðurhöf í júlí 1772 til júlí 1775 og bar á það mikið lof. í leiðarbók hans er að finna setningar eins og „vor tryggi vinur, úrið“ og „vegvísirinn, sem aldrei bregst“. John Harrison hlýddi á níræðis- aldri á þetta hól. Hann lést 24. mars 1776. Heimildir Þessi grein er að verulegu leyti unnin eftir grein höfundar, sem birtist í Almanaki Þjóðvinafélags- ins um árið 1994. Helstu heimildir að þeirri grein eru: The Dawn of Modem Navigation. The Economist, 325/7791,26.12 1992-8.1. 1993. Forbes, Eric G.: Who Discovered Longitude at Sea? Sky and T elescope, jan. 1971. R.W.S.: A $6 Watch Beats Harrison’s Chronometer. Sky and Telescope. júní 1988. Heima er hezt 1 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.