Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Page 28

Heima er bezt - 01.03.2003, Page 28
en meira hafði ég samt gaman af að koma út af bókasafninu og labba eftir Austurstræti og sjá margbreytileikann í útliti fólks, enda er þjóðin örugglega ekki svona einslit eins og stendur í al- fræðiritinu. Rannsóknir á blóðflokk- um Islendinga sýna raunar að þjóðin er af margvíslegum uppruna. En við vorum stödd á Þingvöllum. Þar höfðu miklar vegabætur farið fram, sem og annars staðar á leið konungs. Arið 2000 voru líka lagðir vegir á Þingvöllum. Það tengdist Kristnitökuhátíðinni. Þetta voru mjög snotrir vegir út um alla móa, en lágu svo sem ekkert sérstakt að mér fannst. Áhugavert þótti mér að sjá hvílíkri tækni vegakarlar bjuggu yfir þegar þeir mokuðu þessum sömu vegum upp á vörubíla aftur og keyrðu í burtu. Þarna hófst nýr kafli í samgöngusögu þjóðarinnar. Það er ekki enn búið að moka í burtu Kóngsveginum gamla en slitróttur er hann orðinn á köflum. Að loknum kvöldverði þennan fyrsta dag, gekk konungur um meðal fólksins í tvo klukkutíma. Hann var skrafhreyfinn og lék við hvern sinn fingur. Engin þreytumerki voru á honum að sjá. Þjóðhátíð á Þingvöllum Næsta dag 2. ágúst, var haldin þjóð- hátíð á Þingvöllum. Drifhvítar tjald- borgir höfðu risið þar og byggður hafði verið konungsskáli í hallanum upp að Almannagjá ekki langt frá Öxarárfossi en í Hestagjá voru höfð hross sem þurftu að vera til taks. Ekki létu fréttamennirnir sig vanta en Guðmundur Finnbogason var full- trúi Blaðamannafélagsins. Þegar á ferðina leið reyndust fréttamennimir hvað dugmestir. Það er ótrúlegt hvað forvitnin er mikið hreyfiafl. í Valhöll var snæddur hádegisverð- ur, en kl. 1 hófst Lögbergsgangan og tóku nær 6000 manns þátt í henni. Það var regnkápuveður þennan dag og margar ræður vom fluttar og mik- ið sungið. Hannes Hafstein flutti konungsminni. Ymsir aðrir tóku til máls. Tulinius sýslumaður stjórnaði glímukeppni og sigraði Hallgrímur Benediktsson í þessari keppni en þriðji varð Jóhannes Jósefsson, sem síðar var kenndur við Hótel Borg, en hann hafði lagt sig eftir grísk róm- verskum fangbrögðum og var talinn öflugur glímumaður. Sem sigurmerki fékk Hallgrímur birkigrein og síðan var hann borinn af sviðinu í gullstóli. Björn M. Olsen prófessor fræddi fólkið um Ulfljótslög, Grágás, Járn- síðu og Jónsbók. Eins sagði hann ffá því hvernig Gissur Þovaldsson sendi, árið 1238, Hjalta biskupsson upp á þing með stóran flokk manna til að hleypa þinginu upp. Svo var það bar- daginn á Alþingi eftir Njálsbrennu og hvernig dómi var hleypt upp árið 999, er dæma skyldi í máli á hendur Hjalta Skeggjasyni, um goðgá. Það var síður í frásögur færandi að oftast fór þingið fram með hinni mestu friðsemd og spekt. Lítillega sagði prófessorinn frá því hvernig þjófar höfðu verið hengdir við Gálgaklett og konum, sem höfðu borið út börn sín eða deytt á annan hátt, drekkt í Drekkingarhyl. Þetta gerði stóra lukku. Um kvöldið var haldin hátíðar- veisla. Þar flutti Sveistrup þjóðþings- maður ræðu fyrir minni íslenska hestsins, en konungur mælti fyrir minni kvenna. Aðeins ein kona, Ragnheiður Hafstein, eiginkona ís- landsráðherra, var í veislunni, sem mönnum þótti alveg kappnóg. Kon- ungur beindi orðum sínum til hennar frekar en að tala út í buskann til allra þeirra kvenna, sem voru annars stað- ar. Dansað var á palli fram á nótt og tók konungur þátt í dansinum. Verst var að hesturinn, sem Sveistrup lofaði hvað mest í fjörugri ræðu sinni, fældist nokkrum dögum seinna fyrir vagni hans uppi á Hellis- heiði. Sveistrup hlaut nokkrar skrám- ur á enni og mikil mildi að ekki hlaust verra af. Frá Þingvöllum að Geysi Næsta dag þann 3. ágúst, var svo riðið hjá Skógarkoti, Skógarkotsveg og í Vatnsvíkina hjá Vellankötlu um Gjá- bakkastíg og Barmaskarð á Laugar- vatnsvelli. Þangað var komið um há- degisbil og beið þar stórt veitingatjald. Franz Hákansson, bakari og conditori, Austurstræti 17, hafði sentþangað 160 rúnstykki, 8 rúgbrauð og 12 ffansk- brauð. Ýmsir ferðahópar ríða um landið í dag, maulandi kramdar samlokur úr vasa sér og drekka volgt djús. Þama í veitingatjaldinu vom ekki kramdar samlokur og kræsingunum var skolað niður með kampavíni. Hákon Noregs- konungur átti affnæli þennan dag og það var hrópað húrra fýrir honum. Á eftir lágu menn rjóðir og mettir á melt- unni í grængresinu þangað til lúður- þeytarar blésu í hom sín og allir stigu á bak aftur, en Pagh veitingastjóri og hans fólk átti eftir að vaska upp. Eins og að ofan greinir var farið um Gjábakkastíg og má láta þess getið að Hallmundur Eiríksson á Gjábakka, lánaði 3 hesta í konungsreiðina í 7 daga og fékk fyrir það 84 krónur, en auk þess fékk hann 4 krónur fyrir að koma hestunum til Þingvalla. Þetta má sjá í bókhaldsgögnum vegna konungs- komunnar, sem geymd em í þremur pappaöskjum í Þjóðskjalasafhinu við Laugaveg. Áffam var haldið um Laugardal og hjá Laugardalshólum og Efstadal og austur með Hlíðum ofan við túnið á Úthlíð í Biskupstungum, neðan við Múla, upp undir Helludal og þaðan austur að Geysi í Haukadal. Brú yfir Brúará hafði verið byggð árið 1901, þar sem steinboginn hafði áður verið. Ekki ætla ég að rifja hér upp lánleysi biskupsffúarinnar sem lét bijóta þenn- an steinboga niður árið 1602, svo að soltið fólk kæmist ekki í birgða- skemmumar í Skálholti, en brytinn, sem hjálpaði henni við þetta verk, drukknaði seinna í Brúará. Ýmsir fleiri hafa dmkknað í Brúará. Árið 1958 var skoskur maður hér á ferð með hóp breskra skáta. Hann hét Stuart A. Mcintosh og reið út í ána ofan við Brúarfoss. Áin hremmdi Stu- art og dmkknaði hann. Þetta er háskafljót. Það var ekki soltið fólk sem stóð upp frá borðum á Geysi þetta kvöld. Á matseðlinum var súpa, lax í forrétt, svo nautasteik og að lokum ávaxtaábætir. Þessu var skolað niður með kampavíni. Ekki minnkaði aðdáun gestanna á skipulagi ferðarinnar við þetta. 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.