Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 29
Friðrik 8. Danakonungur ogjylgdarlið við Gullfoss sumarið 1907. Geysir-Gullfoss-Geysir Þann 4. ágúst reið hópurinn að Gull- fossi og til baka aftur. Konungsfylgd- in tyllti sér á ystu nöf og var skálað fyrir framtíð lands og þjóðar. Um kvöldið var enn ein veislan. Þar tóku margir til máls, m.a. Þorvaldur Thoroddsen. Hann ijallaði um jarð- fræði og heitu hverina og eldfjöll. Hann sagði sögu af þvi að eitt sinn hefði hraungrýti úr Heklu steinrotað mann sem stóð á hlaðinu í Skálholti. Þarna er yfir Ytri-Rangá, Þjórsá og Hvítá að fara. Þetta fannst veislu- gestum áhugavert. Þorvaldur sagði frá fleiru skemmtilegu. A eftir stóð konungur upp og kvað Þorvald vera vísindamann á heimsmælikvarða. Sá kunni lagið á því. Frá Geysi að Þjórsárbrú Daginn eftir þann 5. ágúst, var riðið um nýju brúna yfir Hvítá hjá Brúar- hlöðum og niður með Hvítá að aust- anverðu hjá Skipholti og að Álfa- skeiði. Farið var yfir Langholtsós og Stóru-Laxá á Langholtsvaði skammt frá Syðra-Langholti. Þaðan svo sem leið lá að Þjórsárbrú. Vaðið á Laxá er nokkuð breitt þarna og þéttskipuð fylkingin var lengi að ösla í vatni en það náði hestunum stundum í kvið. Þegar neðar dró sást yfir Hvítá heim að Bræðratungu, þar sem Snæ- fríður Islandssól bjó með júnkærnum Magnúsi Sigurðssyni, eins og sagt er frá í Islandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Þegar Magnús slæmdist í lekabytturnar hjá faktornum niðri á Eyrarbakka, fór hann um Hvítár- holtsferjuna þangað og heim aftur, en hjá Bræðratungu lágu þjóðgötur. Þar eru m.a. Flosatraðir. Um ráðahag hennar og Magnúsar sagði Snæfríður eitt sinn: „Frekar þann versta en þann næst besta.“ Snæfríður hafði ung fellt ástarhug til Árna Magnússonar handritasafnara, en hann vildi frekar giftast ríkri, danskri konu svo að hann gæti haldið áfram að safna handritum. Þegar sér- viskan og ástin togast á í hausnum á karlmönnum þá hefur sérviskan ætíð betur. Snæfríður hins vegar taldi sig hafa kynnst ágætum manni þar sem Árni var og fannst þess vegna góður maður eftir það, blátt áfram hlægi- legur, ekki síst vonbiðill hennar, Sig- urður dómkirkjuprestur í Skálholti. En áfram með ferðalagið. Hjá Skipholti hafði hádegisverður verið framreiddur en við Álfaskeið var Heima er bezt 125

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.