Heima er bezt - 01.03.2003, Page 37
stuðst er við dagbók eins skipverjans
um borð.
I borginni Aden á suðvesturhorni
Arabíuskagans, var átta daga við-
dvöl, þar sem búist var við farmi til
Colombo. Þegar sú von brást voru
tekin hundrað tonn af þurrkuðum
fiski til Bombay á Indlandi. Á þess-
um árum voru Bretar alls ráðandi í
Aden. Þarna var loftslag bæði heitt
og þurrt. Borgin skiptist í þrjú hverfi
og var það einkum eitt þeirra sem
sumir skipverja sóttu.
Til Bombay var komið þann 19.
október og þar varð viðdvölin til 23.
nóvember eða rúmur mánuður, með-
an beðið var eftir farmi, sem reyndar
brást. Við þetta bættist matarskortur
og peningaleysi, svo vart var einleik-
ið.
Ekki vildi viðmælandi minn fjöl-
yrða um dvölina í Bombay, þótt vert
væri, því hún var vægast sagt ömur-
leg.
„Verð að láta nægja að minna á, að
það er erfitt að dvelja félaus í einni
af fjölmennustu viðskiptaborgum
heimsins og vera með 23 manna
áhöfn í fæði um borð. Þar við bættist
að Súðin lá við legufæri lengst út á
höfn og þurftum við því að nota þann
björgunarbát skipsins, sem var vél-
knúinn, til allra okkar ferða, milli
skips og lands. Þrátt fyrir það feng-
um við nokkurt tækifæri til að skoða
okkur um í þessari sérstæðu borg.
Furðulegt fannst mér að er kvölda
tók, varð varla þverfótað fyrir sof-
andi fólki á gangstéttunum og voru
það aðallega karlmenn sem sváfu úti.
Var mér sagt að tvær milljónir
eftir og í framhaldi af
því voru landfestar
leystar í skyndi og
framundan lá dimm-
blátt Miðjarðarhafið
næstu daga.
í ísrael (Tel Aviv)
hafði Súðin nokkurra
daga viðdvöl og not-
uðu skipverjar tæki-
færið til þess að
skoða sig um í Gyð-
ingalandi hinu forna.
Fóru þeir meðal ann-
ars til Jerúsalem og
fleiri helgra staða.
Frá Tel Aviv var siglt
til Port Said við norð-
urenda Súesskurðar-
ins, þar sem skipið
þurfti að bíða í hálfa
aðra viku til þess að
komast í gegnum
skurðinn. Notuðu
skipverjar tækifærið
til skoðunarferða í
Egyptalandi, fóru
meðal annars til
Kairó og einnig að
pýramídunum. í Port
Said var biðtíminn einnig notaður til
bíó- og kaffihúsaferða.
Frá Port Said var farið suður um
Súesskurðinn þann 23. september og
var Súðin fyrsta íslenska skipið sem
sigldi um skurðinn undir íslenskum
fána. Var það 14 klukkustunda sigl-
ing til borgarinnar Súes, sunnan
skurðarins. Því næst lá leiðin suður
Rauðahafið og erum við þá komin að
upphafsorðum greinarinnar, þar sem
Nokkrir skip-
verja staddir í
Israel.
Við skoðunar-
ferð til
pýramídanna.
A úlfaldabaki í Egyptalandi.
klukkan átta að kvöldi, en þá vantaði
tvo skipverja ennþá um borð og
mættu þeir ekki fyrr en þrem stund-
um síðar og þá með nokkurri við-
höfn. Vissu skipverjar ekki fyrr en
lystikerra ók að skipshlið Súðarinnar,
hvar hvítir gæðingar gengu fyrir, þar
sem skartbúinn þjónn skenkti gestum
góðar veigar í staup sín. Brátt heyrð-
ist söngrödd mikil frá gestunum þar
sem sungið var „Þú komst í hlaðið á
hvítum hesti, þú komst með vor í
augum þér“. Þá vissu Súðverjar sam-
stundis að þarna voru komnir menn-
irnir sem beðið var _________________
Kjartan Guðmundsson og Steindór
Hjaltalín um borð í Súðinni, 1951.
Heimaerbezt 133