Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 39
um lán til heimferðar eða þrauka eitt- hað áfram enn um sinn og sjá hvort ekki rættist úr þessum málum. Þann 23. nóvember hélt Súðin brott frá Bombay og kom til Colombo á Ceylon (Shri Lanka) 30. nóvember 1951. I Ceylonblaðinu Daily News, útgefnu í Colombo 18. janúar 1952, birtist grein um Súðina ásamt mynd af skipinu. Þar segir m.a.: „Skip ætlað Rauða Kína til sölu hér. Eigandi íslensks skips, sem nú er statt hér, bíður eftir að selja skip sitt, Súðina, eftir að hafa gert árangurs- lausar tilraunir til að selja skip og farm til Rauða Kína. Framurinn er hrágúmmí frá Ceylon. ís- lenska ríkisstjórnin hefur áreiðanlega bannað eig- andanum, K. Guðmunds- syni, að selja skip og farm til kommúnista, þar sem slíkt væri brot á sáttmála Norður-Atlantshafsríkja.“ Sagt var að íslenska rík- isstjórnin hefði samþykkt að greiða áhöfninni laun og ferðakostnað heimleiðis, ef skipið yrði selt á Ceylon. Er skemmst frá því að segja að þarna í Colombo var Súðin seld þann 24. febrúar árið 1952, fyrir 22 þús- und sterlingspund, sem nánast var hálfvirði miðað við upphaflegt sölu- verð. í viðtali við Kjartan Guðmunds- son, 24. apríl 1983, sagði hann þetta sannleikann í meginatriðum: „Ég keypti Súðina af ríkissjóði ís- lands í maímánuði 1951, fyrir 444 þúsund krónur. Með kaupunum var ráðgert að selja skipið til Kína og sigla því þangað með íslenskri áhöfn, en vilyrði var fyrir flutningi megin- hluta leiðarinnar með milligöngu skipamiðlara í London. Þá var samið við skipshandlara í London, sem hafði „bunkers" fyrirtæki um allan heim og skyldi Súðin njóta fyrir- greiðslu þess er varðaði eldsneyti (kol) og vistir á siglingunni til Hong Kong.“ Kairóborg, 1951. bannið með fyrrgreindum afleiðing- um. Síðar kom í ljós að kaupendur Súðarinnar í Colombo endurseldu skipið til fyrirtækis í Hong Kong, Barkstone Shipping, að nafni. Þegar Kjartan Guðmundsson kom aftur heim til Islands í marsmánuði landi utan Evrópu, t.d. í Líberíu, en mér var í rauninni líka Sérkennilegt þótti Súðverjum að sjá infœdda burðarmenn bera kol um borð úr kolaprömmum, í tágakörfum, en skipið tók um 100 tonn af elds- neytiskolum í hvert skipti. 1952, nam allur kostnaður við ferð- ina 957 þúsund krónurn. Hugmyndina að þessum viðskipt- um fékk Kjartan við sölu á öðru skipi sínu, e/s Auðhumlu, til útlanda árið áður. „Mistökin varðandi sölu Súðarinn- ar tel ég einkum hafa verið að taka ekki mun hærri upphæð fyrir farminn til ísra- el eða sleppa honum alveg, og hins vegar að skrá ekki Súðina í Súðin í Bombay-höfn. Tveimur dögum eftir að Kjartan keypti skipið gekk hér í gildi sölu- bann á vörum til Kína og Norður- Kóreu. Við komu Súðarinnar til Ceylon var ljóst að væntanlegir kaupendur vissu af þessu banni og eins hinu, að gúmmifarmurinn, sem taka átti á Ceylon, féll einnig undir metnaðarmál að sigla Súðinni þessa löngu leið undir íslensku flaggi, fyrstri íslenskra skipa,“ sagði Kjartan við greinarhöfund að lokum. Ýmislegt var rætt um Súðarferða- lagið í íslenskum fjölmiðlum urn þetta leyti (1952), en gefum Thorolf Smith, þeim kunna fréttamanni, síð- asta orðið: „Nýlega hafa þær fregnir borist hingað til lands, að Súðin hafi verið Heima er bezt 135

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.