Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 17

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 17
Lagt af stað Hesturinn sem ég fór með í þessa ferð var enginn gæðingur en hann komst bó allra sinna ferða. Þetta var vagnhestur frá Eystra Geldinga- holti og kallaður Reddi. Frekar var hann latur en eins og sumir vagn- hestar þess tíma, var hann í ágætri þjálfun eftir heyvinnu sumarsins en þá voru enn notuð hestaverkfæri að hluta við heyvinnuna og hann mik- ið notaður fyrir rakstrarvél. Við Reddi lögðum sem sagt af stað og á Ásólfsstöðum var trússið sett á hest, en ég var í trússfélagi með Steinþóri og lagði hann til hestinn. Þangað hafði trússið verið sent um morguninn með mjólkurbílnum. Búið var upp á hestana með þeim hætti að klifberi var settur á þá. Skrínan og það sem ofan á henni var, var bundið í bagga með reipi og hengt á klakk. Nokkuð þurfti að vanda þessi verk, taka tillit til baggana, hafa þá sem jafnasta svo ekki snaraðist og einnig að aðlaga dýnuna undir klifberanum, hestinum. Mikilvægt var að allir þessir þættir væru vel af hendi leystir því í löngum ferðum var hætta á meiðslum hest- anna ef vandvirkni var ekki viðhöfð. Reiðingsdýnumar voru gjarnan úr torfi og ullarflóka, saumaðar inn í striga. Fyrsti náttstaður okkar fjórmenninganna var í Hólaskógi. Þangað komum við í rigningu og myrkri en sæmilega hlýju veðri. Nokkuð var þröngt í kofanum í Hólaskógi. Hestarnir sex, röðuðu sér þó á stallinn en við félagamir höfðum bálkinn í enda kofans fýrir okkur. Lágum við andfæting, með höfúðið að veggjum. Skrínurnar höfðum við einnig á bálkinum en þar sem þrengsli voru mest var þeim ýmist staflað fýrir miðju eða einhverjar hengdar upp í sperrurnar. Hlutskipti mitt var að liggja á brúninni við afturenda hest- anna, og kom það stundum fýrir þegar hestarnir drulluðu, að einn og einn hrossataðsköggull lenti á svefnpokanum. Leiðinlegast var það í upphafi ferðarinnar, því þá var úr- gangurinn mýkri, vegna þess að hestarnir höfðu verið á góðum haga fýrir ferðina, en fóðrið var kjamminna þegar í afréttinn kom og skíturinn því þurrari. Á meðan ég fór í eftirleitir og legið var í kofúnum, hafði ég alltaf þetta pláss fyrir mig og kunni því vel en það var einnig talað eitthvað um vanafestu. Þetta var líka þægilegur staður, því þá þurfti ekki að brölta yfir félag- ana þegar ég gaf hestunum seinnipart nætur. Það var yfir- leitt verkefni mitt. Smölun hefst Annan dag ferðarinnar var hafist handa við smölunina. Nú þurfti að hafa uppi nýtt skipulag vegna þess að fjórði maðurinn var með í för. Einn fór að sjálfsögðu með trúss- arana áleiðis inn í Gljúfurleit. Hann fór göturnar, sem liggja eftir hinum forna Sprengisands- vegi vestan Þjórsár, sem varðaður var um aldamótin 1900 -1901. Þrír smöluðu og skiptu með sér leit- um inn með Fossá, þ.e.a.s. afréttinn vestan verðan frá Háafossi inn fýrir Lambafell. Hittust menn í Öræfaklauf hinni eystri, og urðu samferða í kofa. Þessi dagur líður mér ekki úr minni frekar en margir aðrir síðar í þessari ferð. Eg var vestastur inn með Fossá og dóluðum við Reddi þessa leið næstum því á hraða snigilsins, því ekki var honum ljúft að fara mikið upp af fet- inu, blessuðum klárnum. Dró ekki til tíðinda hjá okkur íýrr en við nálguð- umst Kistu. Þar sá ég nýleg kindaför í sandflagi. Snerist ég nokkuð um svæð- ið og fann að lokum eina kind. Hún tók á rás og hljóp til suðurs. Það var ekki sú átt sem hún átti að fara, heldur lá mín leið sem næst í NA inn í Öræfa- klauf. Við Reddi höfðum betur og gátum snúið kindinni á rétta leið. En auðvitað þurfti ég að líta eftir því hvort fleira fé væri á þessum slóðum. Reksturinn gekk illa. Óþægðin í kindinni var nánast takmarkalaus. I fáum orðum sagt gekk mér reksturinn illa. Komst á eftir þessari leiðinlegu kind tvo hringi umhverfis Lambafellið og vorum við Reddi orðnir þreyttir mjög. Einnig var farið að dimma þegar hringferðunum lauk og kindin hafði sætt sig við vald mannsins og fór að rekast sæmilega. Það er ótrúlegt þrek í þessum blessuðum skepnum og svo eru sumar sauðþráar. Ég hafði orðið verulegar áhyggjur af því að erfitt yrði að finna Öræfaklaufina eða Klaufina eins og hún er daglega nefnd. Myrkrið var svart og nokkur úrkoma. Þetta tókst þó og fann ég rétta leið. Annað var líka áhyggjuefni. Hvar var Hermann? Hann hafði verið næstur mér austan við og Valli austastur. Ég átti með réttu að hitta Hermann í Kistuveri. Nú var ég kominn innst í verið og óttaðst að hann biði mín miklu framar. Þessi ótti reyndist ástæðulaus. Hermann hafði, þegar ég hvorki kom á eðlilegum tíma, né á réttan stað, farið að þoka sér áleiðis austur í Gljúfúrleit og var nú nærri Klaufinni. Þó Reddi væri orðinn þreyttur eftir þeysi- reiðina umhverfis Lambafell, lifnaði töluvert yfir honum þegar nær dró. Hann skynjaði nálægðina við hest Her- manns. Mjög var liðið á kvöldið þegar við náðum kofanum í Gljúfurleit. Valli og Steini voru orðnir áhyggjufullir en höfðu þó fengið sér að borða og sofnað lítillega. Engin girðing var þá í Gljúfurleit, sem hægt var að geyma kind- ur í. Því fór nokkur tími kvöldsins, auðvitað í svarta myrkri, í að laga grafskurð, sem við notuðum sem að- hald. Þar var þessi blessaða kind sett í og hlaðið fyrir inn- ganginn með hnausum. Þarna var um að ræða bíldótta veturgamla kind frá Hraungerði í Flóa. Valentínus Jónsson í Réttarholti, við stýr- ið á dráttarvélinni sinni. Heima er bezt 113

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.