Heima er bezt - 01.03.2003, Qupperneq 16
Gnúpverjar höfðu þá nokkrum árum áður skipt um fjár-
stofn, vegna mæðiveikiniðurskurðar, fénu fór tjölgandi
og var það því talið dreifðara um afréttinn, og svo í annan
stað, að betur yrði smalað.
Yfirleitt var farið í þessa leit með veturnóttatunglinu.
Svolítið misjafnt var náttúrlega hvenær það kviknaði, en
oftast í annarri viku október. Nú bar svo við haustið 1958
að Einar Gestsson bóndi á Hæli, átti 50 ára afmæli 15.
október. Hjá honum hafði ég verið vetrarmaður veturinn
áður og langaði til að heimsækja hann á afmælisdaginn.
Einnig
höfðu fyrirhugaðir ferðafélagar löngun til þess og því
var ákveðið að fara ekki af stað fyrr en þann 16. október.
Var því tunglkoman látin lönd og leið.
Ferðafélagarnir
Daginn eftir afmælið var því lagt af stað og voru ferðafé-
lagamir eftirtaldir:
Valentínus Jónsson þá bóndi í Skaftholti, þrautreyndur
eftirleitari, ferðagarpur hinn besti og ágætlega kunnugur.
Hafði m.a. smalað gæsum í Tjarnarveri, Oddkelsveri,
Illaveri og jafnvel austan Þjórsár í rannsóknarleiðangri,
sem líklega hefur verið með þeim fyrstu sem farnir voru
til að kanna háttsemi heiðargæsa hér á landi og voru und-
ir stjórn náttúrufræðinganna dr. Finns Guðmundssonar og
Sir Peter Scott, ásamt dr. Arnþóri Garðarssyni sem þá
mun hafa verið í námi.
Fóra þessar rannsóknir fram um 1950. Voru þetta slark-
samar aðferðir, þurfti að sundríða jökulkvíslamar og Þjórsá
en alltaf slampaðist Valli á land á hesti sínum. Þó hefur að
líkindum ekki alltaf verið auðvelt yfirferðar á þessu svæði
vegna sandbleytu og vatnavaxta. Minntist hann þessara
ferða með ánægju og taldi sig hafa verið gæfumann að
taka þátt í þessum ferðum. Bar hann virðingu fyrir tjald-
staðnum, sem þeir dvöldu á, og hann kallaði Scotts staði.
Valli fór oft nokkuð illa með sjálfan sig í eftirleitunum.
Honum var ekki gefið um að hneppa treyjur sínar eða
regnfatnað upp í háls. Af þessum sökum varð hann oft
verulega blautur á bringunni og sótti þá að honum kuldi.
Merkilegur maður sem gat leikið sér við börn svo aðdáun
vakti og svo var hann einstaklega skemmtilegur þegar hann
sagði bömum og unglingum „sínar sögur“.
Annar var Hermann Guðmundsson bóndi á Blesastöð-
um á Skeiðum. Hermann var ljúfmenni og ákaflega
traustur ferðamaður og félagi. Hann var mikill félags-
málamaður og varð síðar m.a. formaður Búnaðarsam-
bands Suðurlands.
Hinn þriðji var Steinþór Ingvarsson þá til heimilis í
Þrándarholti síðar oddviti sveitar sinnar og byggði ásamt
konu sinni Þorbjörgu Aradóttur, nýbýlið Þrándarlund, þar
sem hann bjó til dauðadags. Steinþór var hinn besti fé-
lagi, vandaður maður í hvívetna og vinsæll, litlu eldri en
ég. Við vorum því unglingarnir í hópnum og vona ég að
við höfum reynt að taka snúninga af hinum eldri. Þó kom
aldrei til neinnar togstreitu vegna aldursmunar því allir
unnu að verkefninu sem einn maður.
Kofinn á Bólstað, Sóleyjarhöfði handan Þjórsár. T.v. hús,
sem Ólafur dró á bíl innan af Oddkelsöldu árið 1975. Var
þar rannsóknarstöð fuglafrœðinga, á Bólstað notað sem
gistiskáli eftirleitarmanna.
Við snœðing í leitarmannakofanum í Bjarnalækjarbotn-
um. Frá vinstri: Sigurður Steinþórsson á Hæli, Ólafur og
Arni Isleifsson, bóndi í Þjórsárholti.
A ystu nöf. Ólafur á Nökkva við gljúfur Kerlingarár á
Hrunamannaafrétti, 2002.
112 Heima er bezt