Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Side 12

Heima er bezt - 01.03.2003, Side 12
dóttursonur minn, hann Óskar Guðjón, er afskaplega duglegur við að bjóða mér með sér hingað og þangað. í fyrrasumar fór ég til Eng- lands, þar sem hann er að vinna sem verktaki. Eitt sinn bauð hann mér til Kanarí- eyja, og ofl hef ég komið til Þýskalands, hef verið þar um jól meira að segja, oftar en einu sinni. Ég kann af- skaplega vel við mig í Þýskalandi og ég hugsa að ef ég væri ung í dag þá hefði ég lært þýsku. Mér finnst þýskan eitthvað liggja svo vel við okkur íslendingum. Mér þykir landslag og allt umhverfi í Þýskalandi líka svo afskaplega fallegt og viðkunnanlegt í alla staði. Þjóðhátíðin á Þingvöllum 1944 Sá atburður sem mér er einna minnisstæðastur þegar ég horfi tilbaka og ef litið er til þess sem gerðist með þjóð- inni, er þjóðhátíðin á Þingvöllum árið 1944, þegar lýð- veldið var stofnað. Þá var ég 19 ára gömul heima í Kálfshamarsnesi, reyndar ekki komin með kosningarétt ennþá, því þá var hann miðaður við 21 árs aldur. Nú var þessi kúgaða þjóð um aldir, loksins orðin frjáls og fullvalda og má segja að sjálfstæðisbaráttu íslendinga hafi loks lokið með fullnað- arsigri. Þá var vor á íslandi í tvennum skilningi, vor í fögru, gróandi ríki íslenskrar náttúru, og vor í íslenskri þjóðarsál. Unga fólkið í dag þekkir ekki þessa tilfinningu eða getur gert sér grein fyrir því hvernig við upplifðum þennan atburð, sem höfðum þekkt þjóðina undir yfirráð- um annarra. Þetta var stórkostlegur áfangi í mínum aug- um og efalaust í augum flestra Islendinga. Ég hreifst afskaplega með þessum atburðum, ljóðunum sem skáldin ortu, t.d. Jóhannes úr Kötlum og fleiri. Stór- skáldin kepptust við að yrkja verðlaunaljóð í tilefni hátíð- arinnar. Hlutskörpust þar varð Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, „Hulda.“ Hver á sér fegra föðurland og Aldrei framar íslands byggð, sé öðrum þjóðum háð, er upphaf og endir þess ljóðs. Og megi sá svanasögnur hljóma svo lengi sem Island rís úr sæ. Sautjánda júní 1944 var gaman að lifa og eiga sína æskudrauma með frjálsri, fullvalda þjóð. Þeim degi gleymi ég aldrei. Útvarpið Ég gat ekki hlustað á fréttir eða þætti frá athöfninni á Þingvöllum í útvarpinu því þá var ekkert útvarp hjá okk- ur. Það hafði reyndar komið útvarp í þorpið árið áður, en Þorsteinn blindi, sá sem ég hef áður nefnt, hafði fengið útvarp frá Blindravinafélaginu. Það var fyrsta útvarpið sem kom á Kálfshamars- nes. Og baðstofan hjá hon- um var stundum full af fólki sem kom til þess að hlusta á útvarpið. Það kom sér því vel að baðstofan hans var nokkuð stór. Þá stóð líka síðari heimsstyrj- öldin yfir og mikið að ger- ast í heiminum. Fólkið hafði brennandi áhuga á að fylgjast með þessu öllu saman. A sunnudögum var messa í útvarpinu og þá fórum við alltaf, ég og fóstra mín, til þess að hlusta á hana. Og ef gestir komu meðan á útvarps- messunni stóð, þá urðu þeir bara að gjöra svo vel að setj- ast hljóðlega eins og þeir væru í kirkju. Það var ekkert við þá talað fyrr en messan var búin. Og svona var þetta í nokkur ár, en svo fór náttúrlega útvörpunum að fjölga og urðu smám saman til á fleiri heimilum, svo það fækkaði á útvarpssamkomunum hjá Þorsteini. Einn galli var á gjöf Njarðar varðandi útvörpin og það voru battaríin sem þau gengu fyrir. Þau voru tvenns kon- ar, annars vegar svokölluð þurrbatterí, sem þurfti að fá alla leið sunnan frá Reykjavík, en hins vegar hleðslubatt- erí. Þau var hægt að fá hlaðin á Skagaströnd. Það gat því stundum liðið langur tími, jafnvel nokkrir mánuðir, sem Þorsteinn hafði ekki batterí, ef hann þurfti að fá það sent að sunnan. Og þá voru náttúrlega ekki neinar útvarps- samkomur á meðan. Það var ekki jafnauðvelt að verða sér út um hlutina þá og nú er. Og alltaf fannst manni það hálf leiðinlegt þegar ekkert útvarp var að hafa. Svo fljótt vandist maður nú á það. Og þannig stóð einmitt á um það leyti sem hátíðarhöldin á Þingvöllum 1944 stóðu yfir, að Þorsteinn var batteríislaus og því ekkert útvarpsefni að hafa. Maður las þess í stað um atburðina í blöðunum, t.d. ísafold og Verði, sem voru aðalblöðin um þessar mundir. Ég hafði það hlutverk að lesa þau blöð fyrir gamla mann- inn og fylgdist því vel með því sem þar var skrifað. Og sögur las ég fyrir hann einnig og hafði gaman af. Ræturnar eru fyrir norðan Mér hefúr liðið vel hér á Suðumesjum en þó finnst mér ég aldrei eiga heima héma. Mínar rætur hafa alltaf legið þar sem ég kalla „heima“, það er á Kálfshamarsnesi. Ég kem oft þangað og síðasta sumar kom ég tvisvar á þessar æsku- slóðir mínar. Þar er harla lítið að finna orðið til minningar um mannlífið sem var, nema kannski helst rústimar af bænum mínum og öðrum bæjum sem þama voru. Tjöm er eini bærinn sem byggður er á þessum slóðum í dag. En þama ætla ég að bera beinin, þegar þar að kemur, og er búin að panta legstað fyrir mig í kirkjugarðinum heima, á kirkjustaðnum Hofi, við hlið fósturforeldra minna þar. Þá \ r ii Kirkjan að Hofi á Skaga- strönd. Við leiði fósturforeldra minna í Hofskirkjugarði. 108 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.