Heima er bezt - 01.03.2003, Side 15
Þá var að fjallsafni loknu farið í efitirsafn
og smalað inn í Norðurleit að Kisu.
Þriðja leitin var síðan
Eftirleit
og var að mörgu leyti svipuð íjallsafni hvað varðar vega-
lengdir, en þó var í þriðju leitum lítið farið um háöræfin,
þar er mjög gróðurlítið og grýtt og þegar líður á haustið
er þar að jafnaði fárra kinda von, þ.e.a.s. ef fé er runnið
þaðan niður í graslendi. Reynslan hafði kennt mönnum
að eftirlegukindur söfnuðust á ákveðna staði á afréttinum
og voru þeir leitaðir með meiri nákvæmni en aðrir og
kallaðir kindastöðvar.
Þekkingin á þessum háttum sauðkindarinnar hefur síðan
gengið frá manni til manns, hinum eldri til þeirra yngri. Þó
eru auðvitað undantekningar á því sem öðrum þáttum.
Allt fram undir 1960 voru ekki girðingar í náttstöðum
til að geyma hestana um nætur, nema í Hólaskógi. í
Gljúfurleit voru hestar fluttir niður að Þjórsá og inn undir
Gljúfurleitarfoss í pláss sem kallað var Göngur. Þar voru
hestarnir heftir.
Við Dalsá var hestunum beitt í Loðnaveri, á króknum
ofan ármóta Dalsár og Þjórsár. Þó hestarnir væru heftir
þar og haglendi prýðilegt, sóttu þeir mjög í að strjúka.
Dalsárkofinn stendur við vaðið yfir ána og vöknuðu
menn oft um nætur þegar glumdu járn við steina er hestar
voru að strjúka.
í Kjálkaveri var hestum beitt rétt við kofann, sem er á
bakka árinnar Kisu. Þar þurfti einnig að hafa góðar gætur
á þeim vegna strokhættu. Sumir hestar voru furðu hrað-
gengir þó í hafti væru og hlupu á einhvers konar belju-
stökki, því framfætur þeirra urðu að hreyfast samtímis.
Sömu aðstæður voru einnig í Nauthaga og á Bólstað.
í Lönguleit og Norðurleit fóru menn gjarnan með tvo
hesta og var þá annar hafður undir trússi. Dalsárreiðar-
menn voru tveir um trússarann.
Eftir strokutilraunir voru hestar oft bundnir á streng.
Eftir að menn fóru að nota dráttarvélar og þær urðu öfl-
ugri, var farið að flytja girðingarefni svo langt sem fært
var á traktorunum og síðan var bundið í bagga og flutt á
reiðingum það sem eftir var leiðarinnar.
1961 var girðingarefni flutt inn í Gljúfurleit en ekki var
sett upp girðing í Nauthaga fyrr en 1963.
Nú eru náttstaðir aðrir en á þessum tíma og vegna þess
eru breytingar orðnar nokkrar á smalamennskunni, en um
það verður ekki fjallað hér.
Tildrög þátttöku minnar
Tilldrög þess að ég fór í eftirleitina 1958 voru þau, að ég
hafði um sumarið verið vinnumaður hjá þeim heiðurs-
hjónum Margréti Eiríksdóttur og Jóni Ólafssyni bændum
í Eystra Geldingaholti. Eg hafði fyrst farið á afréttinn til
að smala, haustið 1956. Þá fór ég að Dalsá. Heillaðist ég
af víðáttunni og trúlega hefúr ágætt veður þá daga sem
við vorum á fjalli, kveikt í mér þrá til frekari athafna á
þessu sviði.
Trússið á bálkinum í Gljúfurleitarkofanum, árið 1975.
Fjallsafnið rekið yfir Dalsá, 1980.
Vorið eftir komst ég aðeins lengra inn á afréttinn, því
þá var ég í hópi ijögurra Gnúpverja sem ráku geldféð úr
sveitinni inn í Norðurleit, reyndar inn í Kjálkaver. Mig
langaði til, eins og sjálfsagt margt yngra fólk, að kynnast
afréttinum betur og neytti því allra bragða til að komast
þangað og sem lengst frá byggð. Haustið 1957 fór ég í
eftirsafn og smalaði þá inn að Kisu. Vorið 1958 eftir rak
ég svo í annað sinn geldféð úr Gnúpverjahreppi á sömu
slóðir og árið áður, ásamt þremur unglingum úr sveitinni.
Enginn þeirra hafði komið í afréttinn áður. Var mér falin
forysta hópsins, því ég var elstur og hafði farið áður.
Auðvitað þótti mér upphefð að því embætti. Það reyndi
nú svo sem ekki á neina forystuhæfileika, því hópurinn
var samstilltur og tókst verkefnið ágætlega, þó geldféð
væri fast að 2000 talsins.
Um haustið sóttist ég eftir að komast í eftirleitina og
fyrir tilstilli Ólafs, föður Jóns húsbónda míns, tókst það.
Hann pantaði eftirleit sem fjallskil.
Fram að þessu höfðu þrír menn farið í þessa leit en nú
ákveðið að fjölga um einn, samkvæmt ákvörðun sveitar-
stjórnarinnar. Ástæða þess mun einkum hafa verið sú, að
Heima er bezt 111