Heima er bezt - 01.03.2003, Side 34
þau hús stóöu lítið eitt nær fjallinu. Skriöan stöðvaöist aö
mestu viö aö rekast á húsin en sunnan þeirra fór hún tölu-
vert lengra og þar voru miklar dræsur úr túngirðingunni,
sem að sjálfsögöu brotnaði öll niður.
Öllum, sem þekkja til á Ánastöðum, fannst meö ólík-
indum hve þetta flóð féll langt niöur og eyöileggingar-
máttur þess var mikill. Engum hefði komið til hugar að
þetta gæti gerst. Ekki síst vegna þess aö engar sagnir eru
um slíkt áöur og þessi miklu öskulög í nágrenni bæjarins
sem benda til þess að bærinn hafi verið byggöur upp aft-
ur og aftur á sama staö. Ef svona mikið flóö heföi áður
falliö á bæinn heföi hann árciðanlcga verið færöur úr
staö.
Niöurundan Ánastaðabænum er dálítill hvammur í
sjávarbakkana. Noröantil í hvamminum er bakkinn mjög
brattur en þó vaxinn grasi upp á brún. Mikill snjóhcngja
myndast oft efst í hvamminum þegar snjóar i norðaustan-
átt. Þegar mikill snjór hefur safnast í bakkabrúnina
springur hengjan stundum fram og verður þá dálítið snjó-
flóð, sem oft fer fram í sjó.
Fyrrihluta vetrarins 1948 til 1949, var farskólinn í
hreppnum á Ánastöðum. Snemma í desember gerði svo
norðan hríðarveður, sem mun hafa staðið í nokkra daga
og setti þá niður töluverðan snjó. Eftir hádegi einn daginn
birti svo snögglega upp og var þá krökkunum orðið mál á
að komast út. Fóru þau að leika sér í snjónum sunnan við
bæinn. Eftir nokkra stund leit svo einhver út og sá þá að
krakkarnir voru horfnir. Datt mér þá í hug að þau hefðu
farið niður að sjónum. Ég dreif mig þá í yfirhöfn og snar-
aðist út. Sá ég þá að krakkamir komu neðan af bökkun-
um og flýttu sér mikið. Flaug mér þá í hug að eitthvað
hefði komið fyrir og greip með mér skóflu sem var í bæj-
ardyrunum. Ég mætti svo krökkunum og sögðu þau að
strákarnir hefðu farið að renna sér fram af hengjunni í
hvamminum og hefði þá allur snjórinn sprungið fram og
tveir lent í skriðunni. Þau sáu á höfuð og herðar á Gunn-
laugi, en svo hét annar drengurinn, og tókst að ná honum
upp en Steinar sáu þau hvergi. Ég flýtti mér svo niður eft-
ir og fór að pjakka niður í snjóinn en það bar ekki árang-
ur. Pabbi kom svo rétt strax og leist honum ekki á blik-
una.
Mikill snjór hafði lent fram í sjóinn svo hann var þykk-
ur af krapi sem hafaldan hrærði stöðugt í. Okkur var strax
ljóst að hefði drengurinn lent þar voru lífslíkur hans
næstum engar. Við vorum enn dálitla stund að reyna að
kanna skriðuna með skóflunum en sáum brátt að þær
voru ekki hentug leitartæki. Ég hljóp þá út í Skipavík
sem er um 100 metrum norðar. Þar var bátur í nausti og í
honunt svo sem þriggja metra löng tréspíra. Ég flýtti mér
nú sem mest ég mátti aftur á slysstaðinn. Þar var pabbi að
moka út frá þeim stað sem Gunnlaugur hafði verið í
skriðunni. Þar fór ég að leita með stönginni og hafði ég
ekki stungið henni oft niður þegar ég fann eitthvað hart
veröa fyrir. Hafði ég rekið stöngina í stígvél sem hann
hafði á fótunum. Við flýttum okkur nú að grafa sem mest
við máttum og þarna var drengurinn í fönninni og stóð
næstum á höfði. Var hann tvo eða þrjá metra frá brúninni
þar sem sjórinn var stöðugt aö brjóta framan úr skriðunni.
Við fundum fljótt að drengurinn var lifandi en ákaflega
dasaður og máttfarinn. Og eftir að við höfðum hrist hann
dálítið til fór hann að anda nokkuð eðlilega. Svo bárum
viö hann upp á bakkana sem var nokkuð erfitt í þessum
mikla snjó og leiddum hann svo á milli okkar heim. Hann
var svo háttaður ofan í rúm og hresstist furöu fljótt og
daginn eftir virtist hann hafa náð sér að mestu. Þetta fór
allt vel að lokum þó ekki liti vel út á tímabili.
Þetta atvik hefur orðið mér mjög minnisstætt, enda eina
skiptið á lífsleiðinni sem mér hefur auðnast að bjarga
manni frá bráöum lífsháska.
Þess skal líka getið að drengurinn, sem við feðgarnir
björguðum úr flóðinu, var bróðir minn, Ingileifur Steinar.
$3®
130 Heima er bezt