Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 26
Gamlar
götur
H. Bjarnason:
Konungskoman
árið 1907
Inngangur
Ibyrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8.
og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að
Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúar-
hlöð. Síðan niður Hreppa hjá Alfaskeiði, yjir Stóru-Laxá og að Þjórsárbrú.
Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbœli í Ölfusi, upp Kambana, yjir Hellisheiði á
Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlœtinga-
fólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum
kampavínsflöskum.
Víst er um það að ríkisþingmenn fengu jyrir brottför silfurslegna svipu að
gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi
verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en
ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Arni
Gíslason grafið á hana „Island 1907. “
Áhugavert er að skoða Ijósmyndir teknar þessa sumardaga, pípuhattar í öll-
um áttum og harðkúluhattar, barðastórir kvenhattar, upphlutur og skotthúfur,
skautbúningur og möttull. I bakgrunninum voru derhúfur en á húfum lúður-
þeytara voru sérstakir borðar. Allir báru höfuðföt, sem er hyggilegt, enda fer
að sögn veðursérfrœðinga, 75% af hitatapi líkamans um höfuðið.
Svo voru það skínandi einkennisbúningarnir. Myndir frá þessum tíma eru
allar í svart/hvítu og þess vegna heldur maður kannski að í gamla daga haji
allt verið svo leiðinlegt. Svo var þó ekki ef marka má allar sögurnar og eitt er
víst að þarna var ekki litlaus hópur á ferð, öðru nær.
Tildur segjum við í dag á stíllausri öld, en gleymum því ekki að á bak við
stífa framkomu þessa fólks leyndist oft hörku dugnaður. Það er meira en aö
segja það að fara í 7 daga hestaferð á íslandi, að viðbættum iþyngjandi ræðu-
höldum, ofáti og skjalli hvers konar, sem sterk bein þarf til að þola. Auk þess
var mikil pólitísk spenna í loftinu vegna sjálfstœðisbaráttu þjóðarinnar.
Frá Reykjavík á Þingvöll
Ferðin hófst 1. ágúst og var lagt af
stað frá Latínuskólanum í Reykjavík.
Konungur reið gráum hesti og var í
búningi sjóliðsforingja, með derhúfu
að hætti aðmíráls og í uppháum leð-
urstígvélum. Hannes Hafstein Is-
landsráðherra var á léttvígum, rauð-
skjóttum gæðingi, Glæsi að nafni,
kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í
ferðinni reið hann brúnum hesti en
konungur hélt sig við gráa litinn
enda hafði honum verið ætlaðir íjórir
í þeim lit í ferðina. Þegar til kom lík-
aði honum aðeins við tvo þeirra. Mér
skilst að Eggert Benediktsson bóndi í
Laugardælum, stórbýli rétt fyrir aust-
an Selfoss, hafi skaffað þessa gráu
hesta.
Haraldur prins var í húsarabúningi.
Þarna voru líka Axel Tulinius sýslu-
maður Suður-Múlasýslu, aðalskipu-
leggjari ferðarinnar, Rendtorff yfir-
Friðrik 8. Danakonungur.
hestasveinn konungs í rauðum bún-
ingi, J.C. Christensen forsætisráð-
herra og Rosenstand leyndaretatsráð,
svo að einhverjir séu nefndir. Leið-
sögumenn voru m.a. þeir Guðmund-
ur Björnsson landlæknir og Jón
Magnússon skrifstofustjóri, síðar
forsætisráðherra. Jón var hæglætis-
maður og frekar orðfár, en hvar sem
hann sýndi sig fóru hjólin að snúast.
Þannig var það einnig við undirbún-
ing þessarar ferðar.
Það þurfti töluverða skipulags-
hæfileika til að henda reiður á öllu
því hafurstaski sem fylgdi þessu liði,
kerrur með tjöld og matfdng og
trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar,
122 Heima er bezt