Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 22
kvæðamá 117. þáttur Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Góðir lesendur. Mánuðurinn mars dregur nafn af rómverska aðalguðin- um Mars, sem var stríðsguð jafnframt, og skipaði þar sama rúm sem gríski guðinn Ares. Með marsmánuði hófst árið hjá Rómverjum. Febrúar var tólfti mánuðurinn hjá þeim, en desember sá tíundi. Frumtalan decem þýðir tíu á latínu, novem níu, octo átta og septem sjö. Svo ein- falt er þetta. A hverju ári eldumst við um ár, og enginn fær gert við því. Fiagyrðingar hafa stundum ort um æviárin. Hér á eft- ir koma nokkrar stökur, sem lúta að aldri manna. Sveinn Hannesson frá Elivogum orti þegar hann varð 36 ára: Stanslaust kastar straumurinn steinum fram í ósinn. Þrítugasta og sjötta sinn, sé ég jólaljósin. Og eitthvað hefur skáldinu fundist árin hafa skilið lítið eftir sig, og gætu víst fleiri tekið undir það, almennt talað: Harðan róður hef ég þreytt, hlotið fátt að láni. Mínum góðu árum eytt eins og fjandans bjáni. Jón S. Bergmann yrkir sem ungur maður á þessa leið: Urðu meir til ama en jjár ævikjörin mögur, þessi liðnu þrautaár 34. Yfir lífsins eyðikjöl, utar réttum línum, gekk ég margan grýttan spöl gagnstœtt vilja mínum. Grœdd eru öll mín gömlu sár, gleð ég mig við friðinn. Fjörutíu og átta ár eru gleymd og liðin. Þegar Jóhannes Sturlaugsson í Laxárnesi í Kjós fann ellina þrengja að sér, kvað hann: Margur hnellinn mæðast kann, mótgangs brellur dylur. Kemur ellin yfir mann eins og fellibylur. Andrés Eyjólfsson, bóndi og alþm. í Síðumúla, orti um sjálfan sig á útmánuðum 1980: Ævi mín er orðin þríþœtt: æska, starf og kör. A fjórða ári yfir nírætt uni ég við mín kjör. Andrés varð næatum hundrað ára, f. 1886. Hann sat á Alþingi 1951-56. Kona hans var Ingibjörg, systir Sigurð- ar skólameistara á Akureyri. Heitið var verðlaunum fyrir fyrripart vísu. Undirritaður kvað þá á þessa leið: Fjölga árin frœknum hal, flogin hjá þau bestu. Geti bára brotið hval, búast má við flestu. Eitt sinn var ort um mann nokkurn, er bjó á Sauðár- króki: Þuldi af bókum þrítugur, þótti hrókur fertugur. Flutti á Krókinn fimmtugur, fram hjá tók þar sextugur! Fyrir hefúr komð, að ég hafi sent mönnum kveðju í vísu- formi á merkisdögum ævi þeirra. Til Áma Sæmundssonar í Bala í Þykkvabæ á sjötugsafmæli, sendi ég heillaskeyti: Sjötíu ára sagður ertu; sjást þess reyndar merki fá. Enn með þreki alls óskertu yrkir jörð og mundar Ijá. 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.