Heima er bezt - 01.03.2003, Side 30
boðið upp á mjólk, öl, sódavatn og
kampavín. Þama voru söngvarar,
hljóðfæraleikarar, tónskáld, steikarar
og þjónar, íslenskir þingmenn,
danskir þingmenn, þýsk kerling, frú
Rosa Bruhn, að skrifa fréttir, kóngur
og Haraldur prins í húsarabúningi og
Hannes Hafstein á hátindi síns ferils.
I hópi þingmanna voru margir úr
bændastétt. Þeir söknuðu þess að sjá
hvergi rakstrarvélar og herfi eða
plóga á leið sinni, fannst hrífan
óþarflega seinvirk. Bændur í Hrepp-
unum og þeirra fólk var úti á túni
þegar hersingin fór hjá og konungur
ræddi við fullorðna fólkið og börnin
líka, blessaða sakleysingjana.
A fylgiskjali í Þjóðskjalasafninu
sést að Ágúst Helgason í Birtingar-
holti lét senda 60 lítra af nýmjólk að
Álfaskeiði. Hann seldi hvern lítra á
18 aura. Heimboðsnefnd Alþingis
gerði hann einnig reikning fyrir
tveimur glösum, sem höfðu brotnað,
samtals 70 aurar.
Vagnar og ýmislegt dót varð eftir á
Álfaskeiði. Þetta dót tók Ágúst til
handargagns heim í Birtingarholt.
Hann langaði mikið í einn vagninn
og í því efni bar hann sig upp við
séra Þórhall Bjarnarson, hvort ekki
væri hægt að hafa uppboð á þessu
dóti um það leyti sem búnaðarþingi
lyki, en Þórhallur var formaður Bún-
aðarfélags Islands. Ekki veit ég hvort
Ágúst eignaðist þennan vagn.
En þetta dót á Álfaskeiði var ekki
eini lausi endinn að lokinni þessari
hestaferð. H. (Halldór) Einarsson á
Kárastöðum í Þingvallasveit sendir
eftirfarandi reikning til Heimboðs-
nefndarinnar.
Lán á hesti í 7 daga
kr. 21.
Fyrir 2 hnakka og 4 beisli í 7 daga
kr. 7.
Fyrir beisli er tapaðist
kr. 10.
Fyrir að gera ferð til Reykjavíkur
að sœkja hnakkana og beislin og
leita að hestinum sem var týndur,
3 dagar á 9 krónur, samtals
kr. 27.
En við vomm stödd hjá Lang-
holtsvaði. Þaðan reið konungsfylgdin
á Þjórsárbakkana og eftir þeim endi-
löngum. Ekki var riðið á seinagangi
og inn á milli með slætti. í gamla
daga riðu menn mikið á einhvers kon-
ar skeiðjagi eða kerlingargangi, sem
kallaður, var eða valhoppi. Töltið,
eins og við þekkjum það í dag, kom
ekki inn í íslenska hestamennsku fyrr
en seinna. Þó brugðu menn fyrir sig
hýruspori ef mjúkt var undir fæti og
einn og einn kappkostaði að halda
hesti sínum til, t.d. Daníel Daníelsson
í Stjómarráðinu og Ólafur Magnús-
son ljósmyndari. Ágætar ljósmyndir
em til af þessum mönnum og hestum
þeirra.
Hjá Þjórsárbrú tók Sigurður Eggerz
á móti fólkinu en hann hafði verið
settur sýslumaður í Rangárvallasýslu
frá 1. maí 1907 og tók við af Einari
Benediktssyni. Mikill mannfjöldi var
þama samankominn, sem heilsaði
hestafólkinu með dynjandi fagnaðar-
látum. Undirbúin hafði verið vegleg
búfjársýning sem hefjast átti daginn
eftir.
Skrá frá Landssímanum yfir útsend
símskeyti frá Þjórsárbrú þann 5. ágúst
sýnir, að umheimurinn hafði mikinn
áhuga á því sem þar var að gerast.
Þessir aðilar sendu skeyti þaðan:
Dannebro, Ritzau, National tidende,
Politiken og Berlinske tidende. Þessa
skrá er að finna í einni af öskjunum
þremur í Þjóðskjalasafninu.
Á búfjársýningunni næsta dag voru
sýndar kýr, kindur og hestar. Margir
Danir söknuðu svína og alifúgla, svo
sem anda og gæsa. Þess má geta að
árið 1900 voru 50.000 hross í landinu
og voru 3095 hestar fluttir út það ár.
Álitið var að þrefalda mætti þessa
tölu, þ.e. koma hestunum upp í
150.000 og töldu ýmsir að útflutning-
ur hrossa gæti orðið hrossarækt í
landinu lyftistöng. Verst er að íslend-
ingar hafa aldrei getað selt nokkum
skapaðan hlut annað en fisk, en fiskur
selur sig sjálfúr. í þessu efni gætum
við lært mikið af Dönum, framleiða
minna og selja dýrara.
Líflegar samræður fóru fram um
smjörframleiðslu og bar öllum saman
um að íslenska smjörið væri einkar
aðlaðandi.
Frá Þjórsárbrú að Arnar-
bæli i Olfusi
Að loknum hádegisverði var haldið
yfir hengibrúna á Þjórsá. Konungur og
Hannes Hafstein riðu í fararbroddi og
fór hersingin eftir eggsléttum þjóðveg-
inum í vestur. Stansað var við Ölfusár-
brú en þar hjá var gamli sveitabærinn
Selfoss. Nielsen faktor á Eyrarbakka
stóð fyrir móttökum en hann var róm-
aður um land allt fyrir gestrisni. Kon-
ungur þakkaði viðurgjöminginn og
óskaði Eyrarbakka velfamaðar.
í bókhaldsgögnum kemur fram á
fylgiskjali 139, að séra Þórhallur
Bjamarson hefur fengið 20 flöskur af
öli í Tryggvaskála á 35 aura stk. með
gleri, samtals kr. 7. Svo er að sjá að
hann hafi fengið þessar 20 flöskur
sendar í Hraungerði. Á fylgiskjali 143
sést að séra Þórhallur hefúr ásamt 7
ríkisdagsmönnum, 10 ökusveinum og
tveimur öðrum, gist hjá séra Ólafi Sæ-
mundssyni í Hraungerði, aðfaranótt 6.
ágúst.
Séra Ólafúr fékkst ekki með nokkm
móti til að setja upp ákveðið verð fyrir
gistinguna, en lét séra Þórhall um að
ákveða endurgjaldið sjálfúr. Honum
fannst hæfileg þóknun fyrir þetta vera
50 krónur, en inni í þessu var mjólk,
kaffi og dálítið skyr, eins vöktun á 30
hestum. Varla getur talist að séra Þór-
hallur hafi ástundað glannalegt líferni
úr því að ölflöskumar ffá
Tryggvaskála vom ekki nema 20
handa 7 ríkisdagsmönnum, 10 öku-
sveinum og tveimur öðmm.
Frá Ölfúsárbrú var haldið hjá Ing-
ólfsfjalli að Kögunarhóli, en þar var
áð. Síðan var riðið að Amarbæli. Þar
beið gestanna reisuleg tjaldborg en
kóngur og Haraldur prins gistu inni á
prestssetrinu. Prestur í Amarbæli var
séra Ólafur Magnússon. Hann þótti
ágætur söngmaður og tónaði manna
best.
Dönunum fannst mikið til um mýr-
amar þama allt í kring og töldu að
með framræslu mætti rækta upp mikið
land í Ölfusinu. Þarna heita Forir og
heyjaöi séra Kjartan Kjartansson þar
seinna. Hann notaði hesta við hey-
skapinn en undir þá setti hann þrúgur
svo aó hestarnir sykkju ekki á bólakaf.
Öldum saman bölvaði þjóðin mýr-
126 Heima er bezt