Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 31
unum. Þær voru mikill farartálmi og
menn urðu blautir í fætuma á að ösla i
þeim. Svo vom mýrarnar þurrkaðar
upp en það spillti fuglalífi. Nú eru
menn til sveita ekki lengur blautir í
fætuma en þeir sakna fuglatístsins. Til
þess að kalla ffam fuglatístið verður
aftur að búa til mýrar, en þá verða
menn blautir í fætuma þegar þeir fara
að sækja hestana sína út í haga. Lífið
er ekki auðvelt.
Frá Arnarbæli til Reykja-
víkur
Síðasta daginn 7. ágúst, var farið upp
Kamba en þeir hafa verið taldir vega-
minjasafh þjóðarinnar, enda þar götur
og troðningar ffá fyrstu dögum íslands-
byggðar. Þaðan var riðið um Hellis-
heiði hjá Hveradölum, Kolviðarhóli, í
Lækjarbotna, hjá Geithálsi, Rauðavatni
og fyrir norðan Árbæ. Aftur var komið
til Reykjavíkur.
Upp Kambana riðu þeir samsíða á
fetgangi Hannes Hafstein og Friðrik 8.
Hannes reið brúnum hesti en konungur
var áffam á gráum hesti. Hann innti
Hannes eftir því hvemig hann teldi
fólkinu hafi líkað ræðumar hans. Þessa
sömu spumingu hafði hann lagt fyrir
séra Matthías Jochumsson er hann hitti
hinn aldna prest í Almannagjá fyrr í
ferðinni. Honum virtist mjög umhugað
um að sér væri vel tekið. Hann var mun
ffjálslyndari en Kristján 9. faðir hans
og menntaður maður í besta skilningi
þess orðs, bæði bókhneigður og mann-
blendinn, í senn hlédrægur og opinskár.
Snætt var í stóm tjaldi á Kolviðarhóli
og hélt konungur þar þakkarræðu.
Sterkt útiloftið og samneytið við ís-
lenska hesta hafði gert hann ögn óvar-
káran og léttan í höfðinu. I ræðu sinni
sagði hann m.a.:
„Látum oss verða samferða og trúa
og treysta hveijir öðmm. Látum þessa
ferð tengja fast band milli íslensku og
dönsku þjóðarinnar og mín, sem ekki
hef annað markmið en sannleik og rétt-
læti, báðum ríkjum mínum til handa.“
Þetta orðalag „báðum ríkjum,“ fór
mjög fyrir bijóstið á Christensen for-
sætisráðherra. Það var of mikill sjálf-
stæðiskeimur yfir þessu.
Er konungur hafði lokið máli sínu
mælti Rambusch undirofursti fyrir
minni ffamreiðslustúlkna, m.a. þeirra
sem höfðu vaskað upp á Laugarvatns-
völlum og gengið um beina. Hann
ræddi um þolgæðisbros þessara eril-
sömu matvæladreifara. Sem hermaður
vissi hann að án kokksins vinnst ekkert
stríð og lítið fer fyrir matnum ef enginn
nennir að bera hann á borð. Og ekki
brást Franz Hákansson, bakari og
conditori. Á Kolviðarhól hafði hann
látið senda 175 rúnstykki, 8 rúgbrauð
og 12 ffanskbrauð. Hann átti hrós skil-
ið.
Hraðboðar komu á móti konungs-
fylgdinni upp að Lækjarbotnum en
þeystu síðan til baka að segja ffá komu
konungs svo að fólkið í Reykjavík gæti
verið til taks að hrópa húrra. Þessa
hraðboðun hafði Gísli J. Ólafsson tekið
að sér sem verktaki fyrir kr. 400. Á
sundurliðuðum reikningi ffá honum
stendur:
„Til móttökunefhdarinnar. Fyrir að
senda hraðboð milli Reykjavíkur og
Þingvalla, Reykjavíkur og Geysis,
Reykjavíkur og Þjórsárbrúar og
Reykjavíkur og Selfoss bera mér sam-
kvæmt samningi, kr. 400.-“
Niðurlag
Hestaferð þessi var í alla staði talin
hafa heppnast með ágœtum og bar öll-
um saman um að Friðrik 8. vœri
vœnsti maður á margan hátt. Rómverj-
ar til forna höfðu þann sið þegar sig-
ursæll heiforingi hélt inn í Rómaborg,
að hafður var hjá honum þræll í
stríðsvagninum. A meðan lýðurinn
hyllti herforingjann var það hlutverk
þrœlsins að endurtaka ísífellu: „Þíi ert
bara maður, þú ert bara maður. “
Hvern skyldi Friðrik 8. hafa haft við
hlið sér í Isalandsfor sinni? Hann var
svo alþýðlegur að enginn sem kynntist
honum, efaðist um að ef hann hefði
verið beðinn um það hefði hann brett
upp skyrtuermarnar og undið sér í
uppvaskið. En hann var ekki beðinn
um það. Hann var beðinn um að sitja í
hásætinu. Það hásœti sem honum var
ætlað hér á landi var í fornum stíl og
smíðaó af Stefáni Eiríkssyni. Það kost-
aði kr. 600,- A sama tíma járnaði Jón
Sigurðsson hest fyrir Axel Tulinius
sýslumann og tók fyrir það kr. 1.75
með skeifum. Efjárnað var á gamalt
kostaði það 25 aura á löpp. Þarna er
dœmi fyrir Hagstofu íslands að um-
reikna til verðlagsins í dag.
Afþví að verið er að tala um verðlag
má geta þess að Jónatan Guðmunds-
son fékk greiddar kr. 4 fyrir að spila á
harmoniku á Þingvöllum. Vinna við að
gera akfœran vegfrá Skipholti að Brú-
arhlöðum, 51 dagsverk, kostaði kr.
204.- En bríi á Langholtsós kr. 35,-
Þetta sést á reikningi frá Agústi Helga-
syni í Birtingarholti. I bréfi, sem hann
létfylgja með, kvað Agúst vaðið á ósn-
um hafa spillst mjög. Upphœð þessi kr.
35.- var hins vegar dregin frá reikn-
ingnum til heimboðsnefndarinnar, þar
sem bríiargerð á Langholtsós var talin
utan við umsamda vegaframkvœmd.
Friðrik 8. var eins og milli steins og
sleggju. Evrópa var að breyta um
ásjónu og nýir tímar fóru í hönd. Að-
eins 7 árum síðar braust fyrri heims-
styrjöldin út og álfan logaði öll. Þá var
Friðrik 8. látinn en í skotgröfunum við
Somne eóa Verdun, var ekki boðið upp
á lax í forrétt og nautakjöt í aðalrétt og
ávaxtaábæti á eftir.
Hannes Hafstein var líka milli steins
og sleggju. Hann vildi sjálfstœði að því
marki að eftir sem áður væri hœgt að
slá Dani um peninga fyrir verklegum
framkvœmdum. Draumur hans var að
hejja stórfelda ræktun í frjósömustu
héruðum sunnanlands, m.a. í Flóanum
og austur á Skeiðum. Svo langaði hann
að leggja járnbraut um Þrengslin aust-
urfyrirfjall.
Það er seinlegt aö hossast á hest-
baki, en það var glaður hópur sem
skilaði sér aftur til Reykjavíkur eftir
þessa hestaferð um Kóngsveginn í
byrjun ágúst, árið 1907.
Það er ekki fyrir leikmann að fara
nánar út í þann stjórnmálalega undir-
tón, sem bjó að baki þessarar heim-
sóknar Danakonungs, en svona var
hestaferðin. Friðrik 8. var þá 64 ára
gamall. Það er svo sem ekki hár aldur
miðað við að öldruð kona í Neðri-Fáki
við Bústaðaveg byrjaði í hestamennsku
76 ára gömul. Hún er nú komin vel yfir
áttrætt og búin að taka mestu kitlurnar
úr vindótta klámum, sem hún keypti
sér. Eitthvað er ég þarna kominn út
fyrir efnið og því best að hœtta.
Heima er bezt 127