Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.03.2003, Blaðsíða 36
að um sig neðan þilja eða hvar ann- ars staðar, þar sem nokkur svali finnst, jafnvel vélarlausi björgunar- báturinn hafði verið íylltur af sjó, til kælingar á mannskapnum. En víkjum að upphafi ferðarinnar. Árið 1951 keypti Kjartan Guð- mundsson í Reykjavík, strandferða- skipið Súðina af ríkissjóði og hugðist selja skipið til Hong Kong í Kína og sigla því þangað með íslenskri áhöfn. Þetta 55 ára gamla skip reyndist í alla staði vel á hinni löngu siglinga- leið frá Reykjavík til Colombo á Ceylon (Shri Lanka), en þar varð Kjartan að selja skipið, vegna aðildar íslands að Atlanthafsbandalaginu, er bannaði að selja íslenskt skip til Kína, m.a. vegna Kóreustríðsins, sem þá geysaði. Þrátt fyrir það var siglingaleið skipsins orðin um 8500 sjómílur, í höndum hinna íslensku sjómanna. Súðin lagði af stað frá Reykjavík í hina löngu ferð, 2. ágúst 1951, með farm af sjávarafurðum til Aberdeen í Skotlandi og Rotterdam í Hollandi. Á skipinu voru 18 íslendingar, þar af tveir farþegar, þeir Kjartan Guð- mundsson, eigandi skipsins og Stein- dór Hjaltalín. Skipstjóri var Magnús Einarsson. Það var strax föstudaginn 3. ágúst, sem loftskeytamanni Súðarinnar barst svohljóðandi skeyti frá At- vinnumálaráðuneytinu í Reykjavík: „í framhaldi af bréfi ráðuneytisins 1. ágúst, ábendum söluleyfi Súðinni að sjálfsögðu takmarkað af sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna, sem Is- land er aðili að, um útflutningsbann á ýmsum vörum, þar á meðal skipum til Kína og Norður-Kóreu. Stop. Staðfestið móttöku þessa símskeytis og símið nafn og heimili væntanlegs kaupanda.“ Kjartan sendi strax svohljóðandi svarskeyti til Atvinnumálaráðuneyt- isins: „Staðfesti skeytið. Stop. Mun láta vita nafn og heimilisfang væntanlegs kaupanda frá London.“ €t\tlon COLOMBO EDITION LARGEST CIROJLATION LN CEVLOiV í þessari litlu blaðagrein er stuðst við frásagnir skipverja og blaðaúr- klippur frá þessum tíma, sem safnað var saman árið 1983. Af þessum hópi voru tvær þernur og önnur þeirra, Soffia Kristín Sigurjónsdóttir, við- mælandi greinarhöfundar, komst svo að orði: „Stykkjavaran, sem Súðin flutti frá Hollandi til Israel, var talin hafa ver- ið vopn og þess vegna hafi skipið komist á svartan lista hjá Arabaþjóð- unum. Að minnsta kosti fékkst lítill sem enginn flutningur eftir það og skipið varð fyrir ýmsum töfum í höfnum Port Said, Súes, Aden, Bombay og Colombo, þar sem það átti eftir að hafa viðkomu. Það var eins og eftir brottförina frá Israel hafi óheppnin elt skipið og hafi ég nokkru sinni liðið skort á ævinni þá var það í Bombay og Colombo, veturinn 1951-52, og svo var einnig um fleiri skipveija.“ SHIP MEANTFOR RED CIIINA ON SALE HERE Símskeytið örlagaríka, sem Kjartani barst frá Atvinnumálaráðuneytinu, á öðrum degi ferðarinnar. Blaðagrein um Súðina birtist í Ceylonblaðinu Daily News í Colombo, 18. janúar 1952. / rfft: Zt • afct a v,láÍ * - Súðin siglir um Súesskurð, 23. sept- ember 1951, fyrst íslenskra skipa. Súðin losaði sjávarafurðirnar frá íslandi í Aberdeen og Rotterdam, eins og ráð hafði verið fyrir gert. Frá Rotterdam var siglt með farm stykkjavöru til Israels, að kvöldi 18. ágúst. Viðkoma var höfð í Plymouth í Englandi vegna eldsneytistöku (kola) og siglt þaðan 21. ágúst áleiðis til ísraels með viðkomu í frönsku hafnarborginni Bone í N-Afríku, en þar þurfti Súðin annan kolaskammt á leiðinni til ísrael. Ástæðurnar sagði Soffia einkum hafa verið þijár. Afskipti stjórnvalda af sölu skipsins til Hong Kong, og flutningi á gúmmífarmi frá Colombó þangað, m.a. af völdum Kóreustríðs- ins. í öðru lagi var það farmurinn sem fluttur var frá Hollandi til ísraels, en við það komst Súðin á svartan lista hjá Arabaþjóðunum, eins og fyrr er greint frá, og í þriðja lagi var það hve áhöfnin fór óvarlega með fjármuni sína þar sem skipið hafði viðstöðu, vitandi það að hálfs árs ferðalag beið þeirra. Ýmislegt bar við hjá áhöfninni á þessari löngu leið, þar sem margir þeirra voru í eins konar ævintýraleit og hugðu sumir jafnvel á hnattferð. Sé minnisblöðum skipverja flett kemur ýmislegt í ljós og sumt jafnvel spaugilegt, eins og dagstundin sem stansað var í Bone, þann 30. ágúst vegna eldsneytistökunnar þar. Brott- för skipsins hafði verið ákveðin 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.