Heima er bezt - 01.03.2003, Page 9
Við stuðlabergskletta rétt hjá bænum Klöpp, þar sem for-
eldrar mínir bjuggu. Þarna lékum við krakkarnir okkur
oft á œskuárunum.
litla samfélagi. Þar störfiiðu
þrjú félög, Málfundafélag
Nesjamanna, sem átti skól-
ann, Kvenfélagið Hekla og
Lestrarfélag Nesjamanna,
sem reyndar var deild innan
Málfundafélagsins. Sjálfsagt
hefur líka verið þar búnaðar-
félag, ég geri fastlega ráð
fyrir því, þó ég muni það
ekki lengur. Þessi félög voru
mjög virk og unnu að alls
konar menningarmálum.
Við flytjumst suður
Svo kemur að því að ég þarf Halldóra Guðmundsdóttir
að flytja suður, og það kom frá Kletti, sú sem sagði mér
nú ekki til af góðu, því ég sögurnar í œsku.
lenti í veikindum og varð að
fara til Reykjavíkur til lækninga. Þá bjó móðir mín í Sand-
gerði, hafði fluttst þangað árið áður en ég var fermd, og það
talaðist svo til að ég flytti til hennar um stundarsakir nokkru
síðar, en ég hafði alltaf haldið góðu sambandi við hana þó
ég ælist upp hjá fósturforeldrum mínum. Áður hafði hún átt
heima á bæ sem hét Kálfshamar og það var stutt frá Hátúni,
bæ fósturforeldra minna. En síðar flutti hún til Króksels og
það var nú heldur lengra þangað. Eftir þaö flutti hún síðan
til Sandgerðis.
Þegar ég svo flutti þangað þá var ég orðin 21 árs og fóstra
mín flutti að sjálfsögðu með mér þangað. Hún var fyrir
norðan á meðan ég dvaldi fyrir sunnan í lækningaferðinni,
og reyndar ætlaði hún sér aldrei að fara þaðan. En það var
auðvitað ekkert annað hægt þegar svona var komið, enda
var þá orðið mjög fámennt á Kálfshamarsnesi, aðkomufólk
Lúðrasveit Sandgerðis. Maðurinn minn, Óskar, er annar
frá hœgri í efstu röð, Jóhann sonur okkar annar frá
hœgri í fremri röð.
hætt að sækja þangað vinnu vegna minnkandi fiskgengdar í
flóanum og flestir heimamenn fluttir burtu. Það var byggð
síldarverksmiðja á Skagaströnd og henni fylgdi atvinna og
betri lífskjör og þangað flutti náttúrlega fólkið. Einnig
byggðu heimamenn löndunarbryggju þar fyrir báta sína. Á
nesinu voru þá bara orðnir tveir menn eftir, fyrir utan fóstru
mína. Annar þeirra var gamall maður, blindur, Þorsteinn
Þorsteinsson, maður Halldóru, sem áður er getið. Hann
hafði lengi starfað sem póstur. Hinn var Jóhannes Einars-
son, sem gerði einn út bát á staðnum. Þetta er árið 1946.
Það var því orðið óhjákvæmilegt fyrir okkur fóstru mína
að flytja í burtu, aðstæður voru orðnar svolítið erfiðar, og
ég átti ekki heimangengt lengur, til þess að afla okkur lífs-
viðurværis.
í Sandgerði réði ég mig sem ráðskonu til ekkjumanns.
Því fylgdi reyndar ekki jafn gott kaup og fékkst í kaupa-
vinnunni áður, en þar fékk ég á móti samastað bæði fyrir
mig og fóstru mína. Nú, og þau mál þróuðust svo þannig að
þessi ekkjumaður, sem hét Oskar Júlíusson, varð maðurinn
minn. Við giftum okkur 30. nóvember 1946. Hann er látinn
núna, lést 5. desember 1990. Var orðinn mikill sjúklingur
þá.
Við hjónin eignuðumst tvö böm og ólum einnig upp tvo
dóttursyni okkar. Börnin okkar heita Magnea Osk og Jó-
hann Grétar, dóttursynimir Óskar Guðjón og Gissur Hans.
Fóstra mín lést 13. febrúar 1955, þá orðin 95 ára. Við
vomm því tæp 9 ár samavistum hér fyrir sunnan.
Annað hús en sama útsýn
Þegar ég var orðin ekkja þá þurfti ég að selja húsið því bær-
inn vildi fá lóðina undir viðbyggingu við það hús, sem ég
reyndar dvel í núna. íbúðarhús okkar Óskars var því rifið
og ég fluttist til Njarðvíkur. Þar var ég í eitthvað á ljórða ár,
en kunni aldrei almennilega við mig þar. Þá var búið að
byggja þetta hús hér og þar var hægt að fá leigt, svo ég dreif
í því að flytjast altur hingað til Sandgerðis og hef verið hér
síðan, eða frá árinu 1994. Hér á lóðinni undir austurálmu
hússins að Miðhúsum, sem þetta hús heitir, var gamall bær
sem hét sama nafni, og þar bjuggu öldruð hjón, góðir ná-
grannar okkar Óskars, reyndar eins og flest fólk hér á
Heima er bezt 105