Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 12
Nytsemi
íslenskra jurta
Arið 1880 kom ut í Reykjavík
Iítið kver sem bar heitið
„Lítil ritgjörð um nytsemi
nokkura íslenskra jurta “.
Bókin er sögð „ eptirýmsa
höfunda ", en efni hennar
safnaði Jón Jónsson
garðyrkjumaður og bókin
er prentuð hjá Einari
Þórðarsyni prentara og
á kostnað hans. „ Kostar
innhept í kápu 42 aura “, er
skráð í bókarlok.
Þessi forvitnilega bók var
svo endurprentuð með
upphaflegri stafsetningu árið
1990, og voru útgefendur
Svanhildur Asgeirsdóttir
og Anna S. Gunnarsdóttir.
Þarna er margt forvitnilegt
að sjá, sem vissulega á erindi
íþjóðlegt heimilisrit, og
skal aðeins fátt tilgreint, og
fremst talið þjóðarblómið,
holtasóley:
Örnólfur r
Thorlacius rT
Rjúpnalauf
(Blómstrar í
ágúst)
Jurt þessi barkar
og styrkir, hún er
því brúkuð við
lífsýki og blóð-
sótt. Af seyði blað-
anna skal taka inn
2 matspæni í senn, 4 sinnum á dag. Blöð
jurtarinnar, með blóðbjörg og vallhumli,
er gott og heilnæmt te. Það styrkir mag-
ann og brjóstið.
Barkandi, aó barka = mynda húð.
Lífsýki = niðnrgangur.
[Orðskýringar eru
allar frá ritstjórum
útgáfunnar 1990.]
Hvönn
(Blómstrar I
júlí).
Jurtin styrkir,
eyðir vindi, drepur
orma, leysir upp
og stendur á móti
rotnun, en hreins-
ar blóðið; hún er
því góð móti matarólyst, vindi í þörm-
um, innantöku, gulu, hósta, skyrbjúgi,
stöðnuðu tíðablóði, og er holl í drepsótt-
um. Fræið smásteitt brúkast til dropa,
sem em þannig búnir til, að menn taka
hvannafræ marið og steitt 2 lóð, 8 lóð
af sterkasta brennivíni og láta á flösku,
sem standi við yl í viku, vel töppuð. Af
því skal svo taka hálft spónblað í senn
4 sinnum á dag; af rótinni má búa til
seyði og dropa: til seyðisins á að taka
2 lóð af rótinni, móti 8 eða 12 af vatni
og sjóða litla stund í lokuðum katli, og
láta það standa á katlinum þangað til
það er kalt, síast hið þunna frá. Af seyð-
inu á að taka 2 matspæni annan hvem
klukkutíma; í dropana skal taka 4 lóð
af rótinni smátt skorinni, móti 8 lóðum
af brennivíni, síðan er það búið til á
sama hátt og brúkað eins og dropamir
af fræinu. Það er haldið besta meðal,
að tyggja þurrkaða hvannarrót, þegar
næmar sóttir ganga. Til manneldis má
rótina brúka, og er hún munntöm fæða
með fiski og nýju smjöri; hún er og bezta
sælgæti bituð og sáldmð með sykri.
Lóð = 20 grömm.
Kúmen
(Blómstrar í
júní ogjúlí).
Þessijurt og eink-
um fræ henn-
ar leysir upp og
eyðir vindi, það
eykur mjólk í
konubrjóstum,
og er gott gegn
gulu, lifrarbólgu
og óstyrk í maganum. Te af fræinu skal
drekka svo tebollum skipti. Dropa má
tilbúa af fræinu á þennan hátt: Taka
skal steytt kúmenfræ 4 lóð, 12 lóð af
sterkasta brennivíni og láta standa í 4
daga, síðan á að sía hið þunna frá og
geyma á flösku: taka svo af því hálft
spónblað í senn þrisvar á dag. Sje fræið
blandað mjöli gefur það brauði og súpu
þægilegan smekk.
Arfi
(Blómstrar allt sumarið).
Jurt þessi kælir, mýkir og græðir.
Arfaseyði mýkir bólgu og þrota, ef
12 Heima er bezt
arfinn er nýr heittur
í potti, þá gjörir hann
sömu verkun. Nýtek-
inn kaldur arfi, sje
hann lagður við hör-
und, stillir og kælir
hita, verk og bólgu,
grautur úr arfa gjör-
ir vel út meinsemdir.
Seyði úr nýjum arfa,
sje dmkkinn af því
1 peli í senn, mýkir
vallgang og eyðir
iðrabólgu, það græðir enn fremur sár
í lungum og örvar matarlyst; ef lögur
hans er borinn á augu, tekur hann slím af
þeim. Arfafræ er gott fóður fyrir hænsn
á vetmm; líka má hafa það til brauð-
gjörðar með mjöli.
Vatlgangur = hægðir.
Sóldögg
(Blómstrar íjúlí).
Sje jurt þessi soðin í mjólk, má taka burt
með henni freknur, ef húðin er þvegin
úr henni; sje jurtinni nýrri núið á hring-
orma eyðir hún þeim.
Heimilisnjóli, fardagakál
(Blómstar í júlí).
Jurt þessi bark-
ar, dregur saman
og styrkir, leið-
ir vallgang, leysir
upp þykkva vessa,
hreinsar blóðið og er
góð við rotnun; hún
er því brúkuð móti
lífsýki, blóðsótt,
gulu, harðlífi, liff-
arbólgu, vatnssýki,
kláðaútbrotum, skyrbjúgi og holdsveiki.
Af blöðunum nýjum má búa til seyði;
skal svo drekka af því 1 tebolla þrisvar
á dag. Ur seyði þessu er gott að þvo
alls konar útbrot á hörundi. Sje fræið
þurrkað og búið til seyði af því þá á að
taka af því 2 matspæni í senn 4 sinnum
á dag. Af dupti rótarinnar á að brúka svo
sem 1 teskeið fulla þriðja hvem tíma.
Af seyði rótarinnar er hreinsunarmeð-
al búið til þannig: Af rótarseyðinu em
teknir 1 eða 2 pelar, af hvítu smásteyttu
salti 1 lóð; síðan á að leysa upp saltið í
seyðinu volgu, og er það þá tekið inn
á fastandi maga. Smyrsli móti kláða
og útbrotum má búa til þannig: Maður
tekur 5 lóð af dupti rótarinnar, 1 lóð af
smásteyttum brennisteini, ósaltað vel
hreint nýtt smjör, sem sje brætt 10 lóð,
og svo á að blanda og hræra þetta vel
saman. Blöð og rót jurtarinnar, soðin
með vatni og álúni, gefa gulan lit, sem
verður enn fegri, sje því undir eins á
eptir dyfið í staðið þvag. Til þess á að
taka af blöðunum smáskomum 4 til 6
hnefa, 2 lóð af álúni, 2 potta vatns og 1
mörk af þvagi, og sjóða í því það sem
lita á gult, til þess vel er tekið á það.
Blöð jurtarinnar er hollasta grænmeti í
súpum og grautum, ekki einungis fyrir
hrausta og heilbrigða, heldur einnig fyrir
veika, sem ekki þola annan mat.
Alún = tvísalt, t. d. afkalíumsúlfati,
notað til litunar. Vatnssýki = bjúgur.
Aðalbláber
(Blómstra í júní).
Ber, blöð og rót
þessarar jurtar,
kæla, barka og
vama rotnun, þau
em því góð móti
lífsýki, köldu og
skyrbjúgi, líka til að
þurrka upp skarpa
vessa úr slæmum
kaunum. Blöðin á að taka í júní, en
berin í september öndverðum, þegar
þau eru fullvaxin. Af seyði úr berjum
hennar skal taka 2 matspæni í senn ann-
anhvem klukkutíma. Dupti af rótinni er
gott að strá i holdfúa sár: af berjunum má
búa til mauk, með því að merja þau, og
blanda þau síðan með sykri og hunangi,
og geyma. 1 matspónn af mauki þessu,
blandaður með 1 pela vatns, er drykk-
ur í landfarsóttum, við hita og þorsta.
Sjeu berin marin og látin í járnílát, en
síðan sett við yl, súma þau og verða
að dökkum legi, sem barkar vel skinn,
sjeu þau lögð í hann ásamt nokkm af
álúni. Sjeu berin nýsoðin með álúni,
lita þau fjólublátt eða lifrautt, einkum
lín og ull; ef farið er á sama hátt með
blöðin, lita þau gult.
Jóna labbaði út í búð, hitti
grannkonu sína fyrir utan, þar
sem hún stóð og hélt í hundinn
sinn. Þá segir grannkonan:
„Það var gott að þú komst, þú
getur þá haldið í hundinn fyrir
mig. Ég get ekki farið með hann
inn í búðina því hann flaðarar
alltaf upp um afgreiðslustúlk-
umar.“
„Nei, hvað segirðu“, segir
Jóna, „þetta gerir tengdasonur
minn líka.“
Leiðréttingar:
I nóvemberhefti síðasta árs misrit-
aðist nafn umræddrar kirkju í tveim
myndatextum á bls. 531, en hún heit-
ir Þingeyrakirkja. Þar var einu „r-i“
ofaukið.
Sú misritun varð í fyrirsögn á viðtali
í desemberhefti blaðsins, við Elísa-
betu Jónsdóttur, að hún var sögð frá
Reykjavík, en hið rétta er að hún er
frá Seltjamarnesi, eins og fram kemur
í viðtalinu.
Á bls. 578 hafði einnig misritast
götuheitið Nörre Farimagsgade.
I ársyfirliti blaðsins í desemberheft-
inu féll út einn efnisliður I upptalningu
þátta eftir Auöun Braga Sveinsson, en
þar vantaði að telja með viðtal hans
við Guðmund Guðmundsson og Önnu
Friðriksdóttur, í septemberhefti blaðs-
ins. Rétt væri að þeir sem geyma árs-
yfirlitið bæti því inn á yfirlit sín. Árið
2001 var gefið út efnisyfirlit blaðsins
í heild frá 1951 til þess árs, og er í
bígerð að halda því áfram þar sem frá
var horfið, og verður efnisliðurinn þá
kominn á sinn rétta stað þar.
Biðjum við hlutaðeigendur velvirð-
ingar á þessum misritunum.
Heima er bezt 13