Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Side 16

Heima er bezt - 02.01.2007, Side 16
Auðunn Bragi Sveinsson: Ofsaveðrið á Borgarfirði Bókin „Dagar íslands,, kom út hjá Vöku-Helgafelli 1996. Fyrsta prentun leitdagsins ljós 1994, og önnur 1995. Jónas Ragnarsson tók þetta rit saman. Inniheldur það atburði úr sögu og samtíð Islands alla daga ársins. Við 14. janúar 1982, sem var fimmtu- dagur, stendur þetta í fyrrgreindri bók: „Stórviðrigekkyfir Amturland. Harð- ast var það á Borgarfirði eystra, en þar brotnuðu rúður í nær öllum húsum, meðal annnars 22 rúður ífélagsheim- ilinu. “ Svo mörg eru þau orð. Haustið 1980 réðist ég sem skóla- stjóri að grunnskólanum í Bakkagerði í Borgarfírði eystra. Til Austurlands hafði ég ekki stigið fæti áður, og nær engan þekkti ég á þeim slóðum. Eitt- hvað heyrði ég um, að óveður kæmu við og við þama, og nefndust Dyr- íjallaveður, sem em gífurleg vestan - suðvestan rok. Draga þessi veður nafn sitt af Dyrfjöllum, sem setja mjög svip á Borgaríjörð eystri, til norðurs. Em þau tignarleg mjög, og einnig frá Fljóts- dalshéraði séð. Þorpið Bakkagerði er úti við sjóinn. Þar býr eitthvað rúmt hundrað manna og lifir mest af sjósókn og fískvinnslu. Einnig er þar nokkur iðnaður. Stein- iðjan Alfasteinn er þekkt fyrirtæki um allt land. En nú skal komið að efni þessa grein- eystra 14. janúar 1982 Mörg hafa ofsaveðrin geisað á landi hér síðan sögur hófust. Fæst hafa þó verið skráð. Að vísu hafa birst bœkur, sem innihalda sögur af slíkum náttúruhamförum. Erfróðlegt að lesa slíkar frásagnir. A Austurlandi eru skaðaveður einna tíðust. Eitt slíkt veður verður mér minnisstœtt, og skal það rakið eftir heimildum. Svo vel vill til, að ég hefi haldið dagbók allt frá æskuárum til ellidaga. Auðunn Bragi og Sigurður Ó. Pálsson ræðast við rétt hjá Alfaborg, í Borg- arfirði eystra, 1982. arkoms. Kennslan gekk svona tíðinda- lítið hjá mér. Jólafríið var fyrir nokkm á enda og framundan óslitin kennsla fram á vor. Bjóst ekki við að neitt kynni að verða þess valdandi, að hlé yrði þar á eða truflun af neinu tagi. Nú fletti ég upp á fimmtudeginum 14. janúar í dagbók minni (byrjaðri 1. janúar 1939). Eins og venjulega byrja ég á veðrinu. Orðrétt: „Veður hafði ég skrifað í gærkvöld, er ég „lokaði,, þeim degi, en svo tók heldur betur að hvessa eftir miðnættið. Ég vaknaði og fór fram úr. Vakti Emil son minn, sem var gestur minn um tíma, og hugðist festa hlerann fyrir eldhúsglugganum, en við misstum hann út í veðrið.,, Svo vildi til, að Emil sonur minn, sem vann á Homafirði og var í jólahléi vegna verkfalls þar, var enn hjá okkur hjónum. Hann fór með mér í gönguför daginn áður í norðurátt frá þorpinu. Er við vomm á heimleið, sáum við miklar vindhviður velta undan öllu, sem lauslegt var, steinum og klaka, niður ljallshlíðamar úr norðvestri. Við vissum, að nú mundi versta veður í vændum. A Bakkagerði hafa menn þann háttinn á, til að verjast hinum svo- nefndu „Dyrfjallaveðrum,,, að negla fyrir glugga verstu veðuráttarinnar, eða hafa þá að minnsta kosti fleka tilbúna. Við höfðum stóran hlera við útgang, er nota skyldi til að loka eld- 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.