Heima er bezt - 02.01.2007, Page 25
Freyja
Jónsdóttir:
Gömul hús
Aðalstræti 10
í Reykjavík
Á þessum stað er talið að Innréttingarn-
ar hafi reist hús undir dúkavefnaðarstofu
í kringum 1752 en húsið hafi brunnið
1764. Eftir það hafi núverandi hús verið
byggt. Seinni rannsóknir benda til þess
að byggt hafi verið hús í Reykjavík árið
1762, fyrir bókhaldara Innréttinganna og
mun einnig hafa verið í húsinu klæða-
geymsla og lóskurður. Telja sumir að
það sé húsið Aðalstræti 10, eins getur
verið að það hafi verið húsið Aðalstræti
16 en ekki er vissa fyrir því. Telja margir
fræðimenn að bæði þessi hús hafi verið
byggð á tímabilinu 1759 til l774ogséu
því elstu húsin í Miöbæ Reykjavíkur. I
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er Við-
eyjarstofa elst, fullbyggð 1755.
Vestan við húsið Aðalstræti 10 var
lítið torfliús sem í var geymsla og kamar.
Garður eða sund aðskildi húsin. Talið
var að húsið hafi seinna verið lengt til
suðurs með því aó byggja ofan á skúr
sem var við suðurgaflinn, jafn hátt og
húsinu. Við endurbyggingu á húsinu á
síðasta ári kom í ljós að þaö hafði ekki
verið lengt. Húsið er gert úr bindings-
verki, nrúrað í grind með holtagrjóti.
Aðalstræti 10 var nefnt „Kontor- og
Magazinhus“. Þar var íbúð undir forstjóra
Innréttinganna. I risi voru geymslur.
Um 1800, þegar farið var að selja eign-
ir Innréttinganna, keypti umsvifamikill
kaupmaður húsið, Westy Petræus. Á
meðan húsið var í eigu hans var það
nefnt Petræushús.
Næsta nafn hússins var Biskupsstofa.
Árið 1801 varð Geir Vídalín biskup
íslands. Ekki var neinn embættisbú-
staður til fyrir biskup svo að í nokkur
ár bjó hann á Lambastöðum á Seltjarn-
amesi, eins og hann hafði gert á meðan
hann var dómkirkjuprestur. Árið 1807
fékk hann húsið til íbúðar. Árið 1801
var biskupsstóll og skóli lagðir niður
á Hólum. Með konungsbréfi var mælt
svo fyrir að allar eignir Hólastóls skyldu
seldar og Island allt verða eitt biskups-
dæmi og sæti biskup í Reykjavík.
Geir var fyrsti biskup sem bjó í Reykja-
vík. Kona hans var Sigríður Haralds-
dóttir Vídalín. Hann var sóknarprestur í
Seltjarnarnesþingum til 31. júlí 1797 en
þá var hann vígður biskup að Skálholts-
umdæmi að Hólum í Hjaltadal. Sigurður
Stefánsson biskup vígði Geir Vídalín.
Mikill mannjöldi var viðstaddur vígsl-
una enda mikill viðburður. Eftir athöfn-
ina var mikil veisla á Hólum sem lengi
var í minnum höfð.
Geir Vídalín var fræðimaöur en fjár-
mál voru honum frekar torskilin. Það
kom einnig til að hann var bóngóður
og mikið af þurfalingum söfnuðust að
heimili hans. Oft voru urn 30 manns
á heimilinu. Af þessum sökum varð
biskup gjaldþrota og var nefnd sett á
24 Heima er bezt
húsið árið 1873 og bjó þar með fjöl-
skyldu sína. Árið 1874 varhúsið tekið
til virðingar. Þá er það borðaklætt að
utan, með hellum á þaki. í kringum
1889 byggir Matthías íbúðarhús á lóð-
inni fyrir sunnan húsið og flutti með
fjölskyldu sína þangað. Árið 1889 var
Aðalstræti 10 breytt í verslunarhúsnæði
og gluggar á götuhlið stækkaðir.
Árið 1894 kaupir Helgi Zoega kaup-
rnaður húsið og fer að versla þar. Silli og
Valdi kaupa það árið 1926 og versluðu
þar í nokkra áratugi. Þetta merkilega
hús var tekið undir veitingarekstur árið
1984 og gekk þá um tíma undir heitinu
Fógetinn, samnefnt rekstrinum. Glugg-
um götumegin var breytt árið 1931 en
þá létu Silli og Valdi setja heilar rúður
í þá til útstillingar á vörum.
Ári síðar var reist viðbygging úr steini
vestan við húsið og var viðbygging þessi
stækkuð nokkrum árum seinna, sem eru
mikil lýti á þessu fallega húsi. Síðan vom
settir sex skiptir gluggar á framhliðina.
Um leið og gluggamir vom settir var
framhliðin klædd með listaklæðningu
í staðinn fyrir járnið sem þar var.
Ekki er vitað með vissu hvemig her-
bergjaskipan var fyrst í húsinu en líklegt
að hún hafi ekki tekió miklum breyting-
um fyrr en þar hófst veitingarekstur.
Á undanförnum árum hefur Minja-
vernd látið vinna við að gera húsið upp
sem næst uppmna sínum. Þegar gólfín
voru tekin upp var gerður fomleifa-
gröftur undir húsinu. Þá kom í ljós að
á þessum stað hefúr ekki bmnnið hús |
svo að um annað hús er að ræða, sem
sögur herma að Innréttingamar hafí átt
og bmnnið og nýtt hús verið byggt á
gmnni þess.
Margt fleira merkilegt kom í ljós við
endurbyggingu hússins, eins og að það
hefur ekki verið lengt, sem hafði verið
talið fullvíst. Þegar verkinu verður lokið
fyrir vorið verður Aðalstræti 10 til sýnis
og er það mikið tilhlökkunarefni og sér-
staklega fýrir þá sem unna sögu gam-
alla húsa.
Minjavemd hefur alfarið séð um
endurbyggingu hússins og tjármagn-
að verkið.
I
laggirnar til að fjalla urn Ijármál hans.
Honum var síðan skammtað naumlega
fyrir nauðsynjum en biskup kunni því
illa sem vonlegt var.
Sunnudaginn 25. júní 1809 gengu Bret-
ar á land í Reykjavík á meðan bæjarbúar
sátu í kirkju. Jörgen Jörgensen var fyrir
þeim. Herskip hans hafði legið fyrir
utan höfnina frá 20 júní. Jörgen lýsti
því yfír að nú væru Islendingar lausir
undan Dönum. Á ýmsu gekk þann stutta
tíma sem Jörgen Jörgensen stjómaði
landinu. Eitt var það að Geir Vídalín
biskup afstýrði einvígi á milli Savignac
kaupmanns, sem var misjafnlega þokk-
aður, og Gísla Símonarsonar faktors.
Gísli og Savignac urðu ósammála og
skoraði Savignac Gisla á hólm. Sá fyrr-
nefndi sá Gísla fara inn í hús biskups
og strunsaði alla leið inn á inn á skrif-
stofu biskups óboðinn, þar sem Gísli
var fyrir. Segir sagan að Savignac hafí
verið með tvær skammbyssur og rétt
Gísla aðra þeirra. Ekki varð af einvíginu
því að Geir biskup gekk í milli. Sagt
er að byssan sem Savignac rétti Gísla
faktor hafí verið tóm, hin hlaðin.
Eins og fyrr segir var alltaf margt
í heimili hjá biskupshjónunum. Fyrir
utan biskup sjálfan bjór þar eitt elsta
leikritaskáld okkar, Sigurður Pétursson,
fyrrverandi sýslumaður.
Geir Vídalín lést úr lungnabóigu 20.
september 1823, aðeins 62 ára. Jarð-
arfor hans var gerð 6. október af miklum
myndarbrag, að viðstöddum miklum
manntjölda. Menn komu hvaðanæva úr
nágrannasveitum og borgarbúar létu sig
ekki vanta. Allir sem áttu, voru búnir
skartklæðum. Séra Guðmundur Bjama-
son flutti húskveðju áður en kistan var
borin í Dómkirkjuna. Kistuna báru emb-
ættismenn og stúdentar. Kistan, sem var
gerð úr völdum viði, heilum plönkum,
var afar þung og með skrúfnöglum. Bisk-
up var þrekvaxinn og þurftu líkmenn
að skipta oft um á leiðinni.
Árni Helgason stiftprófastur hélt tölu í
Dómkirkjunni við kistu biskups og tveir
söngfíokkar sungu, annar á latínu en
hinn á íslensku. Geirs Vídalíns biskups
var mjög saknað, bæði af klerkum og
almúganum. Hann var maður gæsku-
fullur og vildi öllum hjálpa. Hann var
allra manna pennafærastur og mikill
lærdómsmaður.
Ári eftir lát biskups keypti konung-
ur húsið en ekkja biskups bjó þar til
dauðadags 1846. M. Smithkonsúll átti
heinra í húsinu um 1850.
Jens Sigurðsson adjunkt, síðar rektor
Lærða skólans, bjó í Aðalstræti 10 á
ámnum 1855 til 1868. Jens og Jón Sig-
urðsson forseti vom bræður. Þegar Jón
var á landinu á sumrin vegna þingsetu,
bjuggu hann og kona hans, Ingibjörg,
í húsinu. Á eftir Jens Sigurðssyni bjó
í þessu húsi Jón Hjaltalín læknir og
fjölskylda hans.
Matthías Johannessen faktor keypti
Heima er bezt 25