Heima er bezt - 02.01.2007, Síða 28
milli kirkjuskoðunargerðar á nýbyggðri trékirkju 1852. Ári
síðar hafi hann svo gert töfluna, sem enn er myndin yfir
altari í Árbæ. - Er þetta raunar með öllum ólíkindum. Af
hverju þetta upphlaup Rangæinga, sem síra Matthías Joch-
umsson gaf staka skaplyndiseinkunn eftir 6 ár sín í Odda.
Þorsteinn málari var þeirra maður, borinn og bamfæddur í
Skarfanesi. Faðir hans bóndasonur þar og nefndarmaður,
Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja og móðir 13 bama hans
frá Hvammi á Landi. - Hafi Þorsteinn Guðmundsson málað
tvívegis: Fyrir Sigríði Jónsdóttur kirkjubónda í Árbæ og
síðan Jón Runólfsson og hugsanlega mótstandsmenn, em
altaristöflur hans 10.
Hvert var lífshlaup listmálarans frá Skarfanesi og Hlíð,
eftir að hann kom heim eftir 4 vetra Hafnarvist?
Þorsteinn fekk ekki launaða kennarastöðu við Lærða-
skólann í Reykjavík, en dráttlist, teikning, var fyrirhuguð á
námskrá piltanna. Fór hann því heim í Gnúpverjahrepp og
var þar síðan í 12 ár. 1860 er hann þar enn á manntali, ekki
lengur elztur sona, en við bætt, enda hafði hann nokkrar inn-
tekjur af málverki sínu, eins og fyrr er greint um 9 myndir
á kórgafli. Svolítið fleira: Græni garður sýslumannsins í
Hjálmholti, fátt annað.
Hinn 30. september 1858, þegar málarinn var 41 árs,
kvænist hann 22 ára prestsdóttur og gifti þar síra Björn
Jónsson á Stóra-Fljóti, síðan Eyrarbakka, Elínu Elísabetu
dóttur sína hinum siglda málara, en húsmanni í föðurgarði
á hinni afskekktu veiði- og sauðajörð uppi með Stóm-Laxá.
11 mánuðum eftir brúðkaupið ól hin velboma prestsdóttir
son, 9. ágúst 1859, og var það á Minnahofí í Hrepphóla-
sókn. Bjuggu þar hollvinir beggja. Drengurinn var skírður
hinn næsta dag, sem enn var títt, Þórarinn Ágúst. Hann dó
háaldraður gullsmiður á ísafírði í árslokin 1945. Einkasonur
hans, Flosi útvarpsvirkjanemi, hafði farizt fyrr á árinu, 22ja
ára, listfengur, dverghagur og fallegur piltur. Átti mótorhjól.
Enda ekki snauður, einbimið, fremur en ung borgarabörn
samtíma hans á Islandi eftir stríð.
Móðir Flosa Þórarinssonar, Sigríður Ásgeirsdóttir frá Hvíta-
nesi í Djúpi, var fyrsta íslenzka konan, sem tók sveinspróf í
gullsmíði. Á hún margt niðja á Isafirði og svo víðar um land,
eftir að síðustu kynslóðir hafa færzt mjög um set í landinu.
Það gerði Þórarinn Ágúst á sínum tíma. Síra Jón Guðnason
fræðimaður á Prestbakka segir frá honum í Strandamönnum,
útg. 1955, að hann væri gullsmiður á Borðeyri 1907-1910.
- Síðar átti Þórarinn Ágúst Þorsteinsson eigin gullsmíða-
stofu á ísafírði. - Skal ekki orðlengt um, enda má vísa í
Sögu Isafjarðarkaupstaðar eftir Jón Þ. Þór, en Þórarinn var
m.a. liðsmaður í leiklistinni vestra. Kunnur borgari í einu
hinna Qölmennustu byggðarlaga á landinu.
Leiðir listmálarans í Hlíð og velborinnar jómfrúr Elínar
Elísabetar skildi strax eftir bamsburðinn, að nokkru fyrr.
Hann var ekki sá heimsborgari, sem unga stúlkan af Ból-
staðarhlíðarættinni vænti um mann hinnar sjaldgæfu list-
iðju, þrautreyndan námsmann í Kaupmannahöfn. - Nema
væri um of og vil ég ekki gera því skóna. - Soninn lét Elín
Gamli bærinn á Silfrastöðum nokkru eftir miðja 20. öld
og þá eigi notaður til íbúðar lengur. Drengurinn í dyr-
unum hét Einar Sigfússon, f 1951. Landsmímaskiltið ber
þaryfir. (Mynd Á.S. 1960).
Elísabet heita eftir síra Þórami Böðvarssyni, frænda sínum
í báðar ættir prestsins og var síra Þórarinn þá í Vatnsfirði.
Þau frú Þóra Jónsdóttir kona hans vom systrabörn og hún
föðursystir Elínar. Hér var til skyldra að telja og góðra að
leita. Þórarinn Ágúst var fóstursonur þeirra síra Þórarins
í Vatnsfirði, síðar í Görðum á Álftanesi. Lærði hann gull-
smíði hjá frænda sínum Böðvari Böðvarssyni frá Melstað,
nefndarmanni í Hafnarfirði, er hann var kominn suður í
Garðasókn.
Elín Elísabet átti þessa stuttu sambúð með Þorsteini mál-
ara. Eftir dauða hans 1864 giftist hún Eyjólfi Jónssyni heim-
iliskennara. Voru þau síðast og lengst prestshjón í Ámesi í
Víkursveit og lézt frú Elín Elísabet þar aldamótaárið, 63 ára.
Áttu þau margt bama og em niðjar þeirra þjóðkunnir.
Síðustu æviárin vann Þorsteinn málari að bókbandi, sem
faðir hans hafði leyft honum að læra unglingi, einnig söðla-
smíði, en þar sem annars lagði hann að þá hönd, sem talin
var dverghög og löngum er dáðst að. Húsamálning hans
á bæjardyra- og frammistofum þókti svo fáguð viðarlík-
ing, að sókzt var eftir. - Meðan heilsa ungs manns leyfði.
Hann dó hjá héraðslækninum á Móeiðarhvoli, Skúla Thor-
arensen, 26. maí 1864. Fæddur eins og áður er sagt uppi í
Landsveit 1817. Síra Ásmundur Jónsson í Odda (afi síra
Ásmundar biskups Islands 1954-1959) skráir dánarorsökina
með grísku letri í kirkjubókina í virðingarskyni. Þorsteinn
Guðmundsson var listmálari lærður í höfuðborg ríkisins á
19. öld. Því skráði hinn lágmælti Oddaprestur: hydrops,
vatnsuppþemba.
Þorsteinn málari var með krabbamein, sem færðist úr kirtl-
inum í nýrun. Háði hjúskap hans og Elínar Elísabetar frá
upphafi. Hinn kvalafulli sjúkdómur ella skrifaður bakveiki,
batt hann í banasænginni meir en 8 mánuði. Ævin er stutt, en
listin löng. Ber enn fyrir augu á kórgaflinum í 4 kirkjum.
28 Heimaerbezt