Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Side 29

Heima er bezt - 02.01.2007, Side 29
‘Rícícíarakross í revktum faxí I bóksinni, „Islensk heiðursmerki“, greinir Birgir Thorlacius fv. ráðuneytisstjóri frá skondnu atviki. Arið 1936fór Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands en þá sendiherra Islands í Danmörku, fyrir viðskiptanefnd sem semja átti um saltfisksölu til Grikklands. Gengu samningar seint. Til að liðka fyrir þeim gekk Sveinn áfund Grikkjakonungs. Tekur frásögn Birgis nú við: Konungurinn var Georg II., danskrar ættar, og áttu þeir Sveinn vinsamlegt samtal. En frá grískri hlið er frásögnin nokkru fyllri en hjá Sveini. Stallari konungs, Demitrius O. N. Levidis, sagði brosandi við einn af sendiherr- uni Islands, sem löngu síðar kom á konungsfund til að afhenda embættisskilríki sín, að hann, stallarinn, hefði verið sæmdur íslensku heiðursmerki og að það hefði borist sér með þeim hætti að hann gleymdi því aldrei. Dag einn, sagði stallarinn, að kornið hefði í skrifstofu sína í höllinni maður sem óskaði eftir áheym hjá Georgi konungi II. Ritaranum, sem tók á móti manninum, skildist hann vera ráðherra frá Islandi. Konungur tók á móti manninum og áttu þeir langt og vinsamlegt tal saman. Þetta var árið 1936. Þá sat að völdum á íslandi stjóm Hermanns Jónassonar og ráðherrar auk hans voru Eysteinn Jónsson og Har- aldur Guðmundsson. Enginn þessara rnanna kom nokkru sinni til Grikklands á sínum ráöherradögum og sennilega aldrei og var því málið nokkuð dul- arfullt í fyrstu. Konungsstallarinn gríski sagði að nokkru eftir heimsókn þessa Islandsráðherra hefði verið hringt til skrifstofu sinnar frá pósthúsi í Aþenu og sagt að þar lægi böggull til stall- Stjarna stórnddara fálkaorðunnar, sem stallari Grikkjakonnngs var sæmdur vajinni inn í flak af reyktum laxi. [Birgir Thorlacius. Islensk heiðursmerki. Háskólaútgáfan 1999] Örnólfur Thoríacius arans, sem pósthúsið vildi að yrði sótt- ur sem fyrst, því að það væri svo vond lykt af honum. Böggulsins var óðara vitjað og auðfundið var, að ekki var í honum ilmvatn. Við athugun á áletrun kom í ljós að sendingin var frá íslandi. Var böggullinn nú opnaður og komu í Ijós flök af reyktum laxi og á milli þeirra lítill böggull. Þegar hann var opnaður skein við mönnum stjama stórriddara hinnar íslensku fálkaorðu. Kvaðst stallarinn aldrei gleyma þessari fallegu orðu, sem borist hefði sér með svo sérkenni- legum hætti. Við athugun er augljóst að „ráð- herrann'1 frá Islandi heíúr verið Sveinn Bjömsson, l'Ministre, þ. e. a. s. sendiherra en ekki ráðherra, enda flokkast sendiherrar erlendis með ráðherram. Heimsókn Sveins Björnssonar á konungsfund hafði drjúg áhrif á samningamennina grísku eins og spáð var, og hinir íslensku samn- inganefndarmenn hafa sjálfsagt viljað launa stallaranum með heið- ursmerki aðstoð hans, enda töldu þeir að hann hefði ráðið því að samn- ingar tókust. Það var Olafur Proppé sem fór fram á það í bréfí 1. júlí 1936 að orðuveiting þessi færi fram. Stallarinn var aldavinur konungs og hafði dvalist með honum í útlegð árum saman. Lax- inn hefur sjálfsagt verið frá SÍF, þar sem Ólafur Proppé var einn af framkvæmda- stjóram, en óskiljanlegt er, hvemig á því hefúr staðið að orðan var sett í laxa- böggulinn í stað þess að afhendast af sendiherra eða ræðismanni. Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.