Heima er bezt - 02.01.2007, Blaðsíða 33
Jóhannes Geir
Gíslason,
Skáleyjum:
Bráðum vagga
Að minni tilvísan var í „Kviðlingum og kvæðamálum“
„Heima er bezt“ 10. tölublaði 2006, kynntur Jón frá Skál-
eyjum. Þar kom fram innan sviga, að í skáldatali er hann
sagðurfæddur26.12. 1904 en rétt er 26.12. 1903, samkvæmt
hans eiginhandarkvittun í afmælisdagbók.
Með kynningunni birtist ljóð hans „Atthagaljóð", því miður
með lítilsháttar villu, sem ég hefí beðið um leiðréttingu á.
„Bráðum vagga bjartar nætur“ mun vera þekktasta söng-
ljóð Jóns. Það hefur orðið heiminum svo hverfult, að ástæða
er til að íjalla þar um.
Breiðfírðingafélagið í Reykjavík var í bemsku um 1940.
Heyrt hefí ég að á vegum þess hafi verið keppni eða áskorun
um átthagaljóð og að Jón frá Ljárskógum hreppt þar heið-
urssess með ljóðinu, hvar í er hin kunna vísa:
,,Þegar sumarsólin heið
signir gróður jarðar,
flýgur hugur heim á leið
heim til Breiðafjarðar. “
Að Jón frá Skáleyjum hafi ort ljóð sitt „Bráðum vagga
bjartar nætur“ af sama tilefni, hef ég líka heyrt.
En í fyrsta tölublaði Breiðfírðings 1942 birtist það ljóð
og var þá þrjú erindi. Síðan held ég að þegar farið var að
syngja það við lagboðann „Góða tungl“, hafí komist hefð
á að endurtaka fyrsta erindið aftan við hin.
Þannig búið og enn meira breytt, birtist það síðar og lík-
lega nokkmm sinnum, jafnan eitthvað breytt. Honurn þótti
víst seint fullort 2. og 3. erindi.
Fmmútgáfa í Breiðfirðingi 1942 hljóðar svo:
Vísa til Breiðafjarðar
Bráðum vagga bjartar nœtur
blómi þínu föla jörð,
flýgur lóa senn um sveitir
senn er vor um Breiðafjörð.
Hlustar bóndans bær í túni
bláa morgna, kvöldin rjóð,
meðan sœlir sunnanvindar
syngja gömul hörpuljóð.
Þar sem einsog gull í grasi
gengin felast æskuspor,
þar sem velli tærust titrar
tíbrá dagsins, góða vor.
Hlýtur ekki þetta „sem“ í næstsíðustu línu að vera prent-
villa? Síðan hefur þetta verið „þar um velli“ og er skilj-
anlegra.
E.t.v. þótti Jóni þá loks fullort þegar hann gaf út 1. ljóða-
bók sína, „I fölu grasi“, 1953:
I þeirri mynd birti ég ljóðið hér:
Bráðum vagga bjartar nætur
blómi þínu föla jörð,
flýgur lóa senn um sveitir,
senn er vor um Breiðafjörð.
Hlustar bær í björtu tuni
bláa morgna, kvöldin rjóð,
meðan sælir sunnanvindar
syngja gömul hörpuljóð,
og í mjúku grænu grasi
geymir þögnin falin spor
sérhvers barns, er tómlátt týndist
tíbrá dags þíns, góða vor.
Bráðum vagga bjartar nætur
blómi þínu föla jörð,
flýgur lóa senn um sveitir,
senn er vor um Breiðafjörð.
Einhvem tíma á ámnum milli 1942 og 1953 birtist ein-
hvers staðar (ég veit ekki hvar) ein gerð enn af ljóðinu og
fer tvennum sögum af hvemig er.
Á fjölskyldu og ættingjamótum er það gjama notað
svo:
2.
Hlustar bær í björtu túni
bláa morgna, kvöldin rjóð
meðan svásir sunnanvindar
syngja gömul hörpuljóð.
Heimaerbezt 33