Heima er bezt


Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 44

Heima er bezt - 02.01.2007, Qupperneq 44
Agnes rís upp af legubekknum og gengur út að glugganum og opnar hann. Hinn mildi, hlýi morgunblær andar sætljúfri blómaangan inn til hennar. Hún hallar sér til hálfs út um gluggann og horfir yfír blómagarðinn nokkur andartök. Ný hugsun gagntekur hana, og dreymið, dularfullt bros líður yfír andlit hennar.... Hún snýr sér frá glugganum, klæðir sig í skyndi og gengur hljóðlega út í dýrð morgunsins. Allt er að vakna á ný í faðmi hins bjarta dags. Agnes gengur út í blómagarðinn og velur fegurstu rósimar, sem hún fínnur, í stóran vönd. Heillandi þrá og eftirvænting fyllir sál hennar, augun leita til gluggans yfir svölunum, en ennþá em tjöldin dregin fyrir hann. Von- andi dvelur ungi læknirinn enn í heimi ljúfra drauma. Hún verður að hraða áformi sínu í framkvæmd. Agnes flýtir sér með rósavöndinn út úr garðinum, gengur inn í húsið og að herbergisdyrum læknisins. Þar nemur hún staðar um stund. A hún að opna hurðina án þess að gera vart við sig áður? Slíkt er nokkuð djarft, það fínnur hún, en drepi hún höggi á hurðina og bíði þess, að læknirinn bjóði sér að koma inn, er áform hennar glatað. Hún ætlaði að láta unga lækninn vakna við ilminn af rósunum sínum, lofa honum svo sjálfum að fmna það út, hver hefði fært honum þær, slíkt gæti orðið vísir að dálitlu ævintýri. Hún hikar ekki lengur. Huröin er ólæst. Agnes snýr handfangi hennar hægt og hljóðlega, og dymar opnast. Hún nemur staðar í dymnum nokkur and- artök og horfir í draumsælli leiðslu á hið fríða, sviphreina andlit unga læknisins, sem ennþá hvílir í djúpum svefni. Hann er dásamlegur. Hjartað slær létt af nýjum fögnuði í barmi hennar, hún læðist inn í herbergið, kemur rósunum smekklega fyrir í stórum kristalsvasa og setur hann á nátt- borð læknisins. Haukur skal vakna við ilminn af fegurstu rósunum hennar fyrsta morguninn, sem hann dvelur á Sól- vangi. Hún opnar gluggann hljóðlega, og hreinn, svalandi vorblærinn streymir inn um hann, svo hraðar hún sér út úr herberginu aftur. Agnes gengur létt í spori niður í eldhúsið. Ragnhildur er þar ein, önnum kafm við morgunstörf sín. Hún lítur undr- andi á Agnesi og segir glaðlega: - Þú ert bara risin úr rekkju, dóttir góð. - Ertu svo undrandi yfír því? - Það er dálítið óvanalegt að sjá þig á fótum svona snemma dags. - Ég er komin á fætur fyrir góðri stundu. - Stendur eitthvað sérstakt til hjá þér, væna mín? - Ekki get ég sagt það, en ég er búin að tína stóran vönd af angandi rósum úti í garði í morgun og færa Hauki lækni hann. - Er læknirinn vaknaður? - Nei, hann steinsefur. Undrunin eykst í svip Ragnhildar, hún segir: - Og þú fórst að heimsækja hann sofandi - Já, það var lang ævintýralegast að færa honum blómin, á meðan hann svaf, og láta hann vakna við angan þeirra. - Jæja, Agnes mín, en ég hefði nú látið þennan morgun líóa án þess að færa honum rósir, þið sáust í fyrsta sinni i gær. - Þó það, hvað sérðu ljótt við að færa honum blóm fyrsta morguninn hans héma. - Ég er ekki að segja, að ég sjái neitt ljótt við það, en þú veist ekki, hvemig þessum ókunna lækni kann að falla í geð slík hugulsemi hjá ungri stúlku. - Vertu ekki svona gamaldags, mamma, hann er efalaust líkur öðmm karlmönnum, og ég er farin að þekkja þá. - Já, og það líklega heldur mikið, en vitanlega ertu sjálf- ráð gerða þinna, bamið gott. - Já, auðvitað er ég það, og ég hlakka svo til að mæta Hauki lækni og heyra, hvað hann segir. - Það verður þér þá vonandi til gleði, en fyrst þú ert svona árrisul í dag ættir þú að fægja yfír húsgögnin í dag- stofunni og skipta um rósir í blómavasanum á stofuborð- inu fyrir mig. - Já, ég skal skipta um blómin á stofuborðinu. Agnes gengur fram úr eldhúsinu, sækir nýjan rósavönd út í blóma- garðinn og hraðar sér með hann inn í dagstofuna. Ungi læknirinn losar svefninn. Hann teygir hraustlega úr stæltum líkama sínum og teygar svalt, hressandi morg- unloftið, sem streymir inn um opinn gluggann á herberginu, svo rís hann upp af legubekknum hress og endumærður eftir draumsæla nótt. Á borðinu hjá honum stendur kristalsvasi fullur af döggvotum rósum utan úr garðinum. Haukur brosir undrandi. Hver skyldi hafa verið svo hugulsamur að færa honum þessar rósir, áður en hann vaknaði? Læknisdóttirin! hljómar í vitund hans. Hann tekur blómsturvasann og andar að sér rósailminum. Engin stúlka hefur fært honum blóm til þessa, en Agnes er honum ókunn, sá hann fyrst í gær. Hauki fínnst það næsta ótrúlegt, að hún hafí gerst svo djörf að koma inn í herbergið til hans á meðan hann svaf, sjálfum hefði honum tæplega komið slíkt til hugar í hennar spomm, hvað þá framkvæmt það, en þau líta ef til vill gjörólíkum augum á hlutina. Læknisdóttirin er ung, og fegurð hennar í fullkomnu samræmi við rósir vorsins, því getur hann ekki neitað, framkoma hennar ber þess ljósan vott, að hún hefur mikið umgengist fólk, enda dvalið lengi í höfiiðborginni, eftir því sem hún sagði honum í gærkveldi, sjálfsagt bæði við nám og störf, borgarlífið á vel við hana, hann er líka sonur höfuðborgarinnar. Haukur andar að sér rósailminum að nýju og setur svo vasann á borðið aftur. Skyldi Agnes hafa fært honum blóm- in, hann langar til að vita það með vissu. Haukur klæðir sig og gengur niður í stofuna. Dymar að dagstofunni standa opnar. Agnes situr við stofuborðið og raðar blómum í vasa. Haukur nemur staðar í dyrunum og býður henni góðan daginn. - Góðan daginn, Haukur læknir. Agnes lítur á hann, og glettið bros speglast í augum hennar. Það örvar hann til að bera fram spurningu sína. - Vitið þér, hver færði mér blóm, áður en ég vaknaði í morgun? - Ég gerði það. - Ég þakka yður fyrir hugulsemina. - Það er ekkert að þakka. Ég ætlaði aðeins að lofa yður að 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.