Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 8

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Síða 8
 - ■ : - ■ ' « • - ■ ’ r íZ&iS&éÉf&’riá Fdskrúðsfjörður. hóf ég TF-LÓU til flugs upp af Sandskeiðinu hjá Vífilsfelli í þessa ferð, sem hér verður sagt frá. Það voru margar hugsanir, sem komu fram í huga mínum, þegar þessi gamli draumur minn, að fljúga yfir landið til að heimsækja foreldra mína, var að byrja að rætast. Það lá við að ég efaðist um að þetta væri veruleiki, en það var sannarlega ekki tími til heimspekilegra hugleiðinga, því að útsýnið heillaði mann. Eftir örfáar mínútur flugum við vfir Hval- fjarðarbotni, en fjörðurinn er dásamlega fagur úr lofti að sjá, ekki síður en af landi, og alltaf kom fram nýtt og nýtt útsýni. Ok og Eiríksjökull blöstu við framundan. Framhjá þeim flugurn við í ca. 1300 m. hæð inn yfir Arnarvatnsheiði. í norðurátt var bjart svo langt sem augað eygði, en yfir hálendinu austur eftir hvíldi dimmur þokubakki, sem mér fannst ekki lofa neinu góðu. Eg flaug nú með stefnu á mynni Norðurárdals, síðan eftir dalnuin á móts við efstu fjallatoppana og áfram vfir Öxnadalsheiði og Öxna- dal. Ég minnist þess enn, hversu fagurt það var að svífa yfir þessum háu, uppmjóu fjallatoppum og horfa ofan í þrönga dalina með bæjum, túnum og lækjum, og ekki var síður gaman að sjá yfir Eyjafjörðinn. En þegar þangað kom, fór ég strax að horfa eftir ein- hverjum túnbletti til að lenda á, og eftir að hafa skoðað þá staði, sem mér fannst helzt koma til greina, ákvað ég að lenda á túni Jakobs Karlssonar að Lundi, senr er rétt fyrir ofan Akureyrarkaupstað, og gekk það ágætlega. Ferðin þangað hafði tekið 2 klst. og 20 mínútur. Við vorum ekki fyrr komin heim að bænum, en húsráðandinn, Jakob Karlsson, bauð okk- ur inn að fá hjá sér hressingu, en á því heimili virtist mér fara saman rausn og myndarskapur. Nú var samt ekki hugmyndin að tefja lengi, því að við ætluðum að halda áfram austur að Arnhóls- stöðum strax og ég hafði fengið benzín frá Akur- eyri, en áhugasamir svifflugfélagar á Akureyri komu innan skamms með benzínið, og kl. 8 um kvöldið lögðum við aftur á stað, og nú flugum við yfir Eyja- fjörðinn, yfir Vaðlaheiði, Ljósavatnsskarð, yfir sunn- anvert Mývatn og þaðan beinustu leið að Möðrudal á Fjöllum, en þegar ég flaug yfir Möðrudal, var þok- an, sem legið hafði yfir hálendinu, farin að lækka 6 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.