Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 10
vel, að ég hafði lært töluvert í svifflugi, og út frá
þeirri þekkingu, sem ég hafði öðlazt í sambandi við
það, þóttist ég vita, að ef ég flýgi fast upp að kletta-
belti öðru megin við dalinn, að þá myndi ég ná þar
í uppstreymi. Þetta reyndist rétt, vélin rauk upp á
nokkrum augnablikum í næga hæð til að fljúga yfir
heiðina. Þegar yfir Þórdalsheiði kemur, tekur við Ár-
eyjardalur, þröngur dalur með háum og snarbröttum
fjöllum beggja vegna. í þessum dal var afar misvinda,
svo ókyrrt, að ég hefi aldrei lent í öðrum eins látum.
Vélin kastaðist til í loftinu, svo að rnjög erfitt var
að stjórna henni, stundum báru þessir misvindar okk-
ur langt niður í dal, en þess á milli upp undir skýin,
sem lágu þarna aðeins niður fyrir fjallatoppana, og
voru umskiptin svo snögg, að það var eins og vélin
væri í stöðugum árekstrum. Þegar út úr Áreyjardaln-
um kom, var ekki nærri eins misvinda, og leit ég þá
á úrið rnitt og sá að ég hafði verið 7 mínútur á flugi
frá Arnhólsstöðum, en það verð ég að segja, að mér
finnst það vera þær lengstu 7 mínútur, sem ég hefi
verið á flugi. Eftir 30 mínútna flug frá Amhólsstöð-
um, lentum við í fjörunni meðfram kauptúninu á
Fáskrúðsfirði, færði síðan vélina upp á grasbala, vegna
þess að með flóðinu flæddi yfir allan þennan part
fjörunnar.
Við dvöldum á Fáskrúðsfirði í góðu yfirlæti þar
til á sunnudaginn 13. ágúst, en þá urn morguninn
kl. 10—11 lögðum við á stað til Reykjavíkur. Veður
var gott, sunnanátt og alskýjað og fór skýjahæðin
lækkandi eftir því, sem við komum lengra suður á
bóginn, og þegar við komum fyrir Horn, skammt aust-
an við Hornafjörð, skall yfir með blindþoku og aus-
andi rigningu og neyddist ég þá til að lækka flugið
og flaug það sem eftir var til Flornafjarðar með
ströndinni í mjög lítilli hæð, og lenti á söndunum
við Hornafjarðarós eftir 1 klst. og 15 mín. flug frá
Fáskrúðsfirði. Vorum við nú veðurteppt á Hornafirði
þann dag allan og næstu nótt, og héldum til hjá
Sigurði Ólafssyni í Höfn. Næsta dag var veður svipað,
skyggni mjög lítið og ausandi rigning. Þá um eftir-
miðdaginn kom strandferðaskipið Esja til Hornafjarð-
ar, á suðurleið, og var þar um borð fólk, sem við
höfðum kvatt daginn áður austur á Fáskrúðsfirði.
Gerði það nú gaman að ferðalagi mínu, sagði að við
skyldum bara fá okkur far með Esjunni suður, við
yrðum ábyggilega mikið fljótari með því móti, og um
leið og við fórum frá borði, bauðst það til að taka
á móti okkur í Reykjavík, þegar við kæmum suður.
Ég bar mig hið bezta og hélt fram flugvélinni sem
framtíðarfarartækinu, sömuleiðis sagði ég þessu góða
fólki, að það gæti sparað sér að taka á móti okkur,
Farartœkið.
þegar við kæmum suður, því að á þeirri stundu, sem
við kæmum til Reykjavíkur, yrði það að drepast úr
sjóveiki úti á rúmsjó.
Mér fannst þó, þegar ég kom úr þessari heimsókn
um borð í Esjuna, að nú væri flugmannsheiður minn
í hættu, einnig flugvélarinnar sem farartækis, ef ég
léti þá skömm henda, að Esjan yrði á undan til
Reykjavíkur. Ég gerðist því órólegur, þegar líða tók
á daginn, og allt útlit fyrir að svona veður gæti hald-
ist áfram, kannske vikuna út eða vel það, og klukkan
að byrja að ganga sex um kvöldið héldu mér engin
bönd lengur. Við fengum því Sig. Ólafsson til að
flytja okkur yfir Hornafjarðarós, þangað sem vélin
var, og nú var lagt af stað út í þokuna og rigning-
una. En það var bót í máli, að ég hafði frétt gegn-
um símann, að á Fagurhólsmýri í Öræfum væri sæmi-
legt skyggni annað slagið, en gengi á með skúrum.
Ég flaug nú suðvestur með ströndinni í mjög lítilli
hæð, en þegar ég kom þar, sem Skeiðará fellur út
Skeiðarársand, sá ég ekkert nema vatnselg fram und-
an. Mér leizt ekki á að fljúga lengur með sjónum,
því að ef ég af einhverjum ástæðum \ rði nevddur
til að lenda á þeirri leið, yrði kannske erfitt að ná
til bæja. Ég flaug því upp í Öræfin, enda betra
skyggni þar; síðan yfir Skeiðarársand ofarlega, fram-
hjá Lómagnúpi, fram hjá Kirkjubæjarklaustri, en
nokkru eftir að ég fór fram hjá Klaustri, kom á móti
mér kolsvört þoka og varð ég nú að taka það ráð
að fljúga með fram símalínunum í staurahæðinni og
hafa þær fyrir leiðarvísir. Þetta þokubelti lá að mestu
leyti yfir Mýrdalssand, en þegar við komum á móts
við Pétursey á sandinum, komum við allt í einu út
úr þokunni og í glaða sólskin.
Eftir þetta var veður ágætt, og bar fátt til
tíðinda. Við lentum á Skógasandi og tókum þar
8 - FLUG