Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 15
þótti geysilega gaman. Við flugum hér yfir bæinn
og næsta nágrenni og það líktist meir ævintýri en
veruleika. Á þeirri stundu varð flugið mér enn meira
áhugamál, en mig hafði nokkru sinni dreymt um
áður. Ég ákvað að læra að fljúga, hvað sem tautaði.
Fvrsti kennari minn var Jón Guðmundsson, síðar
starfsmaður hjá Loftleiðum h.f.
— Hafið þér flogið óslitið eftir það?
— Ekki var nú því að fagna, því að haustið 1946
fór ég í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur og gat þá um
veturinn lítið sem ekkert flogið, en vorið eftir bvrj-
aði ég fyrir alvöru aftur.
— Hvenær fluguð þér einn í fyrsta skipti?
— Þann 3. júlí 1947. Ég flaug þá í Piper Cub
TF-KAS. Fékk ég undanþágu aldurs vegna til þess.
— Voruð þér ekkert smeykur?
—r- Síður en svo. Ég var alveg öruggur og óhrædd-
ur, enda var ég þá búinn að fá töluverða æfingu.
— Hafið þér haft mikla flugæfingu síðan?
— Töluverða. Ég keypti sjálfur flugvél við fjórða
mann, til þess að geta flogið sem mest og æft mig.
Það var Tiger Moth TF-KAV, sama vélin sem ég
flaug í fyrsta skiptið. Við fjórmenningarnir flugurn
henni til skiptis, eftir því sem við varð komið, en
flugtímarnir urðu allmiklu færri en upphaflega var
ætlast til, vegna þess að vélin var oft í lamasessi. Þess
vegna seldi ég líka minn hlut í fyrra, en nokkuru
seinna varð vélin fyrir alvarlegu áfalli í flugtaki uppi
í Mosfellssveit og skemmdist mikið.
— Eigið þér þá ekki neina flugvél núna?
— Reyndar. Um sama leyti og ég seldi Tiger
hdoth vélina, kevpti ég við sjötta rnann aðra vél.
Það var Proctor TF-FOA, en heppnin með hana
hefir ekki verið stórurn meiri. Hún hefir alltaf verið
í lamasessi að heita má. Fyrst var það mótorinn, sem
var í ólagi, en þegar við vorum loksins búnir að
koma honum í lag, bilaði hjólastellið í lendingu.
En það standa samt vonir til að hún komist ein-
hvern tíma í lag aftur.
— Hvenær tókuð þér einkaflugpróf?
— Vorið 1948, en öðlaðist þó, aldurs vegna, ekki
réttindi fyrr en á afmælisdaginn minn í fyrra. Þá
varð ég 18 ára.
—■ Og nú stundið þér flugstarfið af kappi?
— Ég hefi helgað mig því að öllu leyti. í júlí
1947 fékk ég atvinnu hjá Flugfélagi íslands og hefi
síðan unnið þar við hvers konar störf. Á flugskóla
Flugmálastjómarinnar gekk ég veturinn 1947—48, en
þá var kennt þar til einkaflugs. Síðastliðinn vetur
gekk ég aftur á skólann og lauk bóklegu prófi til
atvinnuflugs. Að minni hyggju er það góður skóli
Hér fer á eftir skrá með nöfnuin allra handhafa
íslenzkra Ioftferðaskírteina, ásamt fæðingardegi flug-
mannanna og ári. Röð skíiteinanna er í þeirri röð,
sém nöfn handhafanna eru talin.
Nr.
1.
2.
3'
4-
5-
6.
7-
8.
9-
10.
11.
12.
*3-
x4-
!5-
16.
!7-
18.
19.
20.
21.
22.
23-
Nafn:
Sigurður Jónsson ....
Björn Eiríksson .....
Agnar Kofoed-IIansen
Örn O. Johnson ....
Jóhannes Snorrason . .
Sigurður Ólafsson ....
Kristinn Olsen ......
Alfred Elíasson .....
Magnús Guðmundsson
Smári Karlsson ......
Skúli Petersen ......
Georg Th. Óskarss. (f)
Þorsteinn E. Jónsson .
Kristján Kristinsson (f)
Hörður Sigurjónsson ..
Kristján N. Mikaelsson
Hörður Jónsson.......
Halldór Bech ........
Njáll Guðmundsson ..
Gunnar V. Frederiksen
Jóhannes Markússon ..
Páll Magnússon ......
Kristján Steindórsson .
Fd. og ár Útgefið
18/2 ’io 17/2 ’4°
12/8 ’oi 17/2 ’4°
3/8 ’*5 4/5 45
18/7 ’!5 M/3 ’4°
12/9 ’11 22/n 43
i5/9 ’m 23/2 44
24/6 ’27 23/2 44
16/3 ’20 23/2 44
9/8 T6 24/4 44
20/3 ’23 29/5 44
26/1 ’25 1/6 45
25/5 ’24 4/5 ’45
19/1° ’21 21/2 ’47
17/8 ’23 2/6 ’45
26/7 ’21 H/7 ’45
4/6 ’20 7/8 45
28/6 ’27 2/2 46
9/7 ’21 20/2 46
8/9 ’22 6/3 46
25/7 ’22 6/3 46
4/9 ’25 rr\ OO iH 46
27/9 ’24 22/3 46
26/1 T6 29/3 46
e
og gerir miklar og strangar kröfur til nemenda sinna.
Mér líkaði þar vel.
— Og hafið þér þá orðið réttindi til atvinnuflugs?
— Nei, ég hefi enn ekki nógu marga flugtíma að
baki mér. Réttindi öðlast maður ekki til atvinnu-
flugs fyrr en eftir 200 flugtíma, en mig vantar enn
töluvert á það.
— Hvað segið þér svo um flugið í heild?
— Áhugi minn á því verður meiri þess oftar sem
ég flýg, og ég geri ekki ráð fyrir að ég iðrist þeirrar
ákvörðunar, að hafa lært flug. Meira hefi ég ekki
ástæðu til að segja að þessu sinni.
FLUG - 13