Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Blaðsíða 21
synlegt að ákveða, hvaða tegund flugu og véla
hentaði.
Eftirgrennslanir mínar og athuganir sannfærðu
mig urn, að það væri aðeins til ein gerð flugu, er
hæfði til slíks flugs — þriggja nrótora Fokker —
og aðeins ein tegund af vél — Wright Whirlwind.
Anthony Fokker er einn af flugtæknisnillingum
heimsins. Á unglingsárum teiknaði og smíðaði hann
sína fyrstu flugu, og þegar stríðið kom, bauð hann
bandamönnum hugmynd sína, en tilboðinu, — því
miður, að mínu áliti, — var ekki tekið. En síðan
bauð hann hana Þjóðverjum, sem tóku henni fegins-
lega, sér til rnikils hagnaðar og flugmönnum banda-
rnanna til rnikils tjóns.
Síðan reisti hann mikla verksmiðju í fæðingarborg
sinni, Amsterdam, og hóf að srníða Fokker farþega-
flugur í stórum stíl. Að lokum lét hann tilleiðast að
flytjast til Ameríku, þar senr hann varð forstjóri
flugdeildar hins rnikla fyrirtækis General Motors.
Þegar ég kom til Bandaríkjanna, var Fokker aðeins
nafn, sem ég hafði heyrt í sambandi við flugur, en
brátt átti það fyrir mér að liggja að fá mikla aðdáun
á þessum flugurn hans, og seinna, þegar ég kynntist
manninum sjálfum, náði sú aðdáun líka til hans.
Hann var snöggur og stuttur í spuna, svo að oft nálg-
aðist ókurteisi, en við nánari kynni kom í Ijós, hvað
hann var elskulegur maður. Hann er maður, sem nýt-
ur lífsins út í yztu æsar. Þó að hann sé enn maður
undir fimmtugt, er hann þegar meðal fremstu manna
á sviði flugtækninnar, og getur nú látið eftir sér uppá-
halds frístundaiðkanir sínar: hraðbátasiglingar og
hraðakstur í kraftmiklum bílum, auk þess, sem hann
er leikinn flugmaður. Kosturinn við Fokkerflugurnar
var sá, að á þær var í fvrsta sinni notaður „þykki
vængurinn", skástoðaður innan frá og þar með aukið
burðarmagn flugunnar.
Eftir að við höfðurn lengi kynnt okkur allt það,
er ritað hafði verið um þau afrek í flugi, er byggðust
á krafti og úthaldi flugunnar, komumst við að þeirri
niðurstöðu, að það voru Fokkerflugurnar, sem einna
bezta raun höfðu, og að Wright Whirlwind var traust-
asti mótorinn. Auk þess myndi Fokkerfluga gera það
að verkum, að við gætum fjórir tekið þátt í fluginu,
og það vrði mcð okkur loftskeytamaður auk siglinga-
fræðings.
Af Wright Whirlwind mótornum er það að segja,
að þá var hann í miklum metum, sem hann átti
fyllilega skilið. Þegar Byrd flaug til Norðurpólsins,
hafði hann notað þnggja rnótora Fokkerflugu með
Wright Whirlvind. Sama er að segja um Maitland og
Hegenberger í fyrsta velheppnaða fluginu til Hono-
lulu. Lindbergh hafði einnig notað þennan mótor í
Atlantshafsfluginu, og eins Chamberlin og Levine.
Það var greinilegt, að við gátum ekki fengið betri
mótor í okkar eigin flugu.
Við vorum komnir það langt áleiðis núna, að við
vissum, hvað við vildum.
Fvrir merkilega tilviljun komumst við í færi við
Fokkerflugu. Sir Ilerbert Wilkins hafði verið að
fljúga í norðurvegi og hafði nýlega gefizt upp við
tilraun til að fljúga yfir Norðurpólinn að sinni. Hann
hafði Fokkerflugu, sem hann þarfnaðist ekki, og frétti
á meðan hann var í Seattle, að við værum í San
Franeisco í leit að slíkri flugu. Hann tilkynnti mér
strax með símskeyti, að hann gæti selt okkur Fokker-
flugu, en að hún væri án rnótora og mælitækja.
Ég svaraði: „í tilefni af skeyti yðar. Komið til
Frisco og ræðum málið nánar.“ Hann kom, og í löng-
um sanrræðum fengum við hjá honurn rnikið af dýr-
rnætum upplýsingum, en hann sagði okkur líka sög-
una af flugunni, sem hann var fús til að selja okkur.
Hún hafði verið smíðuð af Fokkerverksmiðjunni
skömmu eftir að hún tók tij starfa í Bandaríkjun-
um, og átti að notast í Alaska og var af Fokker F. 7
monoplane gerð.
Flugunni hafði hlekkzt á í lendingu á ósléttum ís,
en henni var síðar bjargað og hún send, með annarri
Fokker einsmótors flugu, senr einnig hafði orðið
fyrir skemmdum, til Seattle. Þar hafði Wilkins fest
óskaddaða vænginn á F. 7 á skrokk hinnar Fokker-
flugunnar, en á henni hafði vængurinn skemmzt.
Seinna, þegar leiðangri Wilkins var lokið, var upp-
runalegi vængurinn og skrokkurinn af F. 7 sendur til
Seattle, og var þar flugan lagfærð af Boeing-verk-
smiðjunni.
Verðið, sem Wilkins heimtaði, var £ 3.000 og þó
að við hefðum nægilegt fé til að kaupa Fokkerinn,
þá höfðum við ekki nóg til að kaupa líka mótorana
og mælitækin. En heppnin var með okkur enn, því
að rétt um þetta leyti hittum við auðugan ástralsk-
an kaupmann, Mr. Sidney Mayer.
Við báðum hann að aðstoða okkur, svo að við gæt-
Urn keypt Fokkerflugu með þrem vélum til að fljúga
yfir Kyrrahafið.
Hann var á móti tillögunni, og þó að hann hefði
gjarnan viljað hjálpa okkur, fannst mér hann vera
rágur við að vera bandamaður í ævintýri, sem hann
var sannfærður um að myndi kosta okkur lífið. En
þegar hann sá að við vorum ákveðnir að gera til-
raunina, hvort heldur með þrem mótorum eða ein-
um, afhenti hann okkur af mikilli rausn £ 1.500 og
sagði okkur, að það væri gjöf.
FLUG - 19