Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 29
Douglas ,,Dakota“,
sem knúin er af túrbinuhreyflurn rneð skrúfum.
lienni, þótt hún væri nokkuð aftarlega í röðinni, því
að eins og nærri má geta, var hún höfð eins og
nokkurs konar rúsína í pylsuendanum. Flug þessarar
vélar tókst með ágætum, enda er Cunningham aðal-
reynsluflugmaður De Haviland ekki sagður neinn
skussi. Flugtækið virtist mjög einfalt, þótt vitanlega
væri ekki fullt mark á því takandi, vegna þess hve
létt vélin var, enda svo ráð fyrir gert, að hún hafi
að minnsta kosti 2 til 4 rakettur, er aðstoði við flug-
tak, þegar hún er hlaðin farþegum. Flug halastjöm-
unnar var svo fallegt og línur hennar svo yndislegar,
að maður varð bókstaflega bráðskotinn í flugvél í
fyrsta skipti á ævinni. Halastjarnan flaug nokkrum
sinnum yfir áhorfendasvæðið — svo hratt, að hún gaf
lítið eftir þrýstilofts-knúnu orustuflugvélunum, en
fegurð hennar var meiri en nokkurrar annarrar flug-
vélar á sýningunni, þótt Canberra vélin kæmist mjög
nærri henni. Auk þess hafði maður það á tilfinn-
Comet-vélin.
naumast tækifæri til að sýna yfirburði sína fram yfir
gömlu hreyflana.
Armstrong Siddeley sýndi þarna mjög merkilega
flugvél, sem flestir lesendur FLUGS kannast við,
Viscount, en því miður gafst rnanni ekki tækifæri
til að fljúga í Viscount-vélinni, en það verður maður
auðvitað að gera til þess að geta borið um eða fyllzt
heilagri lirifningu af yfirburðum túrbínuhreyflanna.
En þótt þarna væru rnargar og mjög merkilegar
farþegaflugvélar á sýningunni, þá virtust þó allir aðal-
lega bíða eftir einni farþegaflugvél, Comet-vélinni
eða halastjörnunni frá De Haviland. Loksins kom að
,...........1
Viscount-flugvélin.
ingunni, að þarna væri góð vél á ferðinni, sem væri
ekki fyrst og fremst ætluð herguðinum Marz, heldur
langtum frekar Júpíter.
Það var mjög gaman að sjá, hve lítið fer fyrir þrýsti-
loftshreyflunum og hve snoturlega var frá öllu geng-
ið í sambandi við staðsetningu þeirra. Auk þess fór
mann strax að dreyma um ferðalag í „Halastjömunni"
á milli heimsálfa. Frá íslandi færum við til Kaup-
mannahafnar á tæpum þrem tímum, á tæpum tveim
tímum til Skotlands og rúmum fimm tímum til New
York.
Það mætti halda lengi áfram að láta sig dreyma
um ferðalög til fagurra og fjarlægra staða í „Hala-
stjömunni" og án efa eiga margir af lesendum
FLUGS eftir að upplifa slík ferðalög í „vöku“ á
næstu árum. Ég veit, að íslenzkir flugliðar og flug-
áhugamenn óska Bretum til hamingju með sýning-
una og sigurinn. Þeir em vel að honum komnir.
FLUG - 27