Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 34

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 34
loftkældir stjörnuhreyflar með ermalokum (sleeve valves) og eru 2500 hestöfl hver. Hraði flugvélarinn- ar með þessum hreyflum er um 250 mílur á klst. í ráði er að smíða aðeins þessa einu flugvél (Braba- zon I) með Centaurus hreyflum og nota hana ein- göngu til reynslu og tilrauna, en srníða allar seinni vélarnar með Bristol Proteus túrbínu-blásturshreyfl- um með loftskrúfum, en slíkt fyrirkomulag er nú að ryðja sér nrikið til rúms í Englandi og þykir gefast með afbrigðum vel, m. a. gætir einskis hristings af slíkurn hreyflum. Með þeim á Brabazon flugvélin að geta flogið með 350 mílna hraða á klst. Bristol Brabazon, sem er stærsta farþegaflugvél, sem til er nú. Til þess að gera sér grein fvrir hinni gífurlegu stærð Brabazon vélarinnar, má geta þess, að hún er 177 fet á lengd og vænghafið er 230 fet. Vídd skrokksins er tæp 17 fet og liæð stélsins er 50 fet frá jörðu. Eina milljón og fimm hundruð þúsund hnoð þurfti til að festa yztu aluminíumplötunum á skrokk og vængi, og rafkerfi vélarinnar er sagt geta fullnægt rafmagnsþörfum smáborgar. Séu allar raf- leiðslur vélarinnar lagðar saman, verða þær 150 mílur á lengd! í Englandi var enginn flugvöllur til nógu stór og sterkbyggður til þess að þola svona þunga flugvél og varð því að byggja sérstakan flugvöll, i^4 mílu langan, í Filton. í því skyni þurfti að „flytja til“ heilt þorp, sem var í vegi fyrir flugvellinum. Sömu- leiðis þurfti að byggja geysistórt flugskýli til þess að setja flugvélina saman í. Er þannig búið að reikna út, að tvær fyrstu Brabazon flugvélarnar, ásamt flug- skvlinu og flugvellinum muni kosta samanlagt tólf milljónir sterlingspunda. Brabazon flugvélin er byggð sérstaklega fyrir Norð- ur-Atlantshafsflug, en ekki er talið líklegt, að hún verði tekin í notkun fyrir reglubundið farþegaflug fyrr en 1954. Margir eru þeirrar skoðunar, að fargjöld muni lækka stórlega með notkun slíkra risaflugvéla og gera þannig flestum kleift að fljúga milli heims- álfa fvrir sanngjarnt verð. En úr því mun reynslan ein geta skorið. Framtíðars Donfilas DC 3? ■pvEGAR tillögur I.C.A.O. unr flugtaks og eins- hreyfils flugeiginleika flugvéla verða gerðar að lögum (1954), verður burðarmagn hinnar gömlu og þaulreyndu Douglas DC 3 minnkað svo til muna, að notkun hennar borgar sig ekki lengur fjárhagslega. Munu þá mörg flugfélög, og eiginlega flest öll þau smærri, lenda í miklum vandræðum, því að DC 3 er ennþá langsamlega mestnotaða flutningaflugvélin í heimi. Til að bæta úr þeirn erfiðleikum, sem við þetta munu skapazt, hefir Douglas verksmiðjan á boðstólnum nýja Super DC 3, mikið endurbætta og kraftmeiri, en þar sem kostnaður hennar er áætl- aður um $ 200.000, er mjög líklegt að flest flug- félög í Evrópu, að minnsta kosti, muni eiga erfitt að skrapa saman svo mikið af dollurum. En nú hafa komið fréttir um öðru vísi tilraun til að endumýja hina vinsælu gömlu DC 3, sem sé að setja í hana kraftmeiri mótora, og þar nreð framlengja starfsævi hennar. En hin nvja tilraun er ekki aðeins mótor- Douglas Dakota með túrbinu-hreyflum. afls aukning; hún færir DC 3 fram í hóp þeirra ný- tízku flugvéla, sem nú eru í smíðum, því að hinir nýju mótorar eru túrbínu-skrúfumótorar (turbo- props). Þann 27. ágúst flaug í Englandi, í fyrsta skipti, venjuleg DC 3 með Mamba túrbínu-skrúfu hreyfl- um, sem eru 1.475 hestöfl hvor. Voru þeir settir í 32 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.