Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 36

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Side 36
GARÐAR GÍSLASON: Tvær ræður. i. Við viljum fara að fljúga, eu okkur vantar vængi. Einhver algengasta ósk manna er að komast fljótt frá einum stað til annars. Það er dýrmætt að geta rennt huganum á svipstundu til yztu takmarka þess, er við skynjum, og geta látið hann dvelja þar, en það fullnægir ekki útþrá okkar, því að líkaminn vill vera með. Oft öfundum við þess vegna fuglana, sem eru svo fljótir að fljúga um loftið og berast á eigin vængjum á milli þeirra staða, serr. þeim eru geð- felldastir. Menn hafa fundið upp ráð til að draga úr fjar- lægðum. Menn talast við í fjarlægð eftir málmþráðum, og senda jafnvel þráðlaus skeyti um langa vegu. Og hug- vitsmenn hafa keppzt við að endurbæta samgöngu- tækin á sjó og landi í þá átt að flýta ferðinni. Á síðustu tímum hafa þeir gefið flugferðum mesta at- hygli, og framfarir í því efni eru svo miklar, að þær gefa öllum þjóðum von — ef ekki vissu — um að loftleiðin sé bezt. Á þann hátt sé skrokkurinn skemmst á eftir huganum. * Eins og kunnugt er, hefir þegar vaknað áhugi hér á landi í þá átt að kynna og reyna flugferðir. í því skyni hafa nokkrir menn hér í bænum bundizt félags- skap. Félagið heitir „Flugfélag íslands". í félagið hafa þegar gengið um 50 manns, er hafa lagt í sjóð félagsins um 25000 krónur. Félagi getur hver sá orðið, er leggur fram til fyrirtækisins að minnsta kosti kr. 200,00 (til er kr. 2000,00 framlag), þá fær hann fé- lagsskírteini. er tilgreinir hina greiddu upphæð. Til þessara tilrauna og undirbúnings til gagnlegra flugferða hér á landi, þarf sameiginlega krafta allra, sem efla vilja framfarir hér á landi og efni hafa á að leggja nokkuð af mörkum til þeirra. Félagið þarf á miklu fé að halda til þess að eign- ast flugtæki — eina eða fleiri vélar —, lendingarstaði og geymslubyrgi, að kosta flugmenn hingað, sem geti kennt okkur að fljúga o. fl. Stjórn félagsins hefir gert áætlun um, að ekki veiti Hr. GARÐAR GISLASON, siórkaupmaður, sem um nokkurra ára skeið heíii veriö búsettur í New Yoik, var hér á ierð í haust. En hann var formaður gamla „Flugfélags íslands“ írá 1919, svo sern sjá má aí grein Halldórs /ónassonar í síðasta hefti FLUGS. Aíhenti Garðar oss tvær ræður, er hann haíði ílutt — aðra á útbreiðslufundi, er haldinn vai skömmu eftir stofnun Flugfélagsins, en hina þegar fyrsta flugsýningin var haldin, í september 1919. — Fara ræðumar hér á eftir: af 80000 krónum, svo tryggilega væri af stað farið. Þó því sé treyst, að margir einstakir menn „eigi örva hönd“ til fjárframlaga í þessu skyni, er þess fastlega vænst, að landsstjórn, þing og þetta bæjarfélag greiði vel götu fyrirtækisins. Þátttaka í félaginu á ekki að baka neinum fjár- hagshættu fram yfir tillag. Fyrir því var meðal annars séð með því að kjósa íhaldsseggi í stjómina. Aftur á móti, ef vel gengur — sem við vonum —, mun það vera mjög almennur vilji félagsmanna að starfrækja 34 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.