Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 37
flugferðir, þegar tilraunum og námskeiði er lokið,
og þá eiga þeir, sem nú brjóta ísinn og leggja fram
fé og krafta, að njóta forréttinda eða ágóða í réttu
hlutfalli við þátttöku. ,
Ég geri nú ráð fyrir, að hér muni vera saman-
komnir í kvöld ýmsir, sem áhuga hafa á málinu og
fúslega vilja gerast félagar eða styrkja viðleitni vora
á einhvem hátt.
Stjórnendumir leyfa sér því að bjóða fram eyðu-
blöð fyrir væntanlega þátttakendur, er óskast útfyllt
nú í kvöld eða síðar og svo aflient eða send ritara
félagsins, herra Halldóri Jónassyni.
II.
Háttvirtu tilheyrendur!
Þið hafið komið hingað til þess að sjá fyrstu flug-
vélina, sem til íslands hefir flutzt, og sjá hana í
fyrsta sinn hefja sig til flugs. Ég vona að ykkur
gefist svo vel á að líta, að þið munið þá sjón, og
að þessi viðburður verði svo þýðingarmikill í fram-
farasögu þessa lands, að dagsins í dag verði síðar
minnst sem merkilegs í samgöngum þjóðarinnar.
Landið okkar er stórt en strjálbyggt. Það er ógreitt
yfirferðar, og ýmsra orsaka vegna hefir það farið á
mis við aðal samgöngutæki flestra annarra landa: eim-
reiðina. Flutningar og ferðalög á íslandi hafa því
kostað margfalt meiri tíma og fyrirhöfn en annars
staðar. Af því hefir aftur leitt dýrtíð og deyfð í fram-
förum og þjóðin hefir í flestum efnum orðið langt
á eftir tímanum.
Hér sjáið þið í dag samgöngutæki, sem ekki er
bundið við brýr eða vegi. Það fer yfir fjöll og dali,
hraun og jökla, fljót og firði með margfalt meiri
hraða en eimreiðin kemst um engi og akra í öðrum
löndum..
Þessum samgöngutækjum eigum við því að taka
með opnum örmum og nota okkur þau sem bezt,
mun þá eigi ætíð á okkur sannast, að við séum eftir-
bátar annarra.
Ég ætla ekki að rekja sögu flugvélanna, því að
flestir þekkja hana á yfirborðinu, eins og ég. En
við þekkjum ekki hver ógrynni fjár og fyrirhafnar
það hefir kostað ýmsa menn og þjóðir að gjöra flug-
vélina þannig úr garði eins og við sjáum hana nú,
og efast ég þó eigi um það, að enn eigi hún eftir
að taka ýmsum breytingum til bóta.
Flugvélamar unnu þýðingarmikið hlutverk í stríð-
inu, og nú eru þær víða erlendis í friðsamlegum
ferðum með farþega og flutning. Og þegar er fengin
sönnun fyrir því, að þær em samgöngutæki framtiðar-
iunar. En þær hafa kostað þjóðirnar rneira en fé og
fyrirhöfn. Þær hafa kostað líf margra manna.
Það er bezta sönnun þess, hve sterka trú menn
hafa haft á nytsemd flugvélanna, að ávallt hafa marg-
ir verið reiðubúnir að freista flugs í stað fallinna
rnanna. Ég efast ekki um, að sú verði og raunin á
hér, ef slys skyldi bera að höndum, að hvorki skorti
á trú til flugvélanna né hug afkomenda söguhetjanna
fornu, sem hvorki hræddust bál né brand, enda hafa
íslendingar ekki látið hættu aftra sér frá að rækja
skyldur og atvinnuvegi. Þeir sigldu um höfin á ófrið-
arárunum, þótt sprengidufl og kafbátar lægju í leyni
í öldunum. Sjómennirnir leggja ekki árar í bát, þótt
Rán heimti dýrar fómir úr flokki þeirra. Og á landi
hræðast menn ekki fjúk og fönn á ferðalagi, þótt
margur hafi orðið úti.
Ef um framför eða nauðsyn er að ræða, er hættan
hvöt fyrir þann, sem hugprúður er, og ekkert yrði
honum gert ógeðfelldara og óverðugra, ef óhapp bæri
að höndum, en það, að ófarir hans slægi óhug á aðra
og drægi úr bjargráða- eða framfara-viðleitni.
Eigi er svo að skilja, að ég álíti flugferðir rnjög
hættulegar. Reynsla síðustu tíma sýnir, að þær séu
þvert á móti tiltölulega hættulitlar, þar sem vara-
semi er við höfð og góð skilyrði eru fyrir höndum.
Þakkað sé hugvits- og örlætismönnum þeim, sem lagt
hafa fram krafta sína til þess að fullkomna svo þenn-
an undra gand, að við getum nú óhrædd svifið á
honum um loftið.
Þó flugtækjaþörfin sé mikil hér á landi, kann svo
að reynast, að skilyrðin fyrir hættulausum ferðum sé
eigi fynr liöndum vegna veðráttufars, landslags, fá-
kunnáttu og fjárskorts. En það er skylda allra, sem
framförum unna, að bæta skilyrðin og draga úr hætt-
unni.
Stjóm þess félags, sem nokkrir framtakssamir menn
mynduðu nýlega, til þess að brjóta ísinn í þessu efni
og sýna flugvél og flug, hefir gjört allt, sem í henn-
ar valdi hefir staðið, til þess að fara tryggilega af
stað. Hún hefir útvegað þaulæfða og þrautreynda
útlenda starfsmenn, og vandaða og viðurkennda
flugvél, án tillits til kostnaðar.
Jafnframt treystir hún því, að þjóðin sýni eigi
tómlæti og skilningsleysi á því, hvað henni horfir
til heilla, og að hún greiði að sínu leyti götu þess-
arar nýjungar, dragi úr hættunni og bæti flugskil-
yrðin, eins og frekast er unnt.
Ég efast eigi um, að hið háttvirta Alþingi styrki
ríflega með fjárframlögum nú og framvegis þessa
framfaraviðleitni, svo að félag það, sem hér á hlut
að máli geti aflað sér þeirra flugtækja, sem tryggust
FLUG - 35