Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Page 38

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Page 38
eru og gagnlegust. geti lagað lendingastaði, byggt skýli, og síðast en ekki sízt, kostað hæfa menn til fiugnáms og starfrækslu, til þess að hættulitlar og hagkvæmar flugferðir komist á hér á íslandi í ná- inni framtíð. En jafnframt skora ég á alla — unga sem gamla, konur og karla — að styrkja og tryggja fyrirtækið. Þegar um framfarir er að ræða, verða allir að leggj- ast á eitt með hug og hönd. Með því einu móti getur landið veitt þessari fámennu þjóð þau lífs- skilyrði, sem nútíðar andinn krefst. Ef þjóðin er í flestum efnum eftirbátur annarra, má búast við að kjami hennar flýi land og leiti gæfunnar, þar sem menningin er meiri og skilvrðin betri. \hð eigum afl í landinu, sem legið hefir ónotað frá ómunatíð, vegna vankunnáttu, framtaksleysis og fátæktar. Ef við náum eigi því afli og getum eigi hagnýtt það af eigin ramleik, er eigi aðeins vansa laust heldur skylt að fá þekkingu og fé frá öðrum þjóðum til þess að velta því hlassi með okkur. En í smærri greinum eigum við að treysta á okkar eig- inn mátt, sem miklu getur til leiðar komið, ef menn eru samtaka og hafa vilja á að vinna. Ég nota tækifærið að þakka þeim mönnum, sem begar hafa lagt hundruð og þúsundir króna til þess að hrinda þessu fyrirtæki á stað, og ég óska að engan þeirra þurfi að iðra þess, heldur njóti þeir — bein- línis eða óbeinlínis — vaxta þess fjár. Hlutdeildabréf félagsins verða gefin út innan skamms með mynd af þessari fyrstu flugvél, sem til landsins hefir flutzt. Herra Halldór Jónasson, Vonar- stræti 12, veitir áskriftum og hlutafé móttöku. Nelson sagði forðum, þegar mikið lá við, að ætlast væri til þess, að hver gerði skyldu sína. Nú efast ég ekki um, að margir finni sér ljúft og skylt að veita lið góðu málefni. Ég hlakka til að líða um loftið og njóta útsjónar- innar, og ég veit, að víðsýnið úr flugvélinni muni örva menn bezt til eflingar þessa fyrirtækis og ann- arra dáðríkra starfa. Þess vegna og til ágóða fyrir félagið mun mönnum verða gefinn kostur á að skreppa í loft upp, næstu daga, ef veður leyfir. Munu menn þá sannfærast um ágæti þessara nýju samgöngutækja. * Að endingu bið ég „hann, sem stýrir stjama her,“ að bægja slysum og dauða frá þeim, sem ferðast á þessum nýju farartækjum, og að þau verði landi og lýð til blessunar. G. G. í rá Flu.éiélagi íslands. Fyrstu níu mánuði ársins 1949 hafa flugvélar Flugfélags ís- lands flutt samtals 27.932 farþega, þar af 23.560 innanlands og 4.372 á milli landa. Á sama tímabili í fyrra flutti félagið alls 23.077 farþega, og hefir þannig aukningin í ár numið um 20%. Vöruflutningar innanlands hafa aukizt rnikið í ár. en á níu fyrstu mánuðum ársins fluttu flugvélar F.í. 106.534 kg. af ýmiskonar vörum, aðallega landbúnaðarafurðum, svo sem kjöti, ull, rófum 0. fl. Þá var flutt allniikið af fóðurbæti og bygg- ingarefni til Fagurhólsmýrar í Öræfum, en þaðan var svo aftur flutt til Reykjavíkur kjöt 0. fl. í haust var dráttarvél (traktor) flutt loftleiðis með einni af Douglas flugvélum félagsins. Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkur gripur er fluttur með flugvél hér á landi í heilu lagi. Dráttarvélin vóg uni 1100 kg., og var lienni ekið af palli vörubifreiðar inn í flugvélina, eftir að öll sæti og ýmislegt annað hafði verið tekið í burtu. Póstflutningar með flugvélum F.í. frá áramótum til sept- emberloka námu um 67 smálestum, og er það svipað magn og á sama tíma í fyrra. Þann 20. september s.l. flaug roo þúsundasti farþeginn með F.f. Farþeginn var Jófriður Halldórsdóttir hjúkrunarkona úr Reykjavík, og flaug hún til Akureyrar með Douglas flugvél- inni „Glitfaxa". Er Jófríður sté upp í flugvélina, var henni tilkynnt, að hún fengi ferðina norður og til baka ókeypis og sömuleiðis ferð til útlanda. Þann 26. október lenti Douglas flugvél frá F.í. í fyrsta skipti á hinum nýja flugvelli við Sauðárkrók. Voru reglubundnar flug- ferðir hafnar þangað 29. sama mánaðar, og er nú flogið á miðvikudögum og laugardögum. Umboðsmaður F.í. á Sauðár- króki er Valgarð Blöndal, kaupmaður. Eru ferðir þessar mikil samgöngubót fyrir íbúa Sauðárkróks og nærliggjandi sveita, einkum þó á vetrum, þegar snjóar tálma samgöngur á landi og erfiða mjög alla aðflutninga. Reglubundnum flugferðum er nú haldið uppi til 16 staða innanlands með flugvélum F.f. eftir að ferðir til Sauðárkróks voru teknar upp. í októbermánuði voru fluttir alls 1923 farþegar með flug- vélum F.Í., þar af 1623 í innanlandsflugi og 300 á milli landa. Vöruflutningar innanlands hafa aldrei verið jafn miklir og í októbermánuði. Flutt voru samtals 80.299 kílógrömm af vörum, en það er um helmingi meira magn en flutt hefir verið áður á einum mánuði. Póstflutningar með flugvélum F.f. í október námu 5.207 kg. FLUG Ffug keniur að þessu sinni út tvöfaft og er óvenju (jölbreytt að efni. Hins biður Fíug lesendur sína vel- virðingar á, hversu mjng hefur dregizt að koma þessu blaði 1it, cn til þess Jigg/a ýmsar ástæður, sem ekki verða raktar hér. Ef aJJt gengur að óskum, er í ráði að koma 5. tbl. út um eða fyrir áramót, en ef það tekst ekki, koma 5. og 6. tb]. út eins (Ijótt og auðið er eftir áiamótin, og er þar með loforðum útgáfunefndar blaðsins við Jesendur fullnægt FJug vill vek/a athygli lesenda á því, að það tekur til birtingar hvers konar aðsent efni, sem nýtilegt má telj- ast og varðar flug eða flugmál. Væri æskiíegast að slíkar greinar berist ritst/óranum hið allra fyrsta. 36 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.