Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Page 45

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Page 45
í byrjun júnímánaðar konru hingað þeir Capt. A. B. Youell og hr. M. Finch vélaverkfræðingur, er falið hafði verið að kenna tveinrur flugmönnunr að fljúga, svo og að kenna tveimur íslenzkum vélvirkjum með- ferð vélarinnar. Þann 10. júní rná telja mikinn merkis- dag í íslenzkum flugmálum, vegna þess að þann dag hefur fyrsta Helicoptervélin sig til flugs á íslandi. Skýrði Halldór Kjartansson frá því, að lánstíminn, sem hefði verið miðaður við sex mánuði og 75 klukku- stundir samtals í lofti, væri nú útrunninn. Að öðru leyti vísaði Ilalldór til Slvsavamafélags íslands, Land- helgisgæzlunnar og annarra aðila, er mest höfðu með tilraunir þessar að gera. Forseti Slysavarnafélags íslands, hr. Guðbjartur Ólafsson, tjáði blaðinu, að margs konar tilraunir til björgunar, sjúkraflutninga og leita að týndum nrönn- um á heiðum uppi hefðu verið gerðar. Árangurinn af tilraunum þessunr hefði verið svo góður, að Slysa- varnafélag íslands hefði tilkynnt ríkisstjórninni, að það hefði ákveðið að festa kaup á Helicoptervélinni með vissum skilyrðum, einkanlega að ríkissjóður, með tilliti til notkunar á vélinni til landhelgisgæzht, tæki á sínar herðar allan kostnað af rekstri vélarinnar. Hr. Jón Oddgeir Jónsson fulltrúi Slysavarnafélags íslands, sem falið hafði verið að taka þátt í tilraunum þess- um bf’xir hönd félagsins, kveðst vera rnjög ánægður með árangurinn, og telur æskilegt að hægt verði að taka Helicopterinn til raunhæfrar notkunar sem allra fyrst. Hr. Pálmi Loftsson forstjóri Skipaútgerðar ríkisins hefir gefið blaðinu þær upplýsingar, að tilraunir þær, sem Skipaútgerðin lét gera í sambandi við landhelgis- gæzlu undir forustu hr. Þórarins Björnssonar skip- herra og hr. Lárusar Eggertssonar björgunarfræðings, hafi tekizt með þeim ágætum, að Skipaútgerðin hafi með bréfi tilkynnt flugmálaráðuneytinu, að Skipa- útgerðin mæli með kaupum á vélinni til landhelgis- gæzlu, í samvinnu við Slysavarnafélagið, sem mvndi nota hana til björgunar og sjúkraflutninga. Blaðið hefir einnig snúið sér til þeirra tveggja ís- lenzku flugmanna, sem lærðu að fljúga Helicopter- vélinni, og fara hér á eftir stutt samtöl við hvom þeirra. Karl Eiríksson minntist á það, að það, sem upphaflega hefði vakið athygli sína á Helicopter- flugvélum, hefði verið sú staðreynd, að hann hefði verið vitni að því, er kalla mátti yfirnáttúrlega björg- un tveggja barna, sem flutu á ísjaka niður eftir Niagarafljótinu og bjargað var úr Helicopter-flugvél á síðustu stundu, eftir að allar aðrar tilraunir til björgunar höfðu mistekizt. Karl telur tvímælalaust að koma rnegi við björgun úr Flelicoptervél í mörgum tilfellum, þar sem að enginn kostur sé að beita öðr- Helicopterinn yfir Reykjnvik. FLUG - 43

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.