Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 52

Flug : tímarit um flugmál - 01.08.1949, Qupperneq 52
Sacramenlofljótið. djúpur og þröngur dalur. Voru þar nokkur smábýli og þorp, járnbraut lá með fram hlíðinni og Sacra- mentoáin rann eftir dalbotninum og út í mjög kvísl- ótt vatn. Voru þar margir sumarbústaðir og víða fagrar brýr yfir kvíslarnar. Komum við nú niður í Sacramentodalinn, og héld- um til að byrja með að við værum villtir. Við höfð- um heyrt, að þetta væri óvenjulega gróðursæll dalur. en við sáum ekki stingandi strá. Þegar neðar kom breyttist þetta, en það voru ekki meir en 1—2 km. til hvorrar handar út frá ánni, sem rann eftir miðjum dalnum, senr var ræktaður. Voru þar nær eingöngu aldingarðar. Hitinn var óþolandi, 110—115° F, en loftið var þurrt og bætti það úr. Þessir miklu hitar gerðu, að ekki var hægt að rækta neitt nema á því svæði, sem vatn til vökvunar var fyrir hendi. Eftir 21/9 klst. flug lentum við í Redding og vor- um nú komnir í hið sólríka Californíuríki. Við vor- um búnir að fljúga 6 klst. 15 mín. þennan dag, en Landar i San Francisco. Islenzki konsúllinn i miðið. TÍMARIT UM FLUGMÁL / / RITSTJÓRI: / ÞORSTEINN JÓSEPSSON. / l ÚTGEFANDI: FLUGÚTGÁFAN j Í(Félag islenzkra einkaflugmanna, / Félag islenzkra atvinnuflugmanna, / Flugvirkjafélag íslands, / ( Svifflugfélag íslands.) (. | Utanáskrift: FLUG, P. O. Box 56, Reykjavík. '( ) Umboðsmenn: ) ( Gísli Ólafsson og Kristinn Hallson, Reykjavik. / / Áskriftargjald kr. 35.00 árg. Greiðist fyrirfram. / ( PRENTSMIÐJAN ODDI H.F., REYKJAVÍK ( forvitnin eftir að sjá San Francisco dreif okkur áfram eftir litla hvíld. Ætluðum við að lenda á velli, sem heitir Fairfield, 165 mílur frá Redding. Ekkert bar fyrir augun á leiðinni niður eftir Sacra- mentodalnum, nema aldingarðalínan við ána og eyði- mörkin báðum megin við hana. Fairfield lá á auðu svæði, hvergi var hús eða maður sjáanlegur, og völl- urinn lokaður. Næsti völlur var Valeejo, en okkur leizt ekki á að fara áfram út af benzíninu. Það var samt ekki um annað að ræða. Við treystum benzín- mælinum, sem sýndi að við höfðum tæplega 1/ eftir, og héldum til Valeejo. En heldur voru þær óþægi- legar síðustu tíu mínúturnar, eftir að fór að skína í núllið. Við okkur blasti San Francisco-flóinn, og þar sem farið var skyggja, voru tendruð ljósin í San Francisco, Oakland og Berkeley. Var það stórkost- legt á að líta. Og ekki ber að gleyma brúnum frægu, Gullna hliðinu og Oaklandbrúnni. Að lokum lentum við, vorum við þá búnir að vera 9 klst. og 35 mín. á lofti. Vorum við svo þreyttir, að við letum mennina hugsa um dótið og vélina, Og flýttum okkur beint í rúmið. 50 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.