Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 5
Heimili og skóli
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
20. árg. Maí—Ágúst 1961 3.-4. hefti
Forvitni
Einu sinni, og það er ekki langt
síðan, var forvitni talin deiðinleg
ódygð, og foreldrar töldu það skyldu
sína að halda henni sem mest í skefj-
um hjá börnum sínum. Það er satt, að
sú tegund forvitni hjá fullorðnu fólki,
sem birtist í hnýsni um annarra hagi
og annarra líf, er heldur leiðinleg, en
forvitni hjá börnum er allt annars
eðlis. Og foreldrar, sem reyndu, eða
reyna kannski enn, að bæla hana nið-
ur, vita ekki, að þeir eru að kæfa
heilaga glóð, sem hverjum manni er í
brjóst lagin: — sjálfa þekkingarþrána,
sem knúið hefur mannkynið áfram til
meiri og meiri menningar og þroska
um óteljandi aldaraðir. Þessi þrá verð-
ur að vísu aldrei kæfð eða slökkt, en
það má bæla hana og lama með
óskynsamlegum viðbrögðum. En for-
vitnin og þekkingarþráin eru eitt og
hið sama. Þessi meðfædda, djúpa þrá
fellur ekki í neinum farvegi hjá
börnunum, þar er ekki um neina
skipulagða leit að þekkingu að ræða,
heldur tilviljanakennt fálm í hálf-
gerðu myrkri. En það er okkar að
skipuleggja hana og beina inn á vissar
brautir.
Spurningar barna eru því að vonum
oft fávíslegar, en af þeim stafar þó
oftast einhver yndislegur sætleiki og
sakleysi, og stundum er erfitt að svara
þeim rökrétt. En spurul börn eru oft-
ast efnileg börn, það er því höfuðsynd
að bregðast illa við spurningum
þeirra, eða leiða hjá sér að svara.
Hvort tveggja er bæði ómaklegt og
óskynsamlegt.
„Vertu ekki alltaf með þessar
spurningar, barn.“ — „Þú færð að vita
þetta seinna, þegar þú stækkar." —
„Æ, þegiðu nú strákur, þú truflar
mig!“
Skyldu ekki einhverjir kannast við
þetta úr sínu eigin lífi?
Hér eiga þó ekki allir óskilið mál.
Til er fjöldi foreldra, sem hefur unun
af að tala við börn sín og svara spurn-
ingum þeirra, og þar held ég að mæð-
urnar standi fremstar í flokki.
Með því að svara ekki spurningum
barnanna er verið að leggja stein í
götu þeirra til meiri þekkingar og
þroska. Hitt er svo annað mál, að það
er ekki alltaf vandalaust að svara þess-
um spurningum, en það verður alltaf
að afgreiða þær á einhvern hátt,
svo að börnin megi vel við una,
hvekkist ekki og hætti að spyrja. En
sé barni ekki svarað að staðaidri af
ásettu ráði, eða leti og trassaskap, get-