Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 6
50
HEIMILI OG SKÓLI
ur það haft slæmar afleiðingar. Þá
leitar það inn í sjálft sig, hneigist til
draumóra inni í sínum hálflukta
heimi. Hitt er þó verra og alvarlegra:
Það fer að líta á forvitni sína — þekk-
ingarþrá sína — sem eitthvað ljótt, sem
það verði að halda aftur af. Það fer að
skammast sín fyrir fávísina gagnvart
fullorðna fólkinu, sem veit allt. Þekk-
ingarþráin, þessi fágæta og dýrmæta
guðs gjöf, hefur orðið fyrir alvarlegu
áfalli, vegna skammsýni annarra.
í þessu sambandi er vert að minna
á annað mikilvægt atriði, sem er ná-
skylt þessu, en það er hvort mikið eða
lítið er talað við börnin á heimilun-
um. Sum börn eru varla talandi, þeg-
ar þau koma í skólana sjö ára. Það seg-
ir sína sögu. Þetta erti börnin, sem
lítið er talað við heima. Þau dvelja
mikið á götunni. Foreldrarnir vinna
kannski báðir úti. Og við hverju er
þá að búast? ímyndunarafl margra
þessara barna er ákaflega ófrjótt og
hugsun þeirra og mál í frumstæðasta
lagi. Þessi böm eru illa undir það bú-
in að hefja skólanám. Til þess vantar
allan grundvöll. Það gerir minnst
til, þótt þau komi ekki læs, en undir-
stöðuna undir lestrarnámið, hið tal-
aða mál, vantar að verulegu leyti.
Orðaforði slíkra barna verður fram
eftir öllu mjög lítill, og það tefur fyrir
lestrarnáminu, jafnvel þótt börnin
séu allt að því meðalgreind. Þau eiga
því mjög erfitt með að tjá hugsanir
sínar bæði í töluðu og rituðu máli.
Málið verður yfirleitt frumstætt og
geta þau jafnvel búið að því alla
ævi, ef þau hafa ekki lært sæmilega að
tala fyrir skólaaldur.
Þegar slík börn koma í skóla verður
að byrja á því að kenna þeim að tala,
kenna þeim að tjá sig bæði með tal-
æfingum og síðar örstuttum frásögn-
um, er síðar má lengja. Við þetta þarf
nokkra þolinmæði og þyrftu slík böm
að hafa sértíma, vegna hinna barn-
anna í bekknum, sem betur eru stödd.
Þetta er þáttur í móðurmálskennsl-
unni, sem líklega er einnig vanræktur
í skólunum, vegna þess, að kennarar
átta sig ekki á því, hvað mál þessara
barna er frumstætt. Oft eru þessi börn
mjög seinþroska, og verður því ekki
allri skuldinni skellt á heimilin, en oft
stafar þetta af því, eins og áður er
sagt, að of lítið hefur verið talað við
börnin. Þeim hefur verið sagt of lítið,
og kannski hefur verið vanrækt að
svara spurningum þeirra.
Tímabilið frá vöggualdri til skóla-
aldurs er tími mikils og margþætts
þroska. Það er tímabil mikillar
grósku í lífi barnsins. Þá er allt að
vakna og allt að skýrast smátt og
smátt. Það er ekki hægt að flýta þess-
ari þróun, en oft má létta undir með
henni á margan hátt, einkum eftir að
barnið fer að tala og skilja mælt mál.
Það er sífelld spurn í þessum litlu
augum, sem horfa út í hið óþekkta.
Það skín úr þeim heilög forvitni, sem
bíður svara, og þegar að því kemur, að
þau fara að spyrja, má ekki standa á
svörunum. Þessi unga vitund minnir
á blómknapp, sem er að reyna að
springa út. Það má með engu móti
seinka því kraftaverki. En foreldrarn-
ir og aðrir, sem umgangast börnin,
mega ekki láta sér nægja að svara
spurningum barnanna. Þeir eiga að
tala við barnið að fyrra bragði, ekki á
neinu tæpitungumáli — það er hættu-