Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI 57 að mætast í leik og starfi. í sameigin- legu starfi kemur betur en ella í 'ljós, að hagsmunir og farsæld hinna eldri og yngri fara saman, hvort sem það er nú í húsverkum, úti í garðinum, í knattleik eða einhverju öðru tóm- stundastarfi. Og ég held, að slík samvinna hafi verið auðveldari áður fyrr en hún er nú. Og líklega er hún auðveldari í sveitinni en í bæjunum. Og það er hugsanlegt, að ein ástæðan til þess, að minna var af „erfiðum unglingum“ fyrr á árum, eigi rætur sínar að rekja til þess, að börnin nutu þá meiri sam- vista við fullorðna fólkið en nú tíðk- ast. Kannski stendur það eitthvað í sambandi við okkar tæknimenningu, að nú er erfiðara að komast yfir þröskuldinn á milli leiks og starfa? Kannski verða svo þessi vistaskipti svo algjör, að börnin taka of lítið af leiknum með sér yfir í heim hinna fullorðnu. Innra með okkur öllum býr þó gleðiþráin, hið skapandi ímyndun- arafl, sem ekki má deyja. Hér er ekki um að ræða að hafna annað hvort leiknum eða starfinu. Við eigum að hlynna að hvoru tveggja — leiknum og starfinu. — Fyrr á tímum, og jafn- vel enn í sveitunum, voru öll störf bundin við heimilið. Heimilið og vinnan voru eitt. Börnin fylgdust með störfum foreldra sinna árið um kring, og annarra fulltíða manna á heimil- inu, og þau uxu inn í þessi störf. Kannski voru of snemma og langvar- andi lagðar á þau þungar skyldur, svo að leikurinn varð að sitja á hakanum? Kannski var börnunum ætlað of mik- ið af leiðinlegum og einhliða störfum, svo sem að reyta arfa, þvo upp, og kannski þeim hafi þótt nóg um að þurfa að búa alla sína ævi á sama stað: en þarna fundu þau sig vaxa í samstarfi við fullorðna fólkið og verða smátt og smátt hlutgeng meðal þess. Letta er allt öðru vísi í bæjum vorra daga. Þar fer faðirinn að heiman til vinnu sinnar 0? oft móðirin einnis:. Börnin líta á starf föðurins sem eitt- lrvað óþekkt, sem tekur hann frá þeim. Eins er þessu farið með móður- ina. Stundum snýzt þetta raunar þann- ig við, að móðirin sendir börnin burt af heimilinu til að hafa frið til að vinna heima. Vinnan verður þannig í augum barnanna eitthvað, sem skilur þau frá foreldrunum, sem tekur að minnsta kosti föður þeirra frá þeim. Svo kemur pabbi þreyttur heim frá vinnu sinni, börnunum er þá kannski sagt, að þau megi ekki leika sér og hafa hátt, því að nú verði pabbi að fá frið til að hvíla sig. Vegna alls þessa verður ,,vinnan“ óvinur þeirrá, sem tekur pabba (og mömmu) frá þeim og fer illa með þau. Góðu dagarnir eru þeir einu, þegar pabbi vinnur ekki, því að þá er hann heima og er glaður. Jafnvel á nýtízku sveitabæjum verður starf föðurins fjarlægt þeim. Þarna eru vélarnar komnar inn á myndina, og þær eru börnunum hættulegar. Á meðan gamla Brún var beitt fyrir plóginn, var hættulaust að leyfa börnunum að halda í taumana, en það er ekki fyrir börn að sitja á dráttarvélum. Sama vandamáið verður fyrir okkur inni í heimilunum. Mamma vinnur ekki heimilisstörfin eins og amma gerði. Hún kaupir allt brauð í brauð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.