Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.08.1961, Blaðsíða 14
58 HEIMILI OG SKÓLI búðinni. Hún kaupir fiskbúðing eða frystan fisk, jafnvel fötin utan á börn- in 0°: annað heimilisfólk. Hún lætur o vélar vinna mestöll eldhússtörfin. Barnið getur að vísu verið með í mat- argerðinni í eldhúsinu, en áhættan liggur í því, að það getur t. d. brotið hrærivélarskálina, en þessi tæki eru of dýr til að gera tilraunir með þau. Hin nýja tækni, sem auðveldar öll heimil- isstörf, krefst mikillar aðgæzlu og gætni: smámistök geta haft alvarlegar afleiðingar. Engin móðir getur tekið á sig þá áhættu að leyfa barni sínu að „leika“ eða vinna með slíkum tækj- um. Af þessum ástæðum hafa margar mæður ekki þolinmæði til að taka börnin með sér inn í athafnalíf eld- hússins. Þær eru miklu fljótari að vinna verkin einar. Börnin sóða út eldhúsið með sínu frumstæða starfi, svo að það er algjört aukaverk að gera hreint eftir þau. Eins og „vandræða- stúlka“ á barnaheimili sagði: „Mamma vill ekki hafa mig í eldhús- inu, því að henni finnst ég sóða allt Út.“ Og svo var það gatan, sem tók við þessari stúlku. Hjá sumum mæðrum kemur þarna kannski annað til greina: Þær vilja trúa því, að þær séu þarna alveg ómissandi, og enginn ann- :arr geti unnið þeirra verk. Þetta er auðskilið. Við búum öll yfir þeirri þörf að finna til þess, að við séum eitthvað, að það séu að minnsta kosti einhverjir, sem ekki geta unnið störf okkar eins vel og við sjálf. En þetta hefur oft það í för með sér, að sumar mæður loka sig inni í störfum sínum, svo :að börnin komast þar hvergi að. Fyrir vikið fara þau á mis við þá dýr- mætu reynslu, sem felst í samvinnu við hina fullorðnu í heimilinu. Slík dapurleg einangrun í einhliða heimilisstörfum leiðir í rauninni til hins sama og atvinna utan heimilis: Lítill tími til að vera með börnunum í glöðum leik og starfi. Sunnudagur- inn verður því oft tími hvíldar og svefns. Utilíf með börnunum situr á hakanum. Síðari hluta dao;sins ogr kvöldið er heldur ekki laust til sam- eiginlegrar heimilisgleði. Ekki er heppilegt að gera samveru foreldra og barna í tómstundum að leiðinlegri skyldu, sem kemur í veg fyrir að ungir og gamlir geti gert sér glaðan dag með jafnöldrum og kunningjum. Öll tóm- stundastörf og annað gaman þarf ekki endilega að fara fram innan vébanda „fjölskyldunnar". En þrátt fyrir það þurfa foreldrarnir að taka sér tíma til að eiga glaðir stundir með börnum sínum. En hvernig eigum við svo að leysa þetta vandamál barna okkar varðandi þróunina frá leik til starfa? Eða rétt- ara sagt, að þungamiðjan færist frá leiknum og yfir á starfið, án þess að leikurinn deyi? Hvernig á þessi þróun frá samfélagi barnanna til samfélags hinna fullorðnu að fara fram? Hvern- ig á að þoka börnunum smátt og smátt inn í ílíf hinna fullrðnu, þar sem þau taka á sig ábyrgðarstörf? Að þessu verða allir að vinna saman, bæði heim- ilið, skólinn og þjóðfélagið. Við skulum fyrst líta á heimilin. Hvað getum við gert til að gera þau að vinnusamfélagi ungra og gamalla? Getum við komið því svo fyrir, að börnunum væru til dæmis ekki fengin leiðinlegustu verkin að vinna? Heldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.