Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 24
68
HEIMILI OG SKÓLI
Þessi fyrstu vormerki birtust meðal
annars í því, að nú voru menn farnir
að ræða sín á milli um skóla og
fræðslu. Þetta komst brátt á dagskrá
hjá allri þjóðinni fyrir milligöngu
blaðanna, sem fóru að birta greinar
um þessi efni, einnig hér á Ak-
ureyri. En enginn skriður komst þó á
þessi mál hér fyrr en um 1870. Og til
að gera langt mál stutt, var stofnaður
hér barnaskóli haustið 1871. Fyrsti for-
stöðumaður lians var Jóhannes Hall-
dórsson guðfræðikandidat, sem fluttur
var hér til bæjarins og stundað hafði
heimiliskennslu á betri heimilum hér
í bænum um skeið. Munu börnin hafa
verið um 20 fyrstu tvö árin. Þegar þess
er gætt, að foreldrar þurftu að greiða
skólagjöld með börnum sínum, hafa
vafalaust mörg börn orðið að fara á
mis við þessa skólagöngu af fjárhags-
ástæðum.
Það mun hafa verið hinn mæti hug-
sjómamaður, Friðbjörn Steinsson bæj-
arfulltrúi og bóksali, sem varð til að
flytja tillögu um stofnun barnaskóla
hér, sem náði fram að ganga, en það
var á bæjarstjórnarfundi árið 1870,
sem fékk þó ekki samþykki fyrr en ári
síðar.
Snorri Sigfússon telur í skólasögu
sinni, að þessi fyrsti skóli hafi fengið
inni í húsi skólastjórans að Aðalstræti
2, en flytzt svo tveimur árum síðar í
Aðalstræti 66.
Um þessar mundir er Akureyri að-
eius lítið þorp með um það bil 300
íbúum. En það er greinilegt, að þegar
Akureyringar hal'a eignazt skóla á
annað borð, stendur þeim ekki á sama
um hann. Og eru nú uppi óskir og
kröfur um bætt húsnæði og hetri að-
búð. Og árið 1877 kaupir bærinn
verzlunarhús Jóhanns Hafstein, og er
þá fengið all gott húsnæði á þeirrar
tíðar mælikvarða. í þessum húsa-
kynnum starfaði skólinn svo til alda-
móta, eða þangað til skólinn undir
brekkunni var reistur.
Talið er, að skólanum hafi fyrst ver-
ið sett neglugerð árið 1881. Það er eft-
irtektarvert, að í þessari fyrstu reglu-
gerð er það sérstaklega tekið frama, að
kenna skuli á íslenzku. Þetta sýnir
Barnaskóli
Akureyrar 1961.