Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 26

Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 26
70 HEIMILI OG SKÓLI Matreiðslupróf i skólaeldhúsinu. — við honum og veitir honum forstöðu um langt skeið, eða til ársins 1901. Hann var þó aldrei nefndur skóla- stjóri, heldur 1. kennari. Þegar hann lætur svo af störfum, sem forstöðumað- ur skólans af einhverjum ástæðum, sem eru óljósar, verður hann enn kennari við skólann til ársins 1926, og hefur enginn kennari, hvorki fyrr né síðar, starfað lengur við skólann nema Magnús Pétursson, sem lét af störfum haustið 1960. Á þessum árum var allt smátt í snið- um, og allt þurfti að spara. Það er í frásögur fært, að það þurfti meira að segja bæjarstjórnarsamþykkt til að fá handa skólanum gólfsóp og gólfmottu. Þeim, sem ekki áttu börn í skólanum, þótti eyðslan til hans of mikil, en hin- ir gerðu aftur kröfu um mannsæm- andi aðbúð fyrir börn sín, svo að bæj- arstjórn var eins og milli steins og sleggju. Skólinn var mjög illa sóttur, kannski vegna skólagjaldanna, og kveður svo rammt að þessu, að árið 1882 er látinn ganga listi um bæinn, þar sem foreldrar eru hvattir til að láta innrita börn sín í skólann, en það upplýstist, að enginn hafði skrifað á listann. í þessum skóla, eins og öllum öðrum skólum á þessum árum, var alger

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.