Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 29

Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 29
HEIMILI OG SKÓLI 73 mundsson guðfræðikandidat. Hann hlaut stöðuna. Síðustu skólastjóraár frk. Halldóru og fyrstu skólastjóraár Steinþórs voru að mörgu leyti erfið vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri og af- leiðinga hennar. Um þessar mundir eru skóla- börn orðin um 200 og fer nú að sverfa að með húsnæði, og þá meðal annars vegna þess, að nú er farið að gefa óskólaskyldum börnum kost á að sækja skólann með 40 kr. skólagjaldi. Letta er að verða knýjandi nauðsyn vegna hrakandi lestrarkunnáttu. Og eru nú uppi umræður um byggingu nýs skóla og skólabygging síðan hafin uppi á Brekkunni, þar sem nú stendur Barnaskóli Akureyrar. Var það mikil bygging og vönduð, og hefur Steinþór skólastjóri vafalaust unnið ötullega að því að hrinda henni af stað. En nú hverfur hann frá skól- anum með skjótum hætti haustið 1929, og er Ingimar Eydal kennari settur skólastjóri næsta vetur. Enn var skólaskyldan aðeins frá 10 ára aldri, en nú samþykkir skólanefnd og bæjarstjórn að færa skólaskylduna niður í 8 ár og kom sú breyting til framkvæmda næsta haust, 1930, og fjölgar þá nemendum skólans veru- lega. Enn var skólastjórastaðan auglýst og sækja nú þrír um hana. Þeir Jón Sig- urðsson, kennari við skólann, Jónas Guðmundsson, kennari á Norðfirði og Snorri Sigfússon, skólastjóri á Flateyri. Snorra var veitt staðan. / lestrarstofunni.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.