Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 34

Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 34
78 HEIMILI OG SKÓLI Skólinn verður að kynna æskunni störfin, sem fiennar bíða. Norðmenn eru nú að breyta skóla- kerfi sínu þannig, að níu ára skyldu- nám tekur við af sjö ára skyldunámi. Skólaganga hefst þegar börnin eru 7 ára. Barnaskólinn verður framvegis annað hvort 6 plús 3 ár eða 7 plús 2 ár. Einstök skólahverfi geta ráðið því sjálf hvort þau velja heldur og jafnvel ein- stakir skólar. Eg bað Einar Jensen skrifstofustjóra á fræðslumálaskrifstofunni í Björgvin að segja mér eitthvað frá þessum breytingum og fer frásögn hans hér á eftir. „Aðalástæðan til þess, að við höfum iengt skólaskylduna er sú, að okkur er Ijóst að sleppi skólinn hendinni af 14 ára unglingi er hann i'lla undir það búinn að velja sér ævistarf og á bams- aldri er tilgangslaust að hefja eigin- lega starfsfræðslu. Síðustu skólaárin hafa því tvenns konar hlutverki að gegna. Veita almenna menntun og búa unglingana undir val ævi- starfs. Merkilegasta átakið, sem við höfum gert í starfsfræðslumálunum er að auk starfsfræðslustofnananna, sem við höfum í öllum stærri bæjum og fylkjum, verður nú sérstakur uppeldis- málaráðunautur við hvem unglinga- skóla og verður hlutverk hans að leið- beina þeim ungu um náms- og starfs- val í samráði við kennara, foreldra og starfsfræðslustjóra. Þessir uppeldis- málaráðunautar hafa enga kennslu- skyldu en verða til viðtals í skólunum og halda erindi í bekkjunum eftir því, sem þurfa þykir. Gert er ráð fyrir, að þessir menn hafi annaðhvort háskóla- próf í sálfræði eða magisterpróf í upp- eldisfræði- Launakjör þeirra verða hin sömu og lektora og ætti það að tryggja áhuga sálfræðinga á starfinu." „Þér nefnduð lektorslaun. Við hvað eru þau miðuð“? „Norskir kennarar fá laun eftir því, hvað þeir kenna margar kennslustund- ir á viku og hvaða menntun þeir hafa. Maður, sem hefur lektorsmenntun hefur verið 7 ár í háskóla og hann kennir 22 stundir á viku og fær sömu laun við hvaða skóla, sem hann kennir, jafnvel þótt hann kynni að kenna við barnaskóla. Eins og stendur hefur norskur lektor (launin eru tilfærð hér í íslenzkum krónum) 91.292.50 kr. í byrjunarlaun, en hámarkslaun hans eru 144.352.50 kr.“ „Eru þaðekki talin góð laun í Nor- egi?“ „Jú, kennarastéttin er allvel laun- uð. Næstir í launastiganum eru ad- junktar. Það eru menn, sem hafa 4—5 ára háskólamenntun. Byrjunarlaun þeirra eru 82.415.00 kr. en hámarks- laun 130.645.00 kr. Kennari, sem kennir í barnaskóla og lokið hefur kennaraprófi frá venjuleg- um kennaraskóla, kennir eins og

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.