Heimili og skóli - 01.08.1961, Page 38
82
HEIMILI OG SKÓLI
Þarna virtist vera jöfnuður á milli
flokkanna. Það virtist heldur ekkert
samband vera á milli málheltinnar 021
o
notkunar vinstri handar.
En þegar við töluðum við foreldr-
ana, uppgötvuðum við nokkuð athygl-
isvert. Þegar þau tóku að skýra frá
því, hvernig börnin hefðu byrjað að
stama, en það var yfirleitt á aldrinum
tveggja og hálfs árs til þriggja og hálfs
árs, nefndu þeir ekki á nafn þennan
hikandi, andstutta og skrykkjótta
framburð, sem almennt er kallaður
stam. Nei — þeir sögðu blátt áfram
frá, að börnin hefðu byrjað að endur-
taka hljóð — orð eða setningar, þegar
þau ætluðu að segja eitthvað.
Eftir þetta fórum við að rannsaka
tíðni slíkra endurtekninga hjá börn-
um. Við rannsökuðum börn, sem
dvöldu í barnagörðum — tveggja til
fimm ára gömul og komust að þeirri
niðurstöðu, að venjuleg börn endur-
taka fyrsta atkvæðið í orði, eða heil
orð og setningar um það bil 50 sinn-
um fyrir hver 1000 orð, sem þau tala.
„Ég man sérstaklega eftir þriggja
ára dreng, sem ætlaði að segja mér frá
einhverju, sem hann hafði séð þennan
dag. Þessi óþekkti hlutur var æ-ö-a svo
hár og ö-æ svo langur — og hann hafði
æ-u . . . . “ Það kom síðar í ljós, að
þetta var fyrsti rugguhesturinn, sem
liann hafði séð á ævi sinni. Og þegar
hann hafði fengið að vita, hvað þessi
undarlegi hlutur hét, hætti hann að
stama, og talaði aftur eðlilega. Börn
á þessum aldri verða að þreifa sig
áfram í málinu, vegna þess að þau
þekkja ekki öll þau orð, sem þau þurfa
að nota í daglegu máli.
Nú höfðum við náð í þráðarendann.
Það lítur út fyrir, að börn byrji að
stama frá því andartaki er forefdrar
þeirra óttast að þau séu að byrja að
stama. Þetta gerist á þann liátt, að for-
eldrar verða þess varir, að barn þeirra
hikar í ræðu sinni, endurtekur kannski
atkvæði, hljóð eða orð, og vegna þess,
að þau vita ekki, að þetta er með öllu
eðlilegt á þessu aldursstigi, verða þau
áhyggjufull og taka að leiðrétta barn-
ið. „Segðu ekki e-e — segðu ekki ba-
ba, reyndu að draga andann djúpt og
hugsaðu þig bara um áður en þú ætf-
ar að segja eitthvað.“ Með þessum af-
skiptum foreldranna á hættulegu and-
artaki er fyrsta fræinu sáð að alvarleg-
um málgöilum.
Næsta skipti, þegar barnið hikar í
máli, setja foreldrarnir upp mikinn
áhyggjusvip og líta undna. Og smátt
og smátt sýkist barnið af þessum
áhyggjum foreldranna og efasemdum,
svo að orðin fara æ meir að nema
staðar á vörum þess. Smátt og smátt,
það getur tekið nokkra mánuði eða
eitt til tvö ár, verður barnið hrætt við
að tala. Það segir ekki hug sinn eins
og áður, en verður æ meira hikandi
og kvíðafullt. Loks kemur að því, að
það talar ekki nema það megi til og
þá ósamhangandi, og allir vöðvar tal-
færanna eru stífir og strengdir. Þá fer
barnið að stama fyrir alvöru.
Þessi skoðun er studd af þeirri
staðreynd, að stam er miklu algengara
í hinum hærri þjóðfélagsséttum, þar
sem foreldrarnir leggja meiri áherzlu
á gott mál og réttan framburð en í
hinum lægri stéttum. Önnur athugun,
sem styrkir þessa kenningu, var gerð
af einum nemanda mínum, sem rann-
sakaði tíðni þessara málgalla hjá tveim-