Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 41
HEIMILI OG SKÓLI
85
insáranna? En vegna þess að tækin
hafa breytzt og tæknin aukizt, hefur
þessi undirbúningur einnig breytzt.
Vegna þess, að kröfurnar til hins
fullorðna manns og aðstaða heimil-
anna til þess að búa fólk undir að
mæta þessum kröfum hafa breytzt,
hafa þau fengið aðstoð við uppeldi og
menntun barnanna. Þessi aðstoð er
skólinn.
Skólanum eru fengin viss verkefni
að leysa af höndum. Honum er ætlað
að aðstoða við öflun þekkingar á ýms-
um sviðum. En ef þessi fróðleiksöflun
verður eina mark skólans, þá er illa
farið. Ef vel á til að takast er aldrei
hægt að segja, að skólinn eigi að ann-
ast eina hlið uppeldisins og heimilin
aðra. í*ar verður að vera samvinna og
það góð samvinna. Báðir aðilar verða
að sækja saman að því marki, að búa
börnin undir að takast á hendur rétt-
indi og skyldur hins fullveðja manns.
En einu má hvorki skóli né heimili
gleyma, og það er, að ekki eru allir
jafnvel til bóknáms fallnir. Sumum
hentar betur að vinna þau störf, er
ekki krefjast mikillar bóklegrar þekk-
ingar. í öllu okkar striti við að auka
bókvit okkar megum við hvorki telja
sjálfum okkur né börnum okkar trú
um, að það sé hin æðsta sæla í lífinu.
Við megum heldur ekki gleyma því,
að ekki er endilega víst, að sá, sem fær
hæstar einkunnir í skóla, standi sig
bezt eða verði hamingjusamastur, þeg-
ar út í lífið er komið.
Góð próf eru ágæt, en þau eru ekki
allt.
Guðmundur Friðjónsson segir í
kvæðinu um ekkjuna við ána: „Hún
kenndi þeim að lesa, kemba, prjóna,
spinna. Hún kenndi þeim að tala og
svo að ganga og VINNA.“
Er ekki einmitt þarna markið, sem
keppa ber að í öllu barnauppeldi? Ég
held það. Ég held, að við eigum að fá
börnum okkar lykilinn að bóknáminu
með því að kenna þeim að lesa, skrifa
og reikna. Kenna þeim síðan að nota
þá þekkingu til þess að afla sér frekari
fróðleiks og ánægju með lestri góðra
bóka og kenna þeim svo að vinna.
Kenna þeim, að engin verðmæti,
hvorki andleg né veraldleg fást, án
vinnu og að öll heiðarleg vinna skap-
ar verðmæti. Kenna þeim að virða
hvert eitt starf, sem þeim er trúað fyr-
ir, og leysa hvert verk eins vel af hendi
og þeim er unnt, án tillits til hvort það
krefst áreynlsu huga eða handar.
Takist okkur að kenna börnunum
þetta er ég viss um, að þau hafa mögu-
leika til að verða hamingjusamt fólk
og ánægt í starfi, hvort sem ævistarf
þeirra verður unnið í hinum svo-
nefndu æðstu stöðum þjóðfélagsins
eða þau vinna að búum sínum hér
norður í Svarfaðardal.
Gunnar Markússon.
Ljót avintýri.
Höfundur hinnar frægu, ensku barnabókar
Pétur Pan, James Barrier, var einu sinni á
skemmtun með 70 börnum, sem voru öll
yngri en tíu ára. Sér til mikillar undrunar
varð hann þess var, að aðeins sex af þessum
sjötíu börnum kærðu sig um að heyra ævin-
týri. Átta börn vildu heyra sögur um skip og
stór höf. Fimm höfðu mest gaman af að
hevra sögur um flug og flugmenn. Önnur
fimm vildu helzt heyra frásagnir úr ríki nátt-
úrunnar, og tveir drengir vildu helzt heyra
skólasögur. En rithöfundurinn varð fyrst
verulega undrandi, þegar hann komst að því,
að 44 af börnunum vildu helzt lesa bækur
um styrjaldir!