Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 45

Heimili og skóli - 01.08.1961, Side 45
HEIMILI OG SKÓLI 89 mikinn tíma og þolinmæði?“ munu ein- hverjir spyrja. Ekki svo mikinn tíma, en talsvert mikla þolinmæði.... Allir for- eldrar nota miklu meiri tíma til uppeldis og fræðslu barna sinna og til að svara spumingum þeirra en þeim er ljóst. Við reyndum að nota þennan tíma á sérstæðan og hagnýtan hátt. Ásamt svörum okkar við spuringum Jóns, hjálpuðum við hon- um til að koma af stað þroskandi leikjum og tilraunum, annað hvort einum eða á- samt félögum sínum. Þessi kennsla auðg- aði okkur sjálf. Þegar við leituðum svara við spurningum hans, leiddi það venjulega til þess, að við hjónin fylltumst engu minni áhuga en hann sjálfur, og okkur varð það ljóst, að það borgar sig að vera þolinmóð- ur. Geti maður tamið barni fastar og góð- ar venjur, er ekki líklegt að það seinna leiðist út í heimskupör, vegna þess að það viti ekki hvemig það á að eyða tímanum. — Jón var aðeins venjulegur drengur, sem notaði tíma sinn til að leika sér og gera að gamni sínu eins og önnur börn. En í bernsku hans reyndum við að leggja grundvöll að framtíð hans með því að glæða hjá honum heilbrigð áhugamál og leitast við að fá þeim farveg bæði í leik og námi. Og Jón hafði aldrei hugmynd um, að leikir þeir, sem hann tók þátt í, annað- hvort einn, með okkur eða félögum sín- um, væri einnig nám. Eitt hið bezta, sem ég tel, að við höfum gert, var að koma alltaf fram við Jón eins og jafningja. Þegar við sáum, hve stoltur hann var er hann var að sýna félögum sínum hnattlíkanið sitt og smásjána sína, var okkur ljóst, að barn getur einnig átt sjálfstraust, tilfinningu, sem við lömum oft, með því að gefa foömum okkar fánýt og tilgangslaus leikföng. Við ákváðum, að við skyldum alltaf gefa honum hluti við hæfi fullorðinna, þegar við hefðum ráð á. Þegar hann lét í ljós að sig langaði til að eiga áhaldakassa, sem ætlaður er smá- drengjum, gáfum við honum venjulega samstæðu. Þannig lærði hann að fara með venjuleg áhöld og þessi fjárfesting borgaði sig vissulega. Við gátum sparað svo mikla peninga saman, að við um næstu jól gátum gefið honum litla handprentsmiðju, ásamt margs konar leturtegundum. Og hvílík gleði! Ég kom síðan með þá tillögu, að hann prent- aði ýmislegt smávegis fyrir nágrannana. En peningarnir runnu í bili til mín, en þegar að því kom að kaupa þurfti ýmislegt til prentsmiðjunnar, lagði ég fram pening- ana, og við urðum félagar í fyrirtækinu. Ég hjálpaði honum svo með prentverkið á kvöldin og um helgar. Til þess að opna Jóni ofurlitla sýn inn í heim fjármála og viðskipta stofnuðum við hlutafélag. Ég samdi mjög einföld hluta- bréf, sem Jón prentaði. Svo skiptum við ágóðanum jafnt, en ég lagði til að hluti af honum væri lagður til hliðar í bili, og skyldi honum varið til að kaupa nýjar let- urtegundir og fleira, sem með þyrfti til „prentsmiðjunnar“. En ef við þurftum að kaupa pappír, sagði ég Jóni að við skyld- um taka peningana, sem til þess þurfti, af rekstrarfénu. Ég lék hlutverk bankastjór- ans og lánaði fyrirtækinu nauðsynlegt rekstrarfé, en heimtaði skuldabréf sem tryggingu fyrir láninu, ekki til að hræða Jón frá því að fá lán, heldur til að kenna honum að bera virðingu fyrir undirskrift sinni á skuldabréfi. Þegar við höfðum efni á, fórum við með Jóni í smáferðalög, meðal annars til að rifja upp söguna, sem hann hafði lært í skólanum. f sambandi við þessi ferðalög veittum við honum ýmsa hagnýta fræðslu,

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.