Heimili og skóli - 01.08.1961, Qupperneq 48
92
HEIMILI OG SKÓLI
menntaskólum, sagði ég, eru það að-
eins fáar stúlkur, sem hafa áhuga á
háskólanámi.
„Ykkar menning vekur snemma á-
huga ungu stúlknanna fyrir kynferð-
islífi og hjónaböndum," sagði hún.
„Hér fara ungu stúlkurnar alls ekki
að hugsa um pilta fyrr en um 16 ára
aldur. En á þessum tíma liafa stúlk-
urnar okkar náð verulegum vitsmuna-
legum þroska. Ef stúlkurnar fara allt
of snemma að hugsa um pilta, missa
þær allan áhuga fyrir að afla sér há-
skólamenntunar.“
Hún hafði við nokkuð að styðjast.
í voru samfélagi alast börnin upp í
kynferðislega mettuðu andrúmslofti.
Við þurfum ekki annað en líta á aug-
lýsingar, hvort sem um er að ræða
sápu, tannkrem, öl, kæliskápa eða
sígarettur. Þá hafa kvikmyndirnar
þarna mikil áhrif. Fyrir skömmu gekk
ég fram hjá kvikmyndahúsi einu,
skömmu áður en síðdegissýning átti
að hefjast. þarna var geysilöng biðröð
framan við aðgöngumiðasöluna, og
þegar ég leit yfir hópinn, sá ég að
þarna var meirihlutinn börn. En
hvaða mynd var það nú, sem dró að
sér svo marga og unga áhorfendur?
Það var áreiðanlega ekki Andrés önd.
Auglýsingarnar úti fyrir kvikmynda-
húsinu tilkynntu tvöfalda skemmti-
skrá: Fyrst var ægileg hryllimynd, en
á eftir kom svo mynd, þar sem höfuð-
hlutverkið var leikið af frægri, franskri
kynbombu. En hún var þá um þessar
mundir mjög umtöluð í dagblöðun-
um, einkum vegna hjónabandsflækju
og tilraunar til sjá'lfsmorðs.
Er nú að undra þótt börn vorra
tíma séu í hugarheimi sínum mörg ár
á undan hinum eðlilega þroska? Bréf
eitt, sem ég fékk frá skólastúlku er
táknrænt fyrir það sjúklega ástand,
sem vor tíð er haldin af.
Kæra Anna Landers! Ég er bráðum
13 ára. Ég á margar fallegar prjóna-
treyjur og stuttjakka. En ég hef ekki
mikið til að fylla þær út með, ef þér
skiljið þetta. Getið þér ekki sagt mér
hvort ekki muni vera til einhver
smyrsl eða hvort ekki eru til einhverj-
ar hentugar æfingar til að flýta þarna
fyrir?“
Slík bréf koma mér til að spyrja:
Hvernig eru foreldrar slíkra barna?
Sumir hafa stungið upp á eftirliti. En
sú leið er hættuleg. Það gæti ógnað
frelsi voru.
Ábyrgðin á ungmennunum, að þau
sýkist ekki af óhollum áhrifum og
fremji ekki heimskupör, hvílir sannar-
lega á foreldrunum. Unglingar, sem
aldir eru upp til að skilja hin sönnu
verðmæti lífsins og viðurkenna á-
kveðnar siðgæðiskröfur, fara ekki út
af sporinu, þótt þeir sjái mjaðmalið-
ugan rokksöngvara, sem kann þó ekki
að syngja, eða brjóstamikla film-
stjörnu, sem kann þó ekki að leika
gamanhlutverk.
Allir foreldrar hafa tekið eftir því,
að börn þeirra vita snemma um mis-
mun lítilla drengja og stúlkna. Ef þeir
veita börnum sínum sanna fræðslu,
þegar það spyr, um hvaðan litlu böm-
in komi og hvers vegna það sé mis-
munur á drengjum og telpum, eða
hvað þeim dettur nú í hug að spyrja
um, mun þeim alls ekki finnast það
neitt merkilegt, þegar félagarnir eru
að hvíslast á um kynferðismál. Hinir
ungu, sem fengu snemma að vita að